Sjómaður frá 15 ár aldri

Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarssyni AK sem nú tekur við sem skipstjóri á Akurey AK, hefur verið til sjós frá 15 ára aldri. Segja má að Eiríkur sé Skagamaður í húð og hár þótt hann sé fæddur í Reykjavík því hann hefur búið á Akranesi frá eins árs aldri. ,,Ég réð mig fyrst í pláss árið 1972 en það var á Höfrungi II AK sem þá var undir stjórn öðlingsins Björns Ágústssonar. Hann var þekktur skipstjóri á Skaganum og mikill aflamaður. Mín frumraun var á ufsaskaki fyrir vestan og sunnan land. Rafmagnsrúllur voru ekki komnar til sögunnar á þeim tíma og því var stórufsinn dreginn á höndum. Það var svo töluvert síðar að norskar, rafknúnar handfæravindur komu til sögunnar og síðan DNG vindurnar frá Akureyri,“ segir Eiríkur en rætt var við hann á heimasíðu HB Granda í tilefni af sjómannadeginum sem var í gær. Á síldveiðum í Norðursjónum Eiríkur fékk pláss á nótaskipinu Óskari Magnússyni AK, sem Þórður Óskarsson gerði þá út, árið 1973. ,,Viðar Karlsson, sem síðar varð skipstjóri á Víkingi AK, var með skipið. Ég byrjaði um vorið og svo var farið á síldveiðar í Norðursjónum og þar vorum við fram undir jól. Það var ekkert....

The post Sjómaður frá 15 ár aldri appeared first on Kvotinn.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »