Útgáfa fréttabréfs um borð

  • by admin
  • 2 Years ago
  • Comments Off

Hér sjáið þið fyrstu útgáfu fréttabréfs hér um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255. Ætlunin er að gefa þetta út eftir efnum og aðstæðum hverju sinni og þá aðallega ef eitthvað fréttnæmt gerist. Hér er aðeins hugsað um hinar skemmtilegu hliðar vinnunnar og lífsins hér um borð og hafa skal í huga að  allt efni er velkomið, svo framarlega að það,  meiði engan.

Einkunnarorð þessa bréfs eru og munu verða ;

„Það er óþarfi að skemma góða sögu með sannleikanum“

Hér verður allt efni meira og minna skrumskælt og fært í stílinn ef þurfa þykir. Ekki munu heimildir bréfsins verða uppgefnar og öllum dóms-málum verður annaðhvort vísað á bug eða ekki svarað!

Er von blaðsins að allir hafi gaman af  og líti á þetta sem tilbreytingu hér útá ballarhafi. Ef einhver hefur ekki áhuga á að hér birtist frétt tengd honum er hann vinsamlegast beðinn um að gera viðvart um það hið snarasta!

Unnið er að opnun á heimasíðu blaðsins, netútgáfu, en það mun síðar verða tilkynnt formlega Mun aðeins valið efni rata þangað 🙂

 

 

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »