Nýlegar færslur

Óflokkað

Flottustu tilþrifin frá undankeppni HM

 • by RÚV
 • 25 Minutes ago
 • Comments Off
Undankeppni HM karla í körfubolta hófst í gær en keppt er með nýju fyrirkomulagi að þessu sinni. Öll lið þurfa nú að vinna fyrir sæti sínu á HM í gegnum undankeppni sem er leikin á alþjóðlegum leikdögum. Keppni í Asíu- og Ameríkuriðlunum hófst í gær en í dag fara undankeppnir í Afríku og Evrópu einnig af stað. Ísland mætir einmitt Tékklandi ytra klukkan 17 í dag. Tilþrifin í Ameríkuriðlinum voru sérstaklega falleg en FIBA tók saman þau fimm flottustu.
Óflokkað

Veiðar og fiskeldi skila 171 milljón tonna

„Á árinu 2016 námu veiðar og fiskeldi á heimsvísu um 171 milljón tonna og þar af voru fiskveiðar um 92 milljónir tonna eða um 54%. Um það bil 88% af þeim 92 milljónum tonna sem veidd voru fengust við úthafsveiðar. Þá var mest veitt af uppsjávarfiski og námu úthafsveiðar á tegundinni 35 milljónum tonna eða um 38% af veiðum á heimsvísu. Næstmest var veitt af botnfiski eða tæp 21 milljón tonna sem nemur um 23% af heildarveiðum. Veiðar á skelfisk námu 14 milljón tonna eða um 15% af heildarveiðum. Fiskveiðar á heimsvísu drógust saman um 1% frá árinu 2015.“ Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn. Þar segir ennfremur um veiðar á heimsvísu: Asía veiðir mest á heimsvísu „Á árinu 1990 voru fiskveiðar á heimsvísu um 84 milljónir tonna og hafa veiðar því aukist um 10% frá árinu 1990 til ársins 2016. Ef veiðar eru skoðaðar eftir heimsálfum sést að hlutur Asíu er og hefur verið stærstur frá árinu 1990. Asía er með um 55% af fiskveiðum á heimsvísu eða sem nemur 51 milljónum tonna og hefur hlutdeild heimsálfunnar aukist um 13 prósentustig frá árinu 1990. Á eftir Asíu kemur svo Ameríka með 18 milljónir tonna (19%) og.... The post Veiðar og fiskeldi skila 171 milljón tonna appeared first on Kvotinn.
Óflokkað

Sýslumaður samþykkir lögbann á gistiskýli

 • by RÚV
 • 1 hour ago
 • Comments Off
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar í húsnæði við Bíldshöfða. Eigendur 14 fyrirtækja í húsinu kröfðust lögbannsins. Eigendur fyrirtækjanna þurfa að leggja fram 5 milljónir króna í tryggingu, vegna hugsanlegs tjóns Útlendingastofnunar og leigusalans af lögbanninu. Útlendingastofnun hafði farið fram á 240 milljónir og leigusalinn 60 milljónir. Reykjavíkurborg synjaði umsókn um breytingar á húsnæðinu en umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti engu að síður undanþágu frá ákvæðum reglugerðar um hollustuhætti svo að Útlendingastofnun gæti opnað gistiskýlið, þar sem 70 hælisleitendur eiga að dvelja.    
Óflokkað

Jóhönnu var sagt að hún væri réttdræp

link;http://eyjan.pressan.is/frettir/2017/11/24/johonnu-var-sagt-ad-hun-vaeri-rettdraep-andstyggilegt-hvernig-bjarni-og-sigmundur-letu/
Óflokkað

Ein mannskæðasta hryðjuverkaárás ársins var framin í morgun

Minnst 85 eru látnir eftir að hópur manna skaut og varpaði sprengjum á hóp fólks í mosku á norðanverðum Sínaískaga í Egyptalandi í morgun. Um er að ræða eina mannskæðustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í heiminum það sem af er ári. Árásin var framin í Bir al-Abed, vestur af borginni Arish en auk þeirra sem létust særðust tugir, sumir alvarlega. Samkvæmt egypskum fjölmiðlum komu mennirnir á fjórum stórum bílum, vopnaðir skotvopnum og sprengjum. Abdel Fatta el-Sisi, forseti Egyptalnds, kallaði til neyðarfundar eftir atvikið. Öryggissveitir í Egyptlandi hafa á undanförnum misserum barist við uppreisnarmenn úr röðum ISIS-hryðjuverkasamtakanna á norðanverðum Sínaískaga. Þegar þetta er skrifað hefur enginn lýst ábyrgð á ódæðinu en liðsmenn ISIS hafa myrt lögreglumenn og hermenn á svæðinu á undanförnum árum.
Óflokkað

15 ára stúlka í öndunarvél eftir að hún fannst meðvitundarlaus sökum fíkniefnaneyslu í miðborg Reykjavíkur

Tvær 15 ára stúlkur fundust rétt fyrir klukkan átta í gær meðvitundarlausar á tröppum í miðborg Reykjavíkur í gær. Grunur leikur á því að þær hefi innbyrt fíkniefnið MDMA. Stúlkunnar voru fluttar á gjörgæsludeild Landspítalans.Mbl.is greinir frá þessu. Önnur stúlkan er sögð vera að koma til meðan hin er enn í öndunarvél. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að það sé ekki algengt að svo ung börn finnist meðvitundarlaus vegna fíkniefnaneyslu.„Þessir krakkar eru oft að taka inn eitthvað sem þau vita ekkert hvað er eða hversu sterkt það er. Þetta er framleitt einhvers staðar hjá mönnum úti í bæ eða úti í löndum, og sem hafa ekki endilega hundsvit á hvort þeir eru að blanda þetta sterkt eða dauft. Síðan taka þessir krakkar þetta inn og svo er það búið eftir það,“ hefur mbl.is eftir Guðmundi.

Sakaðir um að sprauta börnin og gefa lyf

Leikskóli í Peking í Kína er nú undir smásjánni vegna ásakana um að starfsfólk hafi sprautað börnin og gefið þeim lyf. Málið hefur að sögn BBC vakið mikla reiði hjá kínverskum almenningi og eru yfirvöld nú með málið til rannsóknin.
Óflokkað

Sara Björk getur hefnt fyrir tap Stjörnukvenna

Wolfsburg mætir Slaviu Prag í átta liða úrsiltum Meistaradeildar kvenna.
Óflokkað

Fleiri bíða lengi eftir hjartaþræðingu

 • by RÚV
 • 2 Hours ago
 • Comments Off
Mun fleiri þurfa að bíða lengur en þrjá mánuði eftir hjartaþræðingu en þegar átaki um styttingu biðlista var hleypt af stokkunum í fyrra. Átakið virðist þó hafa haft jákvæð áhrif biðtíma eftir augasteinaaðgerðum og liðskiptaaðgerðum. Landlæknir birtir þrisvar á ári upplýsingar um fjölda á biðlistum eftir ákveðnum aðgerðum. Samkvæmt viðmiðum embættisins telst óásættanlegt að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð og er markmiðið að 80% sjúklinga komist í aðgerð innan þess tíma. Í mars í fyrra var ráðist í þriggja ára átak, þar sem auknu fjármagni er veitt til þess að stytta bið eftir liðskiptaaðgerðum, hjartaþræðingum og augasteinaaðgerðum.   Færri bíða lengi eftir liðskiptum og augasteinaaðgerð Samkvæmt nýrri greinargerð Landlæknis sést jákvæð þróun í bið eftir augasteinaaðgerðum og liðskiptaaðgerðum, þó enn þurfi að stytta biðtíma verulega. Í október höfðu 59% þeirra sem voru á biðlista eftir aðgerð á augasteini beðið lengur en þrjá mánuði en fyrir ári var hlutfallið 77%. Af þeim sem eru á biðlista eftir liðskiptaaðgerð á hné hafa 70% beðið lengur en í þrjá mánuði, samanborið við 79% í fyrra. Þá hafa 59% þeirra sem bíða eftir liðskiptum á mjöðm beðið lengur en þrjá mánuði, samanborið við 73% í fyrra. Hjartaþræðingar uppfylla ekki lengur viðmið Þó fækkað hafi á biðlista eftir hjartaþræðingu á síðastliðnu ári, úr 245 í 175, þá hefur hlutfall þeirra sem hafa beðið í þrjá mánuði eða lengur aukist úr 34% í 41% á síðustu 12 mánuðum. Þegar átakið hófst, í mars í fyrra, höfðu einungis um 10% beðið lengur en í þrjá mánuði.  Þegar Landlæknir birti síðast upplýsingar um biðlista, í júní síðastliðnum, voru hjartaþræðingar eini flokkur aðgerða þar sem biðtími uppfyllti 80% viðmið embættisins. Þá höfðu rétt um 80% sjúklinga komist í hjartaþræðingu innan þriggja mánuða, en hafði fækkað talsvert frá því í febrúar. Nú hefur hlutfallið lækkað enn meira, eða niður í 59%, og uppfyllir ekki lengur viðmið um ásættanlegan biðtíma.  Meira af flóknum og tímafrekum aðgerðum Yfirlæknir hjartaþræðingadeildar Landspítalans sagði í samtali við fréttastofu í júní að afköstin á þræðingardeildinni hefðu aukist umtalsvert, en munurinn á biðtíma skýrist af tímabundnum sveiflum. Þá sé meira gert af flóknum og tímafrekari aðgerðum en áður. Sjúklingar með alvarleg einkenni séu þó alltaf í forgangi og þeir sem bíði lengur en þrjá mánuði sé almennt með vægari einkenni, eða ekki taldir með alvarlegan hjartasjúkdóm. 
Óflokkað

