Nýlegar færslur

Óflokkað

Kúrdar segjast fá aðstoð Sýrlandshers

 • by RÚV
 • 40 Minutes ago
 • Comments Off
Kúrdískir hermenn í norðurhluta Sýrlands segjast hafa náð samkomulagi við Sýrlandsstjórn um hernaðaraðstoð gegn Tyrkjum. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Sýrlandsstjórn hefur ekki staðfest þetta. Tyrkir hófu árás á hersveitir Kúrda í Afrin-héraði Sýrlands í síðsta mánuði. Héraðið liggur við landamærin að Tyrklandi, en þar eru engir sýrlenskir hermenn. Þjóðvarðsveit Kúrda, YPG, náði völdum af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki í Afrín-héraði. Tyrkir vilja hrekja YPG þaðan, því þeir segja sveitina vera hernaðararm PKK, Verkamannaflokks Kúrda, sem Tyrkir telja til hryðjuverkasamtaka. Haft er eftir Badran Jia Kurd, hátt settum embættismanni Kúrda, að von sé á sýrlenskum stjórnarhermönnum til Afrin-héraðs innan nokkurra daga. Sýrlandsher og YPG hafa að mestu leyti forðast átök frá því stríðið í Sýrlandi hófst en einstaka sinnum hefur slegið í brýnu á milli þeirra. Jia Kurd kveðst ekki viss um hvort samkomulagið nær að standa lengi, þar sem einhverjir hafa sett sig upp á móti því. Reuters fréttastofan hefur eftir kúrdískum embættismanni að Rússar gætu komið í veg fyrir samkomulagið. Það gæti flækt stjórnmálatengsl þeirra við Tyrki ef Sýrlandsstjórn færi að vinna með Kúrdum. Þá flækir það enn stöðuna að YPG nýtur að miklu leyti stuðnings Bandaríkjanna í stríðinu gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki.
Óflokkað

Grímseyjarskjálfti fannst á Akureyri

 • by RÚV
 • 2 Hours ago
 • Comments Off
Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 mældist um 13 kílómetrum suðaustur af Grímsey klukkan hálf tólf. Skjálftinn fannst á Akureyri. Að sögn Péturs Halldórssonar, sem býr á Akureyri, fannst smáhnykkur og hrikti í stofuskápum. Tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nokkrum sekúndum fyrir þann stærsta. Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið samfleitt frá 14. febrúar síðastliðnum. Stærsti skjálftinn hingað til mældist 4,1. Frá klukkan sex í kvöld hafa tíu skjálftar mælst yfir þrjá að stærð.
Óflokkað

Ungir Austfirðingar skora á þingmenn

 • by RÚV
 • 3 Hours ago
 • Comments Off
Ungir Austfirðingar neita að sætta sig við að árið 2018 séu vegasamgöngur í því skötulíki sem raun ber vitni. Þetta segir í ályktun miðstjórnar félagasamtakanna Ungs Austurlands sem gerð var opinber á Facebook í kvöld. Þar segir að Borgarfjörður Eystri sé eini þéttbýlisstaður á landinu sem ekki hefur tengingu við annan þéttbýlisstað með bundnu slitlagi, það hljóti að vera forgangsatriði að koma því á. Þá segjast ungir Austfirðingar berjast fyrir bættum búsetuskilyrðum á Austurlandi. Samgöngur séu einn af hornsteinum þess að þar sé hægt að byggja upp kröftuga heild. Skorar miðstjórn Ungs Austurlands að alla þingmenn Norðausturkjördæmis, og raunar alla þingmenn Alþingis, að standa með Austfirðingum og tryggja að farið verði í framkvæmdir sem fyrst. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Hola í höggi hjá Daly (myndskeið)

Rokkstjarna golfsins, John Daly, fór holu í höggi á lokadegi Chubb Classic-mótsins á Öldungamótaröð PGA (50 ára og eldri) í dag.
Óflokkað

Ekkill þingkonunnar Jo Cox segir af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni

Brendan Cox, ekkill bresku þingkonunnar Jo Cox sem var myrt af þjóðernissinnuðum öfgamanni árið 2016, hefur sagt af sér úr stjórnum tveggja góðgerðarsamtaka.
Óflokkað

6 einfaldar leiðir til að krydda kynlífið

link;http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/6-einfaldar-leidir-til-ad-krydda-kynlifid
Óflokkað

Fylgdu veðurtepptum unglingum heim til Grindavíkur

Töluvert rólegra var hjá björgunarsveitum í kvöld en veðurspár dagsins gerðu ráð fyrir.
Óflokkað

Þvinguð á fund, félagslega einangruð og vansæl í grunnskóla

Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifaði blogg um reynslu sína af grunnskólaárunum og vandar skólanum sem hún gekk í ekki kveðjurnar.
Óflokkað

Eiður Smári: Hazard er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar

Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega töluvert í sviðsljósinu í tengslum við einvígi Barcelona og Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Óflokkað

Skiltin í Ebbing hlutu fimm Bafta-verðlaun

 • by RÚV
 • 3 Hours ago
 • Comments Off
Kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri hlaut bresku Bafta kvikmyndaverðlaunin í kvöld. Hún hlaut alls fimm verðlaun á hátíðinni í kvöld. Three Billboards var einnig valin besta breska kvikmynd ársins, Frances McDormand fékk verðlaunin fyrir leik sinn í aðalhlutverki og Sam Rockwell hlaut styttu fyrir frammistöðu sína í aukahlutverkil. Þá voru Martin McDonagh veitt verðlaun fyrir handrit sitt að myndinni. Myndin var einnig valin sú besta á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Bandaríkjunum í janúar og hennar bíða sjö Óskarsverðlaunatilnefningar, þar á meðal sem besta mynd. Guillermo del Toro hlaut verðlaun fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Shape of Water og Gary Oldman hlaut verðlaun fyrir túlkun sína á Winston Churchill í kvikmyndinni Darkest Hour. Þá fékk Allison Janney Bafta-verðlaun fyrir aukahlutverk sitt í myndinni I, Tonya.  
Page 1 of 9.59812345 » 102030...Last »