Nýlegar færslur

Óflokkað

Sterk samkeppnisstaða og meðbyr á mörkuðum

Metpantanir voru hjá Marel á þriðja ársfjórðungi 2017, eða sem námu 296 milljónum evra. „Markaðsaðstæður eru áfram góðar og samkeppnisstaða Marel er sterk. Pantanabókin stendur vel og nam 468 milljónum evra við lok fjórðungsins. Tekjur fyrir tímabilið námu 247 milljónum evra og rekstrarhagnaður (EBIT) var 15,2%,” segir í fréttatilkynningu frá Marel. Tekjur fyrstu níu mánaða ársins 2017 námu 743 milljónum evra, samanborið við 733 milljónir evra (pro forma) fyrir sama tímabil 2016. EBIT* fyrstu níu mánaða ársins 2017 nam 111 milljónum evra (15% af tekjum), samanborið við 108 milljónir evra á pro forma grunni fyrir sama tímabil 2016 (14,8% af tekjum). Kaup Marel á brasilíska félaginu Sulmaq sem framleiðir búnað fyrir frumvinnslu kjöts, gengu formlega í gegn 31. ágúst 2017. Árlegar tekjur Sulmaq nema um það bil 25 milljónum evra. Til skemmri tíma litið munu kaupin ekki hafa efnisleg áhrif á rekstrarniðurstöðu Marel. „Sjóðstreymi frá rekstri var óvenjulega sterkt á þriðja ársfjórðungi. Skuldahlutfall félagsins heldur áfram að lækka þrátt fyrir kaupin á Sulmaq fyrir kaupverð nálægt 26 milljónum evra og nettó kaup á eigin bréfum fyrir 12 milljónir evra á tímabilinu. Við lok þriðja ársfjórðungs var skuldahlutfallið komið niður í x2,0 nettó skuldir/EBITDA, samanborið við x2,15 við lok annars ársfjórðungs.... The post Sterk samkeppnisstaða og meðbyr á mörkuðum appeared first on Kvotinn.
Óflokkað

Maður í hringiðu valdsins

  • by RÚV
  • 1 year ago
  • Comments Off
Fjármálamaðurinn Eggert Claessen var fulltrúi rísandi borgarastéttar á Íslandi, vel tengdur helstu valdaöflum og áhrifamaður um sína daga. Guðmundur Magnússon hefur ritað ævisögu hans og studdist við ótrúlega heildstætt og yfirgripsmikið skjalasafn þessa eljusama nákvæmnismanns. Það blés ævinlega um Eggert, sem af andstæðingum var kallaður „fjandmaður fólksins,“ en setti sannarlega mark á samfélagið. „Það vantaði allt þegar hann kemur ungur maður frá Kaupmannahöfn sem lögfræðingur,“ segir Guðmundur Magnússon um söguefni sitt, Eggert Claessen, sem var náfrændi og helsti ráðgjafi Hannesar Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands. Guðmundur nefnir líka mág Eggerts, Jón Þorláksson, sem síðar varð forsætisráðherra, og menn eins og Einar Benediktsson og Thor Jensen, þegar hann telur upp stórhugana sem horfðu á Ísland eins og óplægðan akur:   „Það var allt opið. Þeir vildu byggja þetta land upp, virkja fossana, beisla fallvatnið, stofna verksmiðjur, rafvæða landið. Þetta voru ákaflega miklir hugsjónamenn. Það voru svo stór plön sem þeir höfðu að þjóðin átti mjög erfitt með að ná utan um þau og skilja þetta. Framkvæmd þessara hugsjóna allra hefði kallað á svo mikla umbreytingu samfélagsins – ef ráðist hefði verið í hana strax.“ Þegar komið var undir lok 19du aldar var orðin til í landinu borgarastétt, með útgerðar- og fjármálamönnum, sem leysti af hólmi embættismenn og stórbændur, sem hér höfðu öllu ráðið. Eggert Claessen var af efnuðu og valdamiklu fólki kominn og var alla tíð nærri miðju valdsins. Hann var hæstaréttarlögmaður og einarður gæslumaður hagsmuna  valdastéttarinnar, sem til varð þegar atvinnuhjólin fóru á hreyfingu með vélvæðingu og togaraútgerð - og með peningum sem komu til landsins. „Eggert er menntaður lögmaður sem hefur áhuga á að láta til sín taka, ekki síst í atvinnulífinu með ýmsum hætti, vera ráðunautur um framtak í atvinnulífinu og uppbyggingu nýrra atvinnugreina. Þar verður hann fljótt, vegna greindar og dugnaðar, forystumaður sem menn taka mikið mark á og treysta mikið á.“ „Hann er í hringiðu þeirra manna sem mestu ráða hér á þessum tíma.“ Eggert Claessen kom sannarlega víða við, var nærri svo mörgu sögulegu og mikilsverðu á starfsævinni: Hann tengdist ævintýralegum áformum Einars Benediktssonar og félaga, stofnun Eimskipafélagsins, var bankastjóri Íslandsbanka sem fór á hliðina, og kom að stofnun Vinnuveitendasambands Íslands og var andlit þess sem framkvæmdastjóri. Í bók Guðmundar Magnússonar er þessi saga rakin en líka brugðið ljósi á persónuna, bakgrunninn og frændgarðinn. Höfundur byggir rannsókn sína á miklu einkaskjalasafni Eggerts, sem margir fræðimenn hefðu eflaust viljað hafa skoðað fyrr. Búast má við að margt eigi eftir að koma í ljós í skjalabunkunum sem Eggert Claessen gekk svo vel og rækilega frá í vandaðri geymslu sinni á heimilinu við Skildinganes – á Reynistað.  
Óflokkað

Íþróttaiðkun er besta forvörnin fyrir börn og unglinga

Hér á landi sem annarsstaðar hafa foreldrar áhyggjur af hreyfingarleysi barna sinna og ofþyngd, enda ofþyngd eitt stærsta heilsufarsvandamál þjóða heims. Rannsóknir sýna að virk þátttaka í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi skilar miklum árangri í forvarnarstarfi til að bæta andlega og líkamlega heilsu barna, unglinga og fullorðinna.
Óflokkað

Hefur aldrei séð annan leikmann eins og Rhian

Liverpool-strákurinn Rhian Brewster hefur skorað þrennu í tveimur leikjum í röð í útsláttarkeppni HM 17 ára landsliða í Indlandi og hefur með því hjálpað enska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn.
Óflokkað

Eru ellilífeyrisþegar og öryrkjar annars flokks fólk?

Nú er mér aftur nóg boðið. Alþingismenn og ráðherrar fengu hækkun á launum frá rúmlega þrjú hundruð þúsund til um það bil fimm hundruð þúsund krónur á mánuði eftir seinustu kosningar, en hvorki ellilífeyrisþegar né öryrkjar.
Óflokkað

Kærastan lét tölvuleikjafíkilinn finna fyrir því

Það kannast eflaust margir við það að eiga maka sem er algjör tölvuleikjafíkill.

Pogba mættur til æfinga – Gerir grín að Lingard

Það er farið að styttast í það að Paul Pogba miðjumaður Manchester United verði leikfær. Pogba tognaði á læri í september og hefur verið að jafna sig. Þessi öflugi miðjumaður hefur verið í endurhæfingu í Miami en er nú mættur til Manchester. Pogba kom á æfingasvæði United í dag þar sem hann og vinur hans […]

Heimir ekki á leið til Færeyja

Heimir Guðjónsson, fyrrverandi þjálfari FH, segir ekkert til í því að hann sé á leið til Færeyja að taka þar við færeysku meisturunum í Víkingi frá Götu.
Óflokkað

Faðir fékk skilorð fyrir að ráðast á dóttur sína í verslun í Reykjavík

Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka dóttur sína kverkataki um hálsinn. Í dómnum kemur fram faðir konunnar hafi ráðist á hana á vinnustað hennar, verslun í Reykjavík. Hann var ákærður fyrir að hafa ýtt henni upp að vegg, tekið utan um hálsinn á henni með hægri hendi og hótað henni lífláti. Hann var hins vegar sýknaður af líflátshótuninni og að hafa ýtt henni upp að vegg. Konan taldi ástæðu árásarinnar vera símtal hennar við eiginkonu föður síns daginn áður. „Hann hafi hótað henni lífláti og hún hafi sagt við hann að „gera það bara“ en síðan hafi hún ekki mátt mæla. Hann hafi síðan sleppt og farið út en hún öskraði á eftir honum að hún myndi hringja á lögregluna. Brotaþoli kvaðst hafa talað við samstarfskonu sína strax á eftir. Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki gera sér grein fyrir því hvað hann hafi haldið henni lengi og nefndi hún í því sambandi 10-30 sekúndur,“ segir í dómi. Faðir konunnar sagði fyrir dómi að dóttir sín hefði hringt í sig daginn áður og hellt sér yfir hann. Hún hafi ekki viljað að hann væri að skipta sér af hennar málum. Hann sagðist hafa verið í uppnámi þar sem dóttir sín hafi komið illa fram við eiginkonu hans. „Hann hafi ákveðið að fara á vinnustað hennar næsta dag og ræða við hana. Þegar þangað var komið hafi hann séð hana og gengið rakleiðis til hennar. Kannaðist hann við að hafa verið í nokkru uppnámi og misst stjórn á sér,“ segir í dómi.
Óflokkað

Veittist að dóttur sinni á vinnustað hennar

  • by RÚV
  • 1 year ago
  • Comments Off
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða dóttur sinni 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa veist að henni á vinnustað hennar og tekið hana kverkataki. Hann var einnig ákærður fyrir að hóta dóttur sinni lífláti og ýta henni utan í vegg en var sýknaður af þeim ákæruliðum. Faðirinn sagði fyrir dómi að dóttir sín hefði hringt í sig kvöldið fyrir árásina og hellt sér yfir hann en hún hefði ekki viljað að hann væri að skipta sér af hennar málum. Hann hafi því ákveðið að fara á vinnustað hennar næsta dag og ræða við hana. Hann hafi séð dóttur sína og gengið rakleiðis til hennar. Hann viðurkenndi að hafa verið í nokkru uppnámi og misst stjórn á sér.  Hann kannaðist við hafa gripið í hálsmál hennar og haldið henni þannig í nokkra stund en síðan sleppt og farið út. Hann sagðist ekki hafa hótað henni lífláti en honum hefði verið mikið niðri fyrir vegna þess að dóttir hans hefði komið illa fram við eiginkonu hans.  Dóttirin sagði fyrir dómi að hún hefði rætt við föður sinn á Skype en að samtal hennar og eiginkonu hans í síma kvöldið áður hefði verið á rólegu nótunum. Hún sagði föður sinn aldrei hafa lagt á sig hendur á áður né hótað sér. Samband þeirra hefði þó ekki verið gott og hún farið til hans einhverju fyrir þennan atburð og beðið hann um að hætta afskiptum af fjölskyldu hennar.  Héraðsdómur horfði til þess að þótt faðirinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað væri háttsemi hans afar vítaverð. Hann hefði veist að dóttur sinni og tengsl þeirra væru til þess fallin að auka á grófleika verknaðarins. Var hann því dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða dóttur sinni 300 þúsund krónur í miskabætur.