Fólk og lax í bílalestum yfir Klettsháls

 • by RÚV
 • 2 Hours ago
 • Comments Off
Vegagerðin hefur farið fyrir bílalestum frá sunnanverðum Vestfjörðum í ófærðinni síðustu daga þar sem Breiðafjarðarferjan Baldur er biluð. Framkvæmdastjóri Arnarlax segir með ólíkindum að til séu flutningabílstjórar sem geti ekið erfiða vegi um sunnanverða Vestfirði.   Bílalestir með fisk og fólk Breiðafjarðarferjan Baldur verður frá vegna bilunar næsta mánuðinn. Í óveðrinu undanfarna daga hefur Klettsháls, á sunnanverðum Vestfjörðum, einnig verið ófær og því hafa íbúar í Vesturbyggð og á Tálknafirði lokast inni. Vegurinn norður um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði hafa einnig verið lokaðir. Vegagerðin tók það til ráðs að fara fyrir bílalestum frá svæðinu undanfarna þrjá daga.  „Til að þétta hópinn og tryggja að það sé hægt að komast á ákveðnum tíma hratt og örugglega yfir Klettsháls,“ segir Bríet Arnardóttir, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Patreksfirði. Hún að segir að ferðirnar hafi tekist vel en að ekki hafi allir verið sammála um ferðatíma. Ferðatímarnir voru hins vegar ákveðnir með tilliti til hagstæðustu veðurskilyrðanna hverju sinni. Bæði var farið fyrir íbúum og flutningabílum. Framleiðslumet þrátt fyrir erfiðar aðstæður Hjá Arnarlaxi reyndist vikan erfið. Jólavertíð að hefjast og erfið skilyrði til að sækja fisk í kvíar og koma honum í útflutning. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir að á ótrúlegan hátt hafi þó tekist að setja framleiðslumet í vikunni. Yfir 300 tonnum af laxi var pakkað og komið af svæðinu með fjórum flutningabílum daglega - síðustu þrjá daga í bílalestum. Hefur áhyggjur af stöðunni Víkingur segir að áhrifin af fjarveru Baldurs hafi ekki verið eins mikil vegna aukinnar vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í staðinn. Þótt ferðirnar hafi tekið dágóðan tíma þá miðist allt við að fiskurinn sé kominn tímanlega í útflutningshöfn og það hafi tekist. Víkingur hefur þó áhyggjur af stöðunni, aðstæður hefðu ekki mátt verða verri á vegunum, í fjarveru Baldurs: „Hluti af þessum vegi er bara þannig að það er með ólíkindum að við höfum vörubílstjóra sem geta keyrt þessa leið.“  
Page 1 of 6.50612345 » 102030...Last »