Nýlegar færslur

Óflokkað

„Eigum ekki að þurfa að þegja lengur“

 • by RÚV
 • 1 year ago
 • Comments Off
Kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun eiga sér stað í flugstéttinni þrátt fyrir marga jafnréttissigra sem hafa náðst fram með þrautseigju, segir í yfirlýsingu sem hátt í 600 flugfreyjur hafa undirritað. Þær segja að nær allar konur verði fyrir áreitni eða mismunun á ævinni. Nú verði karlkyns samverkamenn, flugfélögin og stéttarfélagið að taka ábyrgð. Flugfreyjur eigi ekki að þurfa að þegja lengur og verðskuldi að þeim sé trúað og sýndur stuðningur. Í yfirlýsingunni segir að kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun eigi sér stað í flugstéttinni, rétt eins og annars staðar í samfélaginu. „Þó margir jafnréttissigrar hafa unnist með mikilli þrautseigju og vinnu starfsystra okkar eru miklar leyfar af kynjamisrétti, stéttaskiptingu og hlutgervingu flugfreyja enn til staðar sem óprútttnir aðilar notfæra sér til að lítillækka, misnota og áreita konur innan stéttarinnar.“ „Óþarfi er að taka fram að allir karlar gerast ekki sekir um áreitni eða mismunun – en hins vegar verða nær allar konur fyrir því á starfsferli sínum og það er algerlega óásættanlegt,“ segir í yfirlýsingunni. „Við krefjumst þess að karlkyns samverkamenn okkar taki ábyrgð; að fyrirtækin og stéttarfélagið taki af festu á málinu og komi sér upp eða skerpi á verkferlum og viðbragðsáætlun. Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur. Við verðskuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðningur.“ „Fyrst og fremst á misréttinu að linna,“ segir í yfirlýsinguna sem hátt í 600 flugfreyjur undirrita. „Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar. Við stöndum saman og höfum hátt. Þolendur fella karla ekki undir grun með nafnlausum frásögnum. Gerendur fella aðra karla undir grun með hegðun sinni. Þar liggur ábyrgðin.“

Frábært mark hjá Jóni Degi um helgina – Komið að 10 mörkum í ár

Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið í stuði með varaliði Fulham á þessu tímabili. Frammistaða Jóns hefur vakið athygli og færist hann nær aðalliði félagsins. Jón Dagur var á skotskónum í 1-1 jafntefli gegn Brighton um helgina. Mark Jóns kom af löngu færi en hann hamraði boltanum í markið, óverjandi. Þetta var fimmta mark Jóns á […]
Óflokkað

Noregur mætir Spáni á HM

 • by RÚV
 • 1 year ago
 • Comments Off
Óflokkað

Á annan tug umsókna um leyfi fyrir sjókvíaeldi í vinnslu hjá Umhverfisstofnun

Á annan tug umsókna um starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi eru í vinnslu hjá Umhverfisstofnun. Alls hefur stofnunin gefið út áttatíu og átta leyfi til fiskeldis á landinu öllu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp um fiskeldi í mars.
Óflokkað

Svandís styður uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og lætur þingið glíma um rafretturnar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók við mörgum verkefnum frá forvera sínum í embætti, Óttari Proppé, þar á meðal rafrettufrumvarpið umdeilda. Staðsetning Landspítalans hefur einnig verið gagnrýnd harðlega.Staðsetningu Landspítalans hefur borið á góma undanfarin misseri, hefur uppbyggingin við Hringbraut verið gagnrýnd harðlega og lagt til að nýr spítali verði byggður annars staðar. Verður haldið áfram á sömu braut? „Að sjálfsögðu. Ef við förum að taka upp skipulag og vinnu sem hefur verið í undirbúningi í mörg ár þá værum við enn að fresta uppbyggingu nýs háskólasjúkrahúss. Það er óboðlegt.“ Aðgengi að rafrettum varð nokkuð hitamál á síðasta kjörtímabili, það mál bíður enn afgreiðslu. Verður aðgengi að rafrettum takmarkað? „Málið hans Óttars er á minni þingmálaskrá þannig að ég geri ráð fyrir að þingið fái að glíma við það aftur. Rafretturnar eru utan allra kerfa, enda tiltölulega nýjar á markaði, og hér er viðleitni til að ná utan um það með einhverju móti.“
Óflokkað

„Ég veit þú fílar að vera flengd“

Tæplega sexhundruð konur skrifa undir yfirlýsinguna og fylgja henni 28 sögur.
Óflokkað

Tékkland sló Rúmeníu óvænt út

 • by RÚV
 • 1 year ago
 • Comments Off
Tékkland, sem varð í 4. sæti b-riðils HM í handbolta, gerði sér lítið fyrir og sló Rúmeníu, sem vann a-riðil, út í 16-liða úrslitum í dag. Sigurmarkið kom á lokasekúndunum. Það var Michaela Hrbkova sem skoraði sigurmark Tékklands rétt í þann mund að leiktíminn rann út en lokatölur urðu 28-27, Tékklandi í vil. Þær mæta annað hvort Japan eða Hollandi í 8-liða úrslitum. Í hinum leik dagsins í 16-liða úrslitum mættust Ólympíumeistarar Rússlands og Asíumeistarar Suður-Kóreu. Rússland hafði undirtökin lengst af en Suður-Kórea komst yfir rétt fyrir leikslok. Rússar náðu að jafna á lokamínútunni og því var framlengt. Í framlengingunni voru Rússar sterkari og innbyrtu þær eins marks sigur, 36-35. Rússar mæta Spáni eða Noregi í 8-liða úrslitum.
Óflokkað

Ætla að leyfa trans fólki að ganga í herinn þvert á vilja Trump

Trans fólk mun þurfa að gangast í gegnum hin ýmsu próf sem snúa að heilsu, líkamsgetu og geðheilsu til að fá inngöngu í herinn.
Óflokkað

Árangurslaus fundur flugvirkja og Icelandair

 • by RÚV
 • 1 year ago
 • Comments Off
Enginn árangur varð af fundi Flugvirkjafélagsins og Icelandair ehf. sem haldinn var hjá ríkissáttasemjara í dag. Flugvirkjar sitja nú á félagsfundi í húsakynnum félagsins í Borgartúni í Reykjavík þar sem staðan í  kjaraviðræðum er rædd. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að fundurinn hjá ríkissáttasemjara hefði verið með öllu árangurslaus. Boðað hefur verið til nýs fundar á morgun. Náist ekki samningar hefst verkfall flugvirkja hjá Icelandair á sunnudag. Hátt í þrjú hundruð flugvirkjar starfa hjá Icelandair. Þrjátíu flugvélar Icelandair eiga að fara af landi brott á á sunnudag. Viðbúið er að flug raskist komi til verkfalls. Ferðamálastofa lýsir áhyggjum af yfirvofandi verkfalli og segir í skriflegu svari til fréttastofu að ferðaþjónustan sé viðkvæm fyrir verkfallsboðunum og verkföllum er tengjast greininni.   
Óflokkað

Í beinni: Fram – Stjarnan | Einar mætir á sinn gamla heimavöll

Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, fer með sína menn í Safamýrina þar sem hann starfaði lengi.