Finnur frið og ró á sjónum!

  • by admin
  • 2 Years ago
  • Comments Off

Um borð er maður nokkur Gunnar að nafni. Hefur hann siglt úfinn sjó í mörg herrans ár og margan saltan sopann fengið, þó hann kjósi nú þann með humlunum frekar.
Hann segist elska að vera á sjó, þar sé friður og ró og enginn að atast í honum að óþörfu. „Verst þykir mér þó þegar einhver og þá sérstaklega nýjir menn eru að ræna horninu mínu, það er afar bagalegt svo ekki sé meira sagt. Þá er enginn friður og ró, það er ljóst“ Menn verða að vera búnir að vera hér í amk 15-20 ár áður en þeir geta vogað sér að komast í hornið.
Sumir vilja kalla þetta Gunnarshólma, ég læt mér það í léttu rúmi liggja“ segir Gunni af sinni alkunnu hógværð..
Einn af mörgum kostum Gunna er hve fljótt hann kemst í friðinn og rónna sem hann talar um hér fyrr í viðtalinu. Hafa menn tekið tímann frá því að hann leggst útaf í Gunnarshólmanum og þangað til að hroturnar fara að hljóma um borðsalinn. Besti tíminn til þessa er 2 mín og 38 sek sem náðist í þessari veiðiferð, nánar tiltekið á grálúðuveiðum. Hafa menn haft á orði að seint og jafnvel aldrei verði þetta met slegið hér um borð og reyna samt nógu margir við það.
Hefur Gunni stundum verið kallaður Gunni Lár en það er vegna tíðrar láréttrar stöðu… Blm náði samt viðtalinu við hann lóðréttan!
En við óskum Gunna bara góðrar hvíldar…

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »