• Homepage
  • >
  • Heiðar Ingi – Pixes, Wilco og Dire Straits

Heiðar Ingi – Pixes, Wilco og Dire Straits

  • by RÚV
  • 8 Months ago
  • Comments Off

Gestur þáttarins að þessu sinni er Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefenda, bókaútgefndi og frístundabassaleikari. Plata þáttarins er frábær fjórða plata Bandarísku hljómsveitarinnar Wilco, Yankee Hotel Foxtrot, í tilefni af því að Jay Bennet sem var lykilmaður í hljómsveitinni framanaf hefði átt afmæli í dag ef hann hefði lifað. Hann fæddist þennan dag árið 1963 en lést í svefni 24. Maí 2009, 45 ára aða aldri.

Hljómsveitin kláraði plötuna einhverntíma um árið 2001, en útgáfufyrirtækið Reprise neitaði að gefa hana út. Strákarnir í Wilco voru auðvitað ekki par ánægðir, yfirgáfu Reprise og tóku upptökurnar með sér. Sveitin gerði svo saming við Nonsuch Records sem var dótturfyrirtæki Warner, alveg eins og Reprise, og platan kom út 23. apríl 2002.

Í millitíðinni, 18. September 2001 ákvað hljómsveitin að streyma plötunni á vefsíðu sinni sem þótti skemmtileg nýbreytni og margir hlustuðu.

Platan fékk frábæra dóma þegar hún kom út, er af mörgum talin ein besta plata Wilco og ennfremru ein besta plata áratugarins frá 2000 – 2010.

Platan er líka sem plata Wilco sem hefur selst best, náði 13. Sæti bandaríska vinsældalistans þegar hún kom út.

Hún er fyrsta plata Wilco sem trommarinn Glenn Kotche spilar á, en hann er enn í hljómsveitinni, frábær trommari. Og Yankee Hotel Foxtrot er síðasta plata Wilco sem Jay Bennet spilar á.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með Dire Straits.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »