Páskar afstaðnir…

  • by admin
  • 3 Years ago
  • 0

Þá eru páskarnir afstaðnir með öllu sínu gjálífi í mat og drykk. Siggi kokkur og Reynir messi hafa verið á þönum alla páskana við að framreiða hinar ýmsu kræsingar, hér var að sjálfsögðu hátíðarmatur á páskadag og á annan í páskum.

Svo ekki sé minnst á páskaeggin sem allir biðu spenntir eftir að fá, þótt sumir þóttust láta sér fátt um finnast. Var ekki laust við að menn misstu sig í barnslegri einlægni sinni þegar þeir fengu loksins að handfjalta eggin sem voru 2 að þessu sinni. Og ekki skemmdi fyrir að boðið var uppá páskaöl með matnum þessa páskana.

Hins vegar eru líka dökkar hliðarnar á þessari helgi, aldrei hefur verið jafnlítið um að vera í sjoppunni….

 

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *