Nýlegar færslur

Óflokkað

Framhaldsskólakennarar sömdu við ríkið

 • by RÚV
 • 2 Hours ago
 • Comments Off
Seint á tólfta tímanum Í kvöld var undirritaður kjarasamningur milli ríkis og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum, eftir nær fjórtán klukkustunda fund í húsakynnum ríkissáttasemjara. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, var að vonum ánægð þegar fréttastofa náði tali af henni nokkru eftir miðnætti. „Við hefðum ekki skrifað undir þennan samning nema af því að við teljum að þetta sé besti samningurinn sem við getum náð í stöðunni, þannig að við erum sátt,“ sagði Guðríður, en vildi ekki fara út í einstök aðtriði samningsins þar sem hann hefur enn ekki verið kynntur félagsmönnum. Umsamdar launahækkanir væru þó á svipuðum nótum og stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafi verið að semja um upp á síðkastið. Launaliðurinn hafi aftur á móti ekki verið það eina sem áhersla var lögð á í samningaviðræðunum. „Það eru mjög mikilvæg atriði í þessum samningi sem lúta ekki að launalið hans, meðal annars mjög mikilvægt samkomulag við mennta- og menningarmálaráðherra um frekari útfærslu á vinnumati framhaldsskólakennara og mjög mikilvægur viðauki samningsaðila líka sem fjallar um það og túlkun á vinnumati.“ Samningurinn er til skamms tíma, eða fram í mars 2019. Um 1.800 manns eru í félögunum tveimur. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að meirihluti þeirra samþykki samninginn kveður Guðríður já við. „Ég mun auðvitað mæla með því að félagsmenn samþykki þennan samning, en undirritun hans var auðvitað gerð með fyrirvara um samþykki félagsmanna, eins og venja er og við munum bera hann upp í kynningu þegar við erum búin að ljúka kynningum á honum.“  
Óflokkað

Tíu hafa látið lífið í mótmælum í Níkaragva

 • by RÚV
 • 2 Hours ago
 • Comments Off
Minnst tíu hafa nú látið lífið í hörðum átökum lögreglu og mótmælenda í Managva og fleiri borgum Níkaragva síðustu daga, og minnst 100 hafa meiðst. Eru þetta harkalegustu og mannskæðustu mótmælaaðgerðir sem orðið hafa í landinu frá því að Daniel Ortega varð þar forseti árið 2007. Mótmælin brutust út á miðvikudag, þegar kynntar voru breytingar á almannatryggingakerfinu sem fela í sér skerðingu lífeyris og annarra bóta, um leið og gjöld launafólks og atvinnurekenda í sjóðina eru hækkuð. Varaforseti Níkvaragva, forsetafrúin Rosario Murillo, kallar forsprakka mótmælanna „blóðsugur“ en segir stjórnvöld engu að síður tilbúin til viðræðna um mögulegar breytingar. 
Óflokkað

Einn maður handtekinn í tengslum við eldsvoða

 • by RÚV
 • 3 Hours ago
 • Comments Off
Einn maður var handtekinn á vettvangi eldsvoða í miðborg Reykjavíkur í kvöld. Slökkvilið tafðist nokkuð á leið sinni á vettvang vegna illa lagðra bifreiða í þröngum íbúðagötum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á tíunda tímanum í kvöld þegar boð bárust um eldsvoða í íbúðarhúsnæði við Óðingsgötu. Þar sem húsið er sambyggt öðrum í langri röð íbúðarhúsa var viðbúnaður mikill og bílar af öllum stöðvum sendar á vettvang. Þegar að var komið logaði eldur í kjallara hússins og hafði náð að læsa sig í gólfið á jarðhæðinni. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ganga úr skugga um að enginn væri í húsinu. Ekki hefur verið kveðið upp úr um orsakir eldsvoðans, en lögregla handtók einn mann á staðnum. Húsið hefur staðið autt um hríð en þó er talið að hústökufólk hafi hafst þar við með hléum um nokkur skeið.    Slökkviliðið tafðist nokkuð á leið sinni á vettvang vegna bíla sem hafði verið illa lagt við Njarðar- og Freyjugötu og sköguðu langt út í þröngar göturnar. Bílstjórar stórra og langra slökkviliðsbílanna áttu því ekki greiða leið þar um heldur þurftu að hafa töluvert fyrir því að komast leiðar sinnar. Metur slökkviliðið það svo að þetta hafi tafið för bílanna um allt að tvær mínútur. Gefur auga leið að sá tími getur skilið milli lífs og dauða þegar eldur kemur upp í íbúðarhúsnæði, og beinir slökkviliðið því til bíleigenda að leggja ekki stein - eða bíl - í götu slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila með þessum hætti.    

Verne Troyer, Mini-Me í Austin Powers-Látinn 49 ára gamall

Leikarinn Verne Troyer, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Mini-Me í kvikmyndunum um Austin Powers, lést á laugardag. Hann var 49 ára gamall. Á meðal annarra hlutverka Troyer má nefna Griphook í Harry Potter and the Sorcerer’s Stone (2001), þjálfarinn Punch Cherkov í Myers’ The Love Guru (2008) og Percy í Terry Gilliam’s The […] The post Verne Troyer, Mini-Me í Austin Powers-Látinn 49 ára gamall appeared first on DV.
Óflokkað

Stjörnum prýddir afmælistónleikar Bretlandsdrottningar

Hefur verið drottning í 66 ár.
Óflokkað

Messi náði ótrúlegu afreki með marki sínu í úrslitunum

Lionel Messi skoraði í kvöld sitt fertugasta mark á tímabilinu þegar hann skoraði annað mark Barcelona í stórsigrinum á Sevilla í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar.
Óflokkað

Duterte deilir við sjötuga nunnu

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur tekið upp deilur við systur Patriciu Fox. Systir Fox stofnaði ásamt öðrum kirkjuna Our Lady of Sion árið 1990 í Manila og hefur síðan þá unnið góðgerðarstarf með fátækum og öðrum jaðarsettum hópum.
Óflokkað

Fjöldamótmæli í Búdapest aðra helgina í röð

 • by RÚV
 • 4 Hours ago
 • Comments Off
Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum gegn stjórn VIktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í Búdapest í dag. Þetta er annar laugardagurinn í röð sem fjölmenn mótmæli eru í höfuðborginni. Hin fyrri voru haldin helgina eftir nýafstaðnar þingkosningar, þegar ljóst var að Fidesz, flokkur Orbans, hafði tryggt sér tvo þriðju hluta þingsæta þrátt fyrir að hafa fengið innan við helming atkvæða. „Þetta er ekki lýðræði," sagði Peter Marki-Zay, einn ræðumanna á mótmælunum í dag og fyrrverandi félagi í Fidesz. Meðal þess sem mótmælendur kölluðu eftir voru hlutlausir opinberir fjölmiðlar, en stjórnvöld hafa hert mjög tök sín á ríkisfjölmiðlum í stjórnartíð Orbans og gert þá nánast að málgagni sínu. Um leið hafa stjórnvöld hindrað og jafnvel stöðvað starfsemi einkarekinna fjölmiðla, sem þótt hafa of gagnrýnin á Orban og stjórnarhætti hans. Ungt fólk var í meirihluta meðal mótmælenda og margir veifuðu fánum Ungverjalands og Evrópusambandsins. Tíðindamaður AFP í Búdapest telur að um 30.000 hafi tekið þátt í mótmælunum í dag. Það er varla þriðjungur þess fjölda sem mótmælti fyrir viku, en þá var áætlað að allt að 100.000 manns hefðu safnast saman í höfuðborginni til að mótmæla ofríki Orbans og Fidesz. Einn af skipuleggjendum mótmælanna, hinn tvítugi Viktor Gyetvai, sagði fréttamanni AFP að hann gerði sér engar grillur um að mótmælin kæmu til með að breyta kerfinu í einu vetfangi. Markmiðið með þeim væri að byggja upp borgaralegt afl eða hreyfingu, Orban og flokki hans til höfuðs. „Þetta eru fyrstu skrefin, skilaboð um að margir Ungverjar vilja búa í lýðræðisríki, með sjálfstæðum stofnunum og frjálsum fjölmiðlum," sagði Gyetvai.   
Óflokkað

Fermingardagur í skugga ógnar: Fangar á eigin heimili og fjölskyldan svefnlaus eftir stöðugar innrásir

„Núna á undanförnum tveimur dögum hefur þrisvar verið brotist inn í fjölbýlishús þar sem dóttir mín býr ásamt tveimur sonum sínum. Brotnar hafa verið bæði hurðir og gluggarúður. Gerandi hefur áður valdið skemmdum á hurðum og fleiru hjá dóttur minni og ítrekað hjá ættingjum sínum. Nú er þetta hins vegar daglegt og lögreglan hefur komið […] The post Fermingardagur í skugga ógnar: Fangar á eigin heimili og fjölskyldan svefnlaus eftir stöðugar innrásir appeared first on DV.
Óflokkað

Kaepernick heiðraður af Amnesty

Colin Kaepernick, fyrrum leikstjórnandi San Francisco 49ers, var heiðraður af Amnesty International fyrir mótmæli hans gegn kynþáttamismunun.
Page 1 of 11.72012345 » 102030...Last »