Piparsveinafélag í uppsiglingu

  • by admin
  • 3 Years ago
  • 0

Ekki er það tekið út með sældinni að vera makalaus, margur maðurinn lifir fyrir það að eignast konu og lifa hamingjusamur til æviloka.

Þó eru til menn sem kjósa það ekki og hafa þeir nú bundist samtökum um stofnun félagsskapar sem einskorðast við einhleypa menn, svokallað piparsveinafélag.

Rétt til inngöngu eru allir sem eru ekki við eina fjölina felldir í kvennamálum.

Örvar Ægisson, einn forvígismanna félagskaparins segir að það sé gríðarleg þörf á svona félagsskap, það sé óþarfi að meenn séu einir á báti í leit að bráð, nú geta menn lagt á ráðin og borið saman bækur sínar hvernig best sé að haga sér við veiðarnar.

Reglurnar eru einfaldar; Ef einhver annar en viðkomandi eða móðir hans þvær þvottinn þá gildir það sjálfkrafa úrsögn úr félaginu!

Eins er bannað að gista yfir nótt hjá bráðinni… Þá eru menn komnir á hættulegt stig.

Og alls ekki svara ef bráðin hringir daginn eftir, þá er voðinn vís.

Stofnfundur verður auglýstur síðar….

 

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *