Nýlegar færslur

Óflokkað

Afturelding vann yfirburðarsigur á Þrótti

 • by RÚV
 • 26 Minutes ago
 • Comments Off
Íslandsmót kvenna í blaki hófst í kvöld með einum leik. Þar tóku bikarmeistarar Aftureldingar á móti Þrótti Reykjavík í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Fyrirfram var búist við Mosfellingum sterkari, en Aftureldingu hefur marga góða leikmenn í sínum leikmannahóp. Yfirburðir Aftureldingar í fyrstu hrinu voru reyndar hreint ótrúlegir því Afturelding skoraði hvorki meira né minna en þrettán fyrstu stig leiksins, án þess að Þróttarar fengju rönd við reist. Þróttur náði þó að rétt úr kútnum og minnka muninn í 21-15 en nær komust þeir ekki því Afturelding vann fyrstu hrinu 25-16 og komst þannig í 1-0. Önnur hrina fór mun jafnar af stað, jafnvel þó að Afturelding hafi komist í 3-0 var leikurinn í járnum þar til í stöðunni 7-7 en það voru Þróttarar sem jöfnuðu í 7-7. Þar skildu leiðir því Afturelding komst í 24-11 og vann hrinuna svo 25-12 og þar með komin í 2-0. Þriðja hrinan fór svipað af stað og önnur hrinan, því Þróttur jafnaði aftur í 7-7 áður en heimakonur úr Mosfellsbæ skoruðu hvert stigið á fætur öðru og komust í 17-10, 22-12 og unnu svo hrinuna loks með 25 stigum á móti 14. Afturelding vann því Reykjavíkur Þrótt 3-0. María Rún Karlsdóttir var stigahæst Mosfellinga með 14 stig en Eldey Hrafnsdóttir skoraði 10 stig fyrir Þrótt.
Óflokkað

Harry Kane í stuði á Kýpur

 • by RÚV
 • 34 Minutes ago
 • Comments Off
Önnur umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hófst í kvöld með átta leikjum. Harry Kane skoraði þrennu í 3-0 sigri Tottenham á kýpverska liðinu APOEL. Sevilla vann Maribor 3-0 á meðan Spartak Mosvka og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í sama riðli. Napoli vann Feyenoord. Manchester City, Besiktas og Porto unnu sína leiki og Real Madríd bar svo sigurorð á Dortmund með þremur mörkum gegn einu. E-riðill  Sevilla 3 - 0 Maribor  1-0 Wissam Ben Yedder ('27 )  2-0 Wissam Ben Yedder ('38 )  3-0 Wissam Ben Yedder ('83 , víti)  Spartak Moskva 1 - 1 Liverpool  1-0 Fernando ('23 )  1-1 Philippe Coutinho ('31 )  F-riðill  Napoli 3 - 1 Feyenoord  1-0 Lorenzo Insigne ('7 )  2-0 Dries Mertens ('49 )  2-0 Jens Toornstra ('68 , Misnotað víti)  3-0 Jose Callejon ('70 )  3-1 Sofyan Amrabat ('90 )  Manchester City 2 - 0 Shakhtar D  1-0 Kevin de Bruyne ('48 )  1-0 Sergio Aguero ('72 , Misnotað víti)  2-0 Raheem Sterling ('90 )  G-riðill  Besiktas 2 - 0 RB Leipzig  1-0 Ryan Babel ('11 )  2-0 Anderson Talisca ('43 )  Mónakó 0 - 3 Porto  0-1 Vincent Aboubakar ('31 )  0-2 Vincent Aboubakar ('69 )  0-3 Miguel Layun ('89 )  H-riðill  Borussia D. 1 - 3 Real Madrid  0-1 Gareth Bale ('18 )  0-2 Cristiano Ronaldo ('50 )  1-2 Pierre Emerick Aubameyang ('54 )  1-3 Cristiano Ronaldo ('79 )  APOEL 0 - 3 Tottenham  0-1 Harry Kane ('39 )  0-2 Harry Kane ('62 )  0-3 Harry Kane ('67 )

Höfrungadráp slæm fyrir ímynd Færeyinga

Það er ekki hlutverk sýslumanna að skera úr um það, hvort borgarar hafi fullar frystikistur, eða hvað útlendingar kunna að halda um höfrungadráp. Þetta segir Jacob Vestergaard, sýslumaður í Austurey, næststærstu og -fjölmennustu ey Færeyja.
Óflokkað

Þverpólitísk sátt um að afnema bókaskatt

 • by RÚV
 • 38 Minutes ago
 • Comments Off
Þverpólitísk sátt er um að afnema beri virðisaukaskatt af bókum eða svokallaðan bókaskatt. Allir þingmenn Framsóknarflokksins auk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eru meðflutningsmenn að frumvarpinu ásamt þingmönnum úr öllum flokkum. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en það fyrnist þar sem það fær ekki afgreiðslu enda stendur til að ljúka þingstörfum í kvöld.    Lilja segir á Facebook-síðu sinni að það komi ekki sök. Myndast hafi þverpólitísk sátt um frumvarpið og það verði því auðvelt að hrinda frumvarpinu í framkvæmd á næsta þingi. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti á bóksölu hafi verið tæpar 354 milljónir króna á síðasta ári.  „Gera má ráð fyrir að á móti lækkun tekna ríkissjóðs vegna afnáms virðisaukaskatts af bóksölu muni önnur jákvæð hagræn áhrif koma fram eins og aukin velta í bókaútgáfu sem mun skapa fleiri störf í samfélaginu,“ segir í greinargerðinni. Afnám virðisaukaskatts á bækur hefur lengi verið eitt helsta baráttumál bókaútgefanda. Egill Örn Jóhannsson, formaður félags bókaútgefanda, sagði meðal annars í samtali við RÚV fyrr á þessu ári að virðsaukaskattshækkunin gæti verið punkturinn yfir i-ið í því sem gæti orðið minningargrein íslenskrar bókaútgáfu.“
Óflokkað

KR úr leik í Evrópukeppni félagsliða

 • by RÚV
 • 39 Minutes ago
 • Comments Off
Körfuknattleikslið KR hefur lokið leik í Evrópukeppni þennan veturinn eftir 84-71 tap fyrir Belfius Mons-Hainaut ytra í seinni leik liðanna í undankeppni Evrópukeppni FIBA í körfubolta. Fyrri leikur liðanna fór 67-88 í Frostaskjólinu, svo KR tapaði því samanlagt 172-138. KR stóð í  Belgunum meirihluta leiksins en staðan var 41-38 í hálfleik. Belgarnir gáfu svo í á á síðustu mínútunum og tryggðu öruggan sigur sinn. Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamestur KR-inga með 20 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar. Á eftir honum var Darri Hilmarsson með 17 stig og 2 fráköst.  

Einkunnir Liverpool gegn Spartak Moscow – Coutinho bestur

Spartak Moscow tók á móti Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Fernando kom heimamönnum yfir með marki um miðan fyrri hálfleikinn en Philippe Coutinho jafnaði metin fyrir Liverpool á 31. mínútu. Liverpool pressaði heimamenn stíft undir lok leiksins en tókst ekki að skora og lokatölur því 1-1 í Rússlandi. […]

Birkir Bjarna kom inná í sigri – Jón Daði spilaði í tapi Reading

Fjöldi leikja fór fram í ensku Championship-deildinni í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu. Bristol City vann þægilegan 2-0 sigur á Bolton Wanderers en Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekk Bristol í leiknum. Cardiff City vann góðan 3-1 sigur á Leeds United en Aron Einar Gunnarsson var ekki í […]

Harry Kane hlóð í þrennu í sigri Tottenham – Jafnt hjá Liverpool

Fjöldi leikja fór fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu. Harry Kane hlóð í þrennu í 3-0 sigri APOEL og þá vann Manchester City þægilegan 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Liverpool þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Spartak Moscow en enska liðið fékk fjölda tækifæri […]
Óflokkað

Lars segir að Ísland nái allavega umspilssæti

 • by RÚV
 • 58 Minutes ago
 • Comments Off
Nú eru tíu dagar í lokahnykk íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í undankeppni HM. Við fengum kollega okkar hjá norska sjónvarpinu til að spyrja Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands út í möguleika Íslands á að komast á HM. Ísland mætir Tyrkjum ytra 6. október og tekur svo á móti Kósovó í lokaleik sínum í undankeppni HM á Laugardalsvelli 9. október. Ísland er í öðru sæti síns riðils með 16 stig, eins og topplið Króatíu, en Tyrkland og Úkraína hafa svo 14 stig og baráttan um HM-sæti er hörð. Liðið sem vinnur riðilinn kemst á HM, en annað sætið gefur þátttökurétt í umspili. Lars Lagerbäck sem var landsliðsþjálfari Íslands 2011-2016 stýrir nú Norðmönnum og var spurður út í möguleika Íslands af NRK í dag. „Þeir eiga góða möguleika, ég reyni að sjá alla leikina.  Manni þykir vænt um þær slóðir sem maður hefur verið á.  Þeir hafa staðið sig mjög vel, ég er nokkuð viss um að þeir nái allavega umspilssæti ef þeir halda áfram að spila eins og þeir eru að gera,“ sagði Lars í samtali við NRK.  
Óflokkað

Ólafur F. gefur út nýtt lag: Varð til á fallegum sólskinsdegi sumarið 2015

„Ljóð og lag varð til 5. júní 2015, þegar ég var á fallegum sólskinsdegi að hugsa til móður náttúru - og til varð ljóð og lag nærri samstundis. Enda koma ljóðin og lögin til mín í bylgjum en lítið þar á milli,“ segir Ólafur F. Magnússon læknir, tónlistarmaður og fyrrverandi borgarstjóri. Ólafur, sem gaf út plötu sumarið 2016, hefur nú gefið út nýtt lag, Ísafold, og myndband. Ólafur segist í samtali við DV vera langt kominn með að gefa út nýja plötu með 8 lögum. Hann segir að flest lögin hafi orðið til árið 2015 en ekki komist að fyrr, enda verið vandað við gerð hvers einasta lags og myndbönd gerð við öll lögin. Myndband við lagið Ísafold má sjá hér neðst í fréttinni.„Nú má finna 17 lög á YouTube eftir mig, þar af 5 sungin af Páli Rósinkrans, 1 af Elmari Gilbertssyni og 11 sungin af mér og söngkennara mínum, Guðlaugu Ólafsdóttur. Eini hljóðfæraaleikarinn, sem leikur í lögum mínum, utan Vilhjálms og Gunnars, er Ásgeir Steingrímsson, sem þenur trompetinn í ættjarðarlagi til einkað Einari Ben. og heitir Bláhvíti fáninn. Það lag kom út 17. júní og krefst öflugs tenórsöngvaara, sem Elmar Gilbertsson er svo sannarlega,“ segir Ólafur. Borgarstjórinn fyrrverandi segir að Vilhjálmur Guðjónsson sé maðurinn á bak við tónlistarsköpun sína; hann leikur á flest hljóðfærin og tekur lögin upp, en Gunnar Þórðarson er honum einnig hjálplegur og leikur með á nokkrum lögum. „Gunnar og kvikmyndatökumaðurinn Friðrik Grétarsson fóru með mér til Eyja, 7. júlí síðastliðinn þar sem við Gunnar héldum tónleika með lögum okkar Gunnars,“ segir Ólafur og bætir við að hann, Gunnar og Friðrik hafi tekið upp hið geysivinsæla myndband „Við Ræningjatanga“ í Eyjum eftir tónleikana í Landakirkju. „Myndbandið Ísafold er hins vegar gert á heimili mínu við Naustabryggju, þar sem sem ljóða- og lagahöfundurinn Ólafur F. sést við ljóðaskriftir og þenur síðan raust sína,“ segir hann.Nánar um Ísafold, en ljóðið hljóðar svo (eins og sést að miklu leyti á myndbandinu):Er ljóðin þú semur og lög verða tilþá lífið verður svo blítt,:þá lifnar laufið og glaður ég vilsjá landið fagurt og frítt:.Senn ferðu úr húsi og leggst oní lautlíður burt þreyta og sorg.:Náttúrunávist þér fellur í skautnáð er að komast úr borg:.Þú heimsækir fjöllin og landsins fljótfögur hraunin og dal,:er fegurð þú nemur stundin er skjótað sætust gleðja hvern hal:.Fjallkonan fögur sem heitast þér annfyllir sál mína og líf.:Hún Íssafold kærust sem örlög mín spanner ávallt mitt tignaða víf:.
Page 1 of 4.34312345 » 102030...Last »