Glæsilegt skip – Verður afhent 2019

ÁKVEÐIÐ AÐ GANGA TIL SAMNINGA UM SMÍÐI FRYSTITOGARA

Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon, S.A. um smíði á frystitogara á grundvelli tilboðs frá skipasmíðastöðinni.

Togarinn er hannaður af Rolls Royce í Noregi og er 81 m langur, 17 m breiður og hefur lestarrými fyrir um 1.000 tonn af frystum afurðum á brettum.

Samningsupphæðin mun liggja nærri 5 milljörðum króna. Áætlað er að gangi samningar eftir muni skipið verða afhent á árinu 2019.

Sjá einnig frétt þann 30.3.2017 þar sem tilkynnt er að félagið hafi ákveðið að bjóða út smíði nýs frystitogara.

Tekið af heimasíðu HB Granda www.hbgrandi.is
  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »