Nýlegar færslur

Hörður Björgvin eini Íslendingurinn sem kom við sögu í kvöld

Fjöldi leikja fór fram í ensku Championship-deildinni í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu. Aron Einar Gunnarsson var ekki með Cardiff í kvöld sem vann þægilegan 3-1 sigur gegn Ipswich og er liðið nú í öðru sæti deildarinnar með 31 stig, einu stigi minna en topplið Wolves. Hörður Björgvin Magnússon byrjaði […]
Óflokkað

Macchiarini sekur um vísindalegt misferli

  • by RÚV
  • 1 year ago
  • Comments Off
Opinber siðanefnd í Svíþjóð hefur komist að þeirri niðurstöðu að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsónir sínar á plastbarkaígræðslum í mönnum. Tveir íslenskir læknar voru meðhöfundar einnar af þeim sex fræðigreinum um plastígræðslur sem nefndin rannsakaði.  Sænska siðanefndin kynnti niðurstöður sínar fyrir helgi en hún kemst að því að texti fræðigreina Macchiarinis um plastbarkaígræðslurnar hafi verð misvísandi og að hann hafi þar sagt ástand sjúklinga sinna betra en raunin var. Siðanefndin fer fram á að fræðigreinar, sem birtust í virtum fagtímaritunum, verði dregnar til baka. Íslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar þar sem fjallað var um rannsóknir á Erítreumanninum Andemariam Beyene. Andemariam bjó hér á landi og glímdi veirð krabbamein í barka. Hann var sendur í aðgerð á Karólínka sjúkrahúsið í Svíþjóð árið 2011. Hann lést árið 2014. Birgir Jakobsson, landlæknir, var forstjóri Karólínska sjúkrahússins þegar aðgerðin var gerð.   Saksóknari í Svíþjóð hafði fyrr í þessum mánuði ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini þar sem hann taldi ekki líklegt að hægt væri að færa óyggjandi sönnur á að plastbarkaígræðslurnar hafi í raun leitt til dauða sjúklinganna. Macchiarini var sakaður um að vera valdur að dauða annar eftir að hafa grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Niðurstöður óháðrar rannsóknarnefndar undir forsæti doktors Páls Hreinssonar, dómara við EFTA-dómstólinn, um plastbarkamálið verða kynntar hér á landi á mánudaginn kemur.  

United svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslitin – Chelsea tapaði illa fyrir Roma

Fjöldi leikja fór fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu. Manhester United átti ekki í miklum vandræðum með Benfica á Old Trafford í kvöld og vann þægilegan 2-0 sigur á portúgalska liðinu og er öruggt áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Chelsea fór til Ítalíu og mætti AS […]

Átta látnir og tugir særðir

Að minnsta kosti átta eru látnir eftir árásina í Manhattan í New York þegar hvítum pallbíl var ekið á gangandi og hjólandi vegfarendur. Tugir til viðbótar eru særðir. Borgarstjóri New York, Bill de Blasio, segir að um hryðjuverk hafi verið að ræða.
Óflokkað

Átta myrtir þegar maður ók niður hjólreiðafólk

  • by RÚV
  • 1 year ago
  • Comments Off
Í það minnsta átta eru látnir eftir að maður keyrði pallbíl langa leið niður hjólreiðastíg í New York og keyrði á fólk sem átti þar leið um. Maðurinn stökk að lokum út úr bílnum og veifaði því sem reyndust eftirlíkingar af byssum áður en lögreglumenn skutu hann. CNN og New York Post eftir heimildum að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverk og New York Times hefur eftir ónafngreindum lögreglumönnum að árásarmaðurinn hefði ákallað Allah þegar hann stökk út úr bílnum. Árásarmaðurinn særðist af skotum lögreglumanna. Hann var handtekinn og fluttur á sjúkrahús.  Maðurinn var á bílaleigubíl þegar hann keyrði eftir hjólreiðastígnum og á fólk sem þar átti leið um. Samkvæmt heimildum New York Post og CNN er lögreglan byrjuð að rannsaka árásina sem hryðjuverk. New York Times hafði eftir lögreglumönnum að árásarmaðurinn væri alvarlega særður.  Á annan tug slasaðist þegar maðurinn keyrði á fólk, til viðbótar við þá átta sem létust.
Óflokkað

