„Hef hugað að módelstörfum!“

  • by admin
  • 3 Years ago
  • 0

   Böddi í viðtalinu….

Um borð í Þerney er maður einn, Björn Þorsteinsson að nafni og verður ekki annað sagt en að hann sé þjakaður af reynslu hvað varðar sjómennsku. Hefur verið á sjó síðan hann man eftir sér. Hefur margt á daga hans drifið á löngum ferli og blm náði tali af Bödda þegar hann var að hlaupa eftir dekkinu….

„Hva hvaaaaa …ertu að taka viðtal við miiiig? Hehe, ég hef nú ekki frá neinu að segja…. Jú jú, hef svo sem verið á sjó það er ekki það, en svosem ekkert merkilegt skeð þannig…. Sumir túrar góðir en aðrir ekki, þannig gengur það bara…. Lent í ýmsu en hef sloppið við stóráföll, þess vegna er ég nú hér ennþá“

Spurður um hvort einhverntímann hafi hann langað að breyta til og fara í vinnu í landi, segir Böddi svo ekki verið, þeir hafi verið að bera víurnar í sig hjá DRESSMANN, vildu fá mig í módelbransann, en hann sagðist ekki ginkeyptur fyrir því… Það er svo assgoti óstabílt!

Þegar Böddi var ungur maður lékk hann í skólaleikriti sem hét Sprek eftir Loft Guðmundsson. „Ég lék Torfa, aldraðann formann… Lék þar á móti stúlku sem kunni ekki textann sinn, ég þurfti bara að skálda upp til að halda leikritinu gangandi, því stelpan kunni ekki neitt! Þetta er nú með því svaðalegra sem ég hef lent í á æfinni, og hef nú lent í ýmsu!“ Bjóst allt eins við því að fá höfundalaun fyrir vikið, en ég hef ekki séð krónu!“„En ég reddaði þessu“ lauk Böddi máli sínu glaðhlakkalegur.

 

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *