„Vil bara hafa allt á hreinu!“

  • by admin
  • 3 Years ago
  • 0

Birgisson opnar sig í einlægu viðtali…

Það er einn maður hér um borð sem hefur það mottó að hafa hlutina á hreinu í kringum sig.  Þetta er hinn eini sanni Birgir Birgisson, auknefndur Birgisson  (tekið skal fram að hann selur ekki parket!)

Það líður ekki sú vakt að Birgisson athugi ekki með rauðu ruslafötuna í stakkageymslunni og honum er mikið um að í hana sé vel sett  og þétt raðað. Eru það ófá skiptin sem Birgisson hefur þurft að pressa pappírinn ofan í sína rauðu tunnu. „Mér finnst bara ótækt að nýta ekki pokana, þetta kostar sitt og tekur sig saman yfir mánuðinn“

Mönnum hefur verið tíðrætt um hið meinta samband Birgisson við rauðu ruslafötuna, og telja menn að hér sé um að ræða hið sígilda ástar/haturs samband, Vilja ekki sjá hvort annað en geta alls ekki verið án hins!

Það er hittingur á hverjum vaktaskiptum og ekki annað að sjá en vel fari á með þeim.

Annars var Birgisson bara hress og lét vel af sér…  Enda góður maður þar á ferð 🙂

 

 

 

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *