Nýlegar færslur

Óflokkað

Opið Hús hjá Hróknum: Hátíð á hamfarasvæðum á Grænlandi

Hrókurinn verður með opið hús í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 30. september milli kl. 14 og 16. Þar munu meðal annars sirkuslistamennirnir Axel Diego og Bjarni Árnason leika listir sínar, en þeir verða í föruneyti Hróksins sem heldur á hamfarasvæðin á Grænlandi í næstu viku með hátíð í farangrinum.Uummannaq er 1300 manna bær á samnefndri eyju, 600 km norðan við heimskautsbaug. Þar eru líka um 170 flóttamenn, þar af 70 börn, frá þorpunum tveimur í firðinum sem voru rýmd eftir flóðbylgjuna ægilegu sem kostaði fjögur mannslíf í Nuugaatsiaq og sópaði ellefu húsum til hafs. Vegna hættu á frekari hamförum fá íbúar þorpanna tveggja aldrei að snúa heim, og er nú unnið að því að finna þeim framtíðarheimili.Á leiðinni til Uummannaq verður komið við í höfuðborginni Nuuk og slegið upp skemmtun í verslunarmiðstöð borgarinnar, athvarf fyrir heimilislausa heimsótt og fleiri fastir viðkomustaðir Hróksins í Nuuk.Hrafn Jökulsson forseti Hróksins og skipuleggjandi landssöfnunarinnar Vinátta í verki, sem efnt var til eftir hamfarirnar, segir mikla tilhlökkun í hópnum. ,,Það er stórkostlegt að fá snillingana úr Sirkus Íslands með, enda gleðigjafar af guðs náð. Við verðum líka með kennslu í skák, myndlist og dansi, og vonumst til að virkja bæjarbúa á öllum aldri í eina allsherjar hátíð gleði og vináttu." Sirkus Íslands Axel og Bjarni frá Sirkus Íslands. Landssöfnunin Vinátta í verki, sem var samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, skilaði yfir 40 milljónum króna. Hrafn segir að mikilvægt sé að peningarnir nýtist þeim, sem verst urðu úti, með sérstakri áherslu á börnin. Að beiðni Rauða krossins á Grænlandi verður 500.000 dönskum krónum varið til húsgagnakaupa fyrir þá sem misstu allt sitt og þá var að sjálfsögðu orðið við þeirri beiðni grænlenska Rauða krossins um að kosta ferð þeirra fjölskyldna sem verst urðu úti til nánustu ættingja skömmu eftir hamfarirnar.Hrafn segist hlakka til að hitta fólkið í Uummannaq og kynnast ástandinu af eigin raun. Söfnunarfé Íslendinga eigi að sjálfsögðu að verja í samráði við heimamenn og flóttafólkið í Uummannaq og verður það meðal annars markmið ferðarinnar.Ekki króna fór í kostnað við landssöfnunina Vinátta í verki. Hátíðin sem í hönd fer er heldur ekki kostuð af söfnunarfé, heldur með samstilltu átaki fyrirtækja á Íslandi og Grænlandi.Hrafn segir að um sé að ræða mikilvægustu ferð Hróksins síðan 2003, þegar landnám félagsins á Grænlandi hófst. ,,Starf Hróksins á Grænlandi er löngu hætt að snúast bara um skák. Það snýst um að auðga lífið og auka vináttu og samskipti grannþjóðanna á öllum sviðum. Kynni okkar af Grænlandi hafa gefið okkur óendanlega mikið og þeir eru bestu nágrannar í heimi. Við viljum endurgjalda það og fara með gleði og kærleika á þann stað á Grænlandi þar sem nú er helst þörf."Nánari upplýsingar gefur Hrafn Jökulsson í síma: 763-1797.
Óflokkað

Opið Hús hjá Hróknum: Hátíð á hamfarasvæðum á Grænlandi

Hrókurinn verður með opið hús í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 30. september milli kl. 14 og 16. Þar munu meðal annars sirkuslistamennirnir Axel Diego og Bjarni Árnason leika listir sínar, en þeir verða í föruneyti Hróksins sem heldur á hamfarasvæðin á Grænlandi í næstu viku með hátíð í farangrinum.Uummannaq er 1300 manna bær á samnefndri eyju, 600 km norðan við heimskautsbaug. Þar eru líka um 170 flóttamenn, þar af 70 börn, frá þorpunum tveimur í firðinum sem voru rýmd eftir flóðbylgjuna ægilegu sem kostaði fjögur mannslíf í Nuugaatsiaq og sópaði ellefu húsum til hafs. Vegna hættu á frekari hamförum fá íbúar þorpanna tveggja aldrei að snúa heim, og er nú unnið að því að finna þeim framtíðarheimili.Á leiðinni til Uummannaq verður komið við í höfuðborginni Nuuk og slegið upp skemmtun í verslunarmiðstöð borgarinnar, athvarf fyrir heimilislausa heimsótt og fleiri fastir viðkomustaðir Hróksins í Nuuk.Hrafn Jökulsson forseti Hróksins og skipuleggjandi landssöfnunarinnar Vinátta í verki, sem efnt var til eftir hamfarirnar, segir mikla tilhlökkun í hópnum. ,,Það er stórkostlegt að fá snillingana úr Sirkus Íslands með, enda gleðigjafar af guðs náð. Við verðum líka með kennslu í skák, myndlist og dansi, og vonumst til að virkja bæjarbúa á öllum aldri í eina allsherjar hátíð gleði og vináttu." Sirkus Íslands Axel og Bjarni frá Sirkus Íslands. Landssöfnunin Vinátta í verki, sem var samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, skilaði yfir 40 milljónum króna. Hrafn segir að mikilvægt sé að peningarnir nýtist þeim, sem verst urðu úti, með sérstakri áherslu á börnin. Að beiðni Rauða krossins á Grænlandi verður 500.000 dönskum krónum varið til húsgagnakaupa fyrir þá sem misstu allt sitt og þá var að sjálfsögðu orðið við þeirri beiðni grænlenska Rauða krossins um að kosta ferð þeirra fjölskyldna sem verst urðu úti til nánustu ættingja skömmu eftir hamfarirnar.Hrafn segist hlakka til að hitta fólkið í Uummannaq og kynnast ástandinu af eigin raun. Söfnunarfé Íslendinga eigi að sjálfsögðu að verja í samráði við heimamenn og flóttafólkið í Uummannaq og verður það meðal annars markmið ferðarinnar.Ekki króna fór í kostnað við landssöfnunina Vinátta í verki. Hátíðin sem í hönd fer er heldur ekki kostuð af söfnunarfé, heldur með samstilltu átaki fyrirtækja á Íslandi og Grænlandi.Hrafn segir að um sé að ræða mikilvægustu ferð Hróksins síðan 2003, þegar landnám félagsins á Grænlandi hófst. ,,Starf Hróksins á Grænlandi er löngu hætt að snúast bara um skák. Það snýst um að auðga lífið og auka vináttu og samskipti grannþjóðanna á öllum sviðum. Kynni okkar af Grænlandi hafa gefið okkur óendanlega mikið og þeir eru bestu nágrannar í heimi. Við viljum endurgjalda það og fara með gleði og kærleika á þann stað á Grænlandi þar sem nú er helst þörf."Nánari upplýsingar gefur Hrafn Jökulsson í síma: 763-1797.
Óflokkað

Þyrla LHG flutti skólabörn heim til sín

 • by RÚV
 • 1 year ago
 • Comments Off
Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í aðgerðum á flóðasvæðunum fyrir austan. Á Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að þyrlurnar hafi farið í 17 ferðir, meðal annars með mannskap frá Vegagerðinni og RARIK til verkefna á svæðinu og svo með með skólabörn sem þurfti að koma heim. Önnur þyrlan er farin til Reykjavíkur en hin verður til taks þangað til á morgun. Í frétt á vef Vegagerðinnar kemur fram að byggja þurfi bráðabirgðabrú yfir Steinavötn en grafið hafi undan einum stöpli brúarinnar í vatnavöxtunum. „Reikna má með að það taki að minnsta kosti eina viku ef allt gengur að óskum,“ segir í frétt Vegagerðarinnar.  Byrjað sé að byggja bráðabirgðarbrú en hún verður með svipuðu sniði og bráðabirgðabrúin yfir Múlakvísl.  Á Facebook-síðu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra er fólk varað við að vera í nálægð við spennistöðvar, dreifiskápa og annan búnað RARIK sem flætt hafi að.  „Hætta getur verið á raflosti.“ Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að unnið sé að því að loka opum í varnargarða á Mýrum. Búið sé að loka einu af þremur opum í þjóðveg 1 og vonir standa til að öllum opum varnargarða og vegar verði lokað á sunnudag.  
Óflokkað

Bíóást: The Doors

 • by RÚV
 • 1 year ago
 • Comments Off
„Ég var 17 ára menntaskólastúlka þegar ég sá The Doors í bíó,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona. „En ekki einu sinni, heldur svona fimm-sex sinnum,“ bætir hún við en kvikmynd Oliver Stone um goðsagnakenndu rokksveitina verður á dagskrá RÚV á laugardagskvöldið. Nanna Kristín segist ekki hafa þekkt mikið til hljómsveitarinnar áður en gjörsamlega heillast af uppreisnarandan söngvarans Jim Morrison sem Val Kilmer leikur í myndinni. „Hann er ótrúlega heillandi karakter. Með ástríðu fyrir tónlistinni og lífsstílnum en aðallega sjálfur sér. Hann er mjög narsisískur sem er góður efniviður í aðalsöguhetju.“
Óflokkað

Hringvegurinn mun liggja um firðina í stað Breiðdalsheiðar

Þetta tilkynnti Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, í dag.
Óflokkað

Fyrrverandi kanslari stjórnarformaður Rosneft

 • by RÚV
 • 1 year ago
 • Comments Off
Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, var í dag kjörinn í stjórn rússneska risaolíufélagsins Rosneft. Á stjórnarfundi var hann síðan valinn formaður.   Hluthafar í Rosneft samþykktu í dag að fjölga stjórnarmönnum úr níu í ellefu. Schröder og Aleksander Novak, fyrrverandi orkumálaráðherra Rússlands, komu nýir inn. Rosneft er á lista Evrópusambandsins yfir fyrirtæki sem beitt eru refsiaðgerðum eftir að Rússar lögðu undir sig Krímskaga árið 2014. Gerhard Schröder hefur lengi verið í nánum tengslum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Kjör hans í stjórn Rosneft mælist illa fyrir í Þýskalandi. Norbert Röttgen, formaður utanríkismálanefndar þýska þingsins, lýsti því yfir í dag að tíðindin frá Rússlandi væru ótrúleg. Schröder sagði hann að væri greinilega að sækja sér vegtyllur út á að vera fyrrverandi þjóðarleiðtogi.  
Óflokkað

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Brúin yfir Steinavötn og dómurinn yfir Thomasi Møller Olsen verður á meðal þess sem fjallað verður um í fréttatíma kvöldsins, sem hefst á slaginu 18:30.

Guðmunda tryggði Stjörnunni sigur

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar í 1:0-sigri á Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Markið kom á 43. mínútu.
Óflokkað

Stjarnan í fjórða sæti eftir sigur á Fylki

Stjarnan vann 0-1 útisigur á Fylki í lokaumferð Pepsi deild kvenna í knattspyrnu.
Óflokkað

Hverjir fara niður með Skagamönnum?

 • by RÚV
 • 1 year ago
 • Comments Off
Á morgun fer síðasta umferð Pepsi-deildar karla fram en hún skiptir í raun engu máli þar sem ljóst er að Valur er Íslandsmeistari, FH og Stjarnan fara í Evrópukeppni. Það er þó óljóst hvaða lið fellur með Skagamönnum en Víkingur Ólafsvík og ÍBV eru bæði í fallhættu þegar ein umferð er eftir. Skagamenn geta tekið Ólsara með sér niður Víkingur Ólafsvík fer í heimsókn á Skipaskaga á morgun en þeir þurfa sigur ætli þeir að halda sér í deildinni. Takist Víkingum ekki að vinna leikinn á morgun þá eru þeir fallnir. Þó Víkingar vinni ÍA á morgun þá geta þeir samt sem áður fallið ef ÍBV vinnur sinn leik. Það er kominn dágóður tími síðan Víkingur Ólafsvík vann leik í Pepsi-deildinni en liðið vann Grindavík og ÍBV um miðbik ágúst mánaðar. Síðan þá hefur liðið tapað fjórum af síðustu sex leikjum og fengið á sig 19 mörk. Hvað gera Eyjamenn? Það skiptir ÍBV engu máli hvað gerist á Akranesi. Takist þeim að vinna KA þá eru ÍBV áfram í deild þeirra bestu. Sama hvað gerist í leik ÍA og Víkings Ólafsvíkur. Fyrri leikur liðanna er einn sá skemmtilegasti það sem af er sumri en honum lauk 6-3 fyrir KA á Akureyri. ÍBV komst 2-0 yfir eftir aðeins fimmtán mínútur en KA svaraði með sex mörkum, þar af þremur í fyrri hálfleik, áður en Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn í uppbótartíma. ÍBV hefur unnið þrjá af síðustu sex leikjum sínum en tapið gegn Breiðablik í síðustu umferð stingur eflaust ennþá. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins og sendi Eyjamenn þar með stigalausa í Herjólf.