Átta fórust þegar maður ók niður hjólreiðafólk

  • by RÚV
  • 1 year ago
  • Comments Off
Í það minnsta átta eru látnir eftir að maður keyrði pallbíl langa leið niður hjólreiðastíg í New York. Maðurinn stökk að lokum út úr bílnum og veifaði því sem reyndust eftirlíkingar af byssum áður en lögreglumenn skutu hann. CNN og New York Post eftir heimildum að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverk og New York Times hefur eftir ónafngreindum lögreglumönnum að árásarmaðurinn hefði ákallað Allah þegar hann stökk út úr bílnum. Árásarmaðurinn særðist af skotum lögreglumanna. Hann var handtekinn og fluttur á sjúkrahús.  Maðurinn var á bílaleigubíl þegar hann keyrði eftir hjólreiðastígnum og á fólk sem þar átti leið um. Samkvæmt heimildum New York Post og CNN er lögreglan byrjuð að rannsaka árásina sem hryðjuverk. New York Times hafði eftir lögreglumönnum að árásarmaðurinn væri alvarlega særður.  Á annan tug slasaðist þegar maðurinn keyrði á fólk, til viðbótar við þá átta sem létust.
Óflokkað

Chelsea sá aldrei til sólar í Róm

Roma fór illa með Chelsea þegar liðin mættust í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 3-0, Roma í vil.
Óflokkað

United komið áfram í 16-liða úrslit

Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á Benfica á Old Trafford í A-riðli í kvöld. United hefur unnið alla leiki sína í riðlinum.
Óflokkað

Kröstí dögurður með bleikju og súrdeigsbrauði

UPPSKRIFT Kröstí súrdeigsbrauð með heitreiktri bleikju, piparrótarsósu og sýrðum lauk Fyrir fjóraINNIHALD ½ súrdeigsbrauð, skorið í sneiðar200 g heitreykt bleikja4 egg Piparrótarsósa100 g sýrður rjómi1 msk. rifin piparrót1 msk. hunangBörkur af 1 sítrónuSalt og piparSúrsaður laukurHvítur laukur, 1 stk. Eplaedik 1 dl Sykur 1 dl Vatn 1 dlAðferðBrauðið ristað eða grillað og eggin pönnusteikt. Laukur: Edik, sykur og vatn sett í pott og hitað upp að suðu. Laukurinn skorinn og settur út í. Hrærið vel og látið þetta svo kólna í rólegheitum.Piparrótarsósa: Rífið börkinn af sítrónunni með fínu rifjárni og blandið við sýrða rjómann. Hrærið vel og setjið svo restina af hráefnunum saman við. Geymið í kæli, helst yfir nótt, því sósan er best daginn eftir. Raðið öllu fallega á disk og berið fram með rjúkandi kaffibolla eða ljúffengri mímósu. Böðvar LeMack, matreiðslumaður á Kröst, tekur heitreikta bleikju fram yfir beikon og fagnar því hversu margir Íslendingar hafa vanið komur sínar á Matarmarkaðinn við Hlemm. „Við reynum að framreiða heiðarlegan mat á Kröst og leggjum áherslu á rétti úr grillinu. Heitt prótein og kalt meðlæti, ef svo mætti að orði komast, og eins ferskt hráefni og völ er á hverju sinni. Við erum með lítinn en síbreytilegan matseðil enda alltaf að reyna að finna út hvað virkar best fyrir þennan matarmarkað,“ segir Böðvar glaður í bragði. KRÖST SUN-FIM 11-22FÖS-LAU 11-23HLEMMUR MATHÖLLLAUGAVEGUR 107101 REYKJAVÍKICELAND „Ég sá tækifæri til að bjóða upp á einfaldan en fljótlegan bröns. Sjálfur hef ég nefnilega ekki gaman af því að borða af hlaðborðum en þannig er fyrirkomulagið á mörgum af þeim stöðum sem bjóða dögurð í dag. Mér finnst persónulega skemmtilegra þegar einhver ber fram fyrir mig fallegan, heilsusamlegan og góðan mat á disk, í stað þess að raða sjálfur á hann af hlaðborði.“Lúxusvandamál að hafa marga svanga gesti„Bleikjan sem ég er með í þessari uppskrift kemur frá Útey og að mínu mati er enginn betri á Íslandi í þessu fagi í dag. Ég hef sjálfur reynt að reykja bleikju en það tókst alls ekki eins vel og hjá meisturunum í Útey sem hafa gert þetta að listformi. Mér finnst líka gaman að bjóða upp á dögurð sem inniheldur annað en pylsur og beikon. Við erum til dæmis með vegan bröns sem hefur slegið vel í gegn,“ segir Böðvar og bætir við að vikan á matarmarkaðnum byrji yfirleitt hægar en hún endar og að í sjálfu sér sé næstum því meira að gera en hann vildi, sem sé auðvitað lúxusvandamál. „Íslendingar eru enn í miklum meirihluta gesta, sem er gott vegna þess að það eru fastagestir sem halda stöðunