Nýlegar færslur

Óflokkað

Ráðþrota, þreytt, sár og reið

Steinunn Hannesdóttir og maðurinn hennar sitja uppi með einbýlishús sem þau keyptu fyrir þremur árum og kostaði 71 milljón króna. Þau hafa þó aldrei búið þar, en myglusveppur greindist í húsinu eftir undirritun kaupsamnings. Dómstóll hefur þó gert þeim að standa skil á öllum greiðslum.
Óflokkað

Tígrisdýr drap starfsmann dýragarðs í Bretlandi

Fyrr í dag voru fréttir fluttar af aðgerðum lögreglu í Hamerton-dýragarðinum í Cambridge-skíri sem var rýmdur eftir "alvarlegt atvik.“
Óflokkað

Svört atvinnustarfsemi „óþolandi“

  • by RÚV
  • 1 year ago
  • Comments Off
Ráðherra ferðamála segir að setja þurfi aukinn kraft í að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi þeirra sem bjóða uppá gistingu í gegnum Airbnb og sambærilegar síður, því slíkt sé óþolandi. Það var Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem spurði ráðherra út í heimagistingu og eftirlit með henni á Alþingi í dag. Katrín spurði Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ráðherra, hvort hún teldi nægilega vel búið um fyrirkomulag heimagistingar í núverandi lögum. „Stutta svarið er að ég tel ekki ég tel svo ekki vera, og það þarf auðvitað að leggja aukinn kraft í að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi til dæmis þeim sem bjóða uppá gistingu gegnum airbnb eða sambærilegar síður en hafa ekki skráð eignir sínar eins og lög gera ráð fyrir. Slíkt er auðvitað óþolandi og það skekkir samkeppnisstöðu fyrirtækja,“ svaraði Kolbrún.

Harpa Þorsteins á bekknum hjá Stjörnunni gegn Þór/KA

Stjarnan tekur á móti Þór/KA í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í dag klukkan 18. Heimakonur í Stjörnunni sitja í öður sæti deildarinnar með 16 stig og eru ósigraðar. Þór/KA er á toppnum með fullt hús stiga eftir fyrstu sex leikina og sigur í dag myndi setja þær í ansi vænlega stöðu. Harpa Þorsteinsdóttir, framherji […]
Óflokkað

Stuðningur við spænsku fjárlögin tryggður

  • by RÚV
  • 1 year ago
  • Comments Off
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, og minnihlutastjórn hans hafa tryggt sér nægan stuðning á þingi við fjárlög þessa árs. Þau verða að líkindum samþykkt um miðjan næsta mánuð, - átta mánuðum síðar en venjulega. Rajoy lagði fjárlagafrumvarpið fram í mars síðastliðnum. Samkvæmt því aukast ríkisútgjöld töluvert á árinu og dregið verður úr efnahagsráðstöfunum vegna efnahagskreppu undanfarinna ára. Frumvarpið ber þess merki að stjórnin þurfti að haga því nokkuð öðruvísi en ef hún hefði haft þingmeirihluta á bak við sig. Síðustu vikur hafa stjórnvöld staðið í stappi að tryggja að frumvarpið verði ekki fellt. Þau þurftu að tryggja sér stuðning 176 þingmanna til að koma því í gegn. Það markmið náðist um nýliðna helgi, þegar þingmaður frá flokknum Nueva Canarias á Kanaríeyjum féllst á að styðja það. Frumvarpið þarf einnig að fara til afgreiðslu í efri deild spænska þinginu. Þar er Lýðflokkurinn, flokkur Rajoys forsætisráðherra, hins vegar með meirihluta, þannig að talið er að þaðan verði það afgreitt með hraði. Líkast til er þungu fargi létt af Rajoy með því að tryggja fjárlögunum stuðning. Hann stefnir að því að leggja fjárlagafrumvarp næsta árs fram í haust. Fari svo að það verði fellt heimilar stjórnarskráin að fjárlög þessa árs gildi á næsta ári, svo fremi að útgjaldaliðurinn verði endurskoðaður.

Ernesto Valverde nýr stjóri Barcelona

Ernesto Valverde hefur verið ráðinn nýr stjóri Barcelona en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu. Hann tekur við starfinu af Luis Enrique sem tilkynnti það fyrr í vetur að hann ætlaði sér ekki að vera áfram með liðið. Valvarde hefur stýrt Athletic Bilbao, undanfarin fjögur ár og náð góðum árangri með liðið sem endaði […]
Óflokkað

Valverde er nýr þjálfari Barcelona

Barcelona tilkynnti á blaðamannafundi nú síðdegis að félagið væri búið að ráða Ernesto Valverde sem þjálfara liðsins. Hann tekur við af Luis Enrique sem ákvað að hætta fyrir þó nokkru síðan.

Loksins stór fiskur á austfirsku miðunum

Ísfisktogarinn Barði NK kom sneisafullur til Neskaupstaðar í nótt, með 112 tonn, og var uppistaða aflans stór og fallegur þorskur. Að undanförnu hefur einungis fengist smár fiskur á hefðbundnu austfirsku togaramiðunum en nú er þar loksins genginn stór fiskur, að sögn Bjarna Más Hafsteinssonar sem var í fyrsta sinn í skipstjórastól Barða í veiðiferðinni.
Óflokkað

Sex nýliðar en enginn Gísli í hópi Geirs

Geir Sveinsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur valið 18 leikmenn til þátttöku í Gjensedige-bikarnum, fjögurra þjóða móti í Noregi dagana 8.-11. júní. Sex nýliðar eru í hópnum.
Óflokkað

Sex nýliðar í landsliðshópnum

  • by RÚV
  • 1 year ago
  • Comments Off
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur valið leikmannahópinn fyrir Gjensedige Cup sem fram fer í Elverum í Noregi 8.-11. júní. Ísland mætir Noregi, Póllandi og Svíþjóði á þessu fjögurra landa móti. Þeir leikmenn sem leika í þýsku deildunum komast ekki í þetta verkefni ásamt því að Geir Sveinsson gaf leikmönnunum Aroni Pálmarssyni, Ágeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni frí í þessu verkefni. Sex nýliðar eru í hópnum. Þeir Ágúst Elí Björgvinsson, FH, Daníel Þór Ingason, Haukum, Geir Guðmundsson, Cesson, Vignir Stefánsson, Val, og Ýmir Örn Gíslason, Val, eru á meðal þeirra 18 leikmanna sem taka þátt í landsliðsverkefninu.  Hópurinn Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Atli Ævar Ingólfsson, IK Savehof Ágúst Elí Björgvinsson, FH Daníel Þór Ingason, Haukar, Geir Guðmundsson, Cesson Gunnar Steinn Jónsson, Kristianstad Janus Smári Daðason, Álaborg Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV Ólafur Guðmundsson, Kristianstad Ómar Ingi Magnusson, Århus Stefán Rafn Sigurmannsson, Álaborg Stephen Nielsen, ÍBV Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan Tandri Konráðsson, Skjern Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV Vignir Stefánsson, Valur Ýmir Örn Gíslason, Valur