Nýlegar færslur

Óflokkað

HM skór Arons komnir á uppboð til styrktar Darra

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur gefið tvenn skópör til styrktar fjölskyldu Darra Magnússon sem berst við bráðahvítblæði.
Óflokkað

Dregið úr öryggisgæslu á Musterishæð

  • by RÚV
  • 1 year ago
  • Comments Off
Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjarlæga allan öryggisviðbúnað sem settur hefur verið upp á Musterishæð í Jerúsalem á undanförnum tveimur vikum. Fyrr í vikunni voru málmleitarhlið, sem gestir hæðarinnar þurftu að fara í gegnum áður en þeir fóru upp á hæðina, fjarlægð og í morgun voru girðingar og búnaður fyrir eftirlitsmyndavélar fjarlægð. Palestínumenn hafa mótmælt þessu aukna eftirliti kröftuglega, þeir gripu meðal annars til borgaralegrar óhlýðni með því að neita að fara upp á hæðina að al-Aqsa moskunni til að biðja og báðu þess í stað þúsundum saman á götum úti í gamla borgarhluta Jerúsalem.
Óflokkað

Helmingi minni sæðisframleiðsla hjá karlmönnum á Vesturlöndum nú en fyrir 40 árum

Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Human Reproduction Update á dögunum.

Juventus reynir að kaupa tvo öfluga leikmenn

Juventus reynir að styrkja liðið sitt fyrir komandi átök en Kostas Manolas miðvörður Roma er efstur á óskalista liðsins. Juventus seldi sinn besta miðvörð, Leonardo Bonucci á dögunum til AC Milan og á Manolas að fylla hans skarð. Juventus sótti Miralem Pjanic frá Roma í fyrra og reynir nú að fá Manolas. Ítalska félagið reynir […]
Óflokkað

Von á barni hjá Kim Kardashian West og Kanye West

Staðgöngumóðir sögð komin þrjá mánuði á leið
Óflokkað

Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni

Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu, segir Harpa Þorsteinsdóttir.
Óflokkað

Vikuskammtur skjálfta á einum sólarhring

  • by RÚV
  • 1 year ago
  • Comments Off
Skjálftarnir sem mældust í jarðskjálftahrinunum á Reykjanesi og í Kötlu í gær og í nótt voru um það bil fimm hundruð talsins. Það eru jafnmargir skjálftar og mældust á landinu öllu og landgrunninu í kringum það á heilli viku þar á undan. Í þeirri viku voru skjálftarnir um fimmtíu fleiri en í vikunni þar áður. Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkninni síðan í nótt, bæði í Kötlu og á Reykjanesi, segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Það kom nokkur gusa milli klukkan sex og sjö í morgun en síðan þá hefur jarðskjálftavirknin verið lítil. Þetta er svipuð virkni og á heilli viku á öllu landinu og fyrir utan það á því svæði sem við mælum, segir Kristín um fjölda skjálftanna. Veðurstofan birtir vikuyfirlit þar sem kemur fram fjöldi skjálfta og stærð þeirra stærstu. Vikuna 17. til 23. júlí voru skjálftarnir sem staðsettir voru með SIL-mælakerfi Veðurstofunnar um 500 talsins, það er fimmtíu fleira en í vikunni á undan. Það yfirlit nær yfir allt landið og umhverfi þess. Hrinurnar í gær eru því á við vikuskammtinn á öllu landinu.  Stærð skjálftanna vekur líka athygli. Stærsti skjálftinn í Öskju í gærkvöld var 4,5. Svo stór skjálfti hefur ekki riðið yfir á þessum slóðum frá í ágúst í fyrra. Þá voru skjálftar sem mældust 4,4 og 4,5. Þeir voru eins og skjálftinn í gærkvöld í Austmannabungu. Veðurstofan hefur fengið upplýsingar um aukna brennisteinslykt af Múlakvísl en ekkert annað hefur komið fram í mælingum stofnunarinnar.

Hilmar fékk lausa sætið á HM

Þrír íslenskir keppendur taka þátt á heimsmeistaramótinu frjálsum íþróttum sem fram fer í Lundúnum dagana 4.-13. ágúst.

Mendy missir af byrjun tímabilsins vegna meiðsla

Benjamin Mendy sem Manchester City keypti frá Monaco á dögunum mun missa af byrjun ensku úrvalsdeildarinnar. Mendy er 23 ára gamall og kostaði City 50 milljónir punda á dögunum. Pep Guardiola hefur misst tvo vinstri bakverði í sumar og ákvað að fjárfesta í Mendy. Mendy var frábær á síðustu leiktíð en hann mun styrkja City […]

Nýja Hafborg EA sjósett í Póllandi

Búið er að sjósetja nýju Hafborgu EA, snurvoðar- og netabát, sem gerð verður út af útgerðinni Hafborgu frá Grímsey. Báturinn kemur til með að leysa gömlu Hafborgina og Kolbeinseyna af hólmi og verða fimm til sex í áhöfn. Hann er væntanlegur til landsins í desember.