• Homepage
  • >
  • Svona líta 8-liða úrslitin út

Svona líta 8-liða úrslitin út

  • by RÚV
  • 8 Months ago
  • Comments Off

Liðin frá Evrópu eru allsráðandi í 8-liða úrslitum á HM kvenna í Frakklandi en Holland var síðasta liðið til að tryggja sér sæti þar með sigri gegn Japan í kvöld. Alls eru sjö lið frá Evrópu í 8-liða úrslitunum. Bandaríkin eru eina liðið utan Evrópu sem spilar í 8-liða úrslitum á HM í ár en liðið mætir gestgjöfunum frá Frakklandi í stórleik í París á föstudag. Degi fyrr, á fimmtudag, mætir María Þórisdóttir og stöllur hennar frá Noregi liði Englands.

Þá mætast Ítalía og Holland snemma á laugardag en 8-liða úrslitin klárast seinna sama dag með leik Þýskalands og Svíþjóðar. Allir leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu á RÚV og verður HM-stofan á dagskrá fyrir og eftir hvern einasta leik.

8-liða úrslit HM

Fimmtudagur 27. júní
19:00 Noregur – England (RÚV)

Föstudagur 28. júní
19:00 Frakkland – Bandaríkin (RÚV)

Laugardagur 29. júní
13:00 Ítalía – Holland (RÚV)
16:30 Þýskaland – Svíþjóð (RÚV)

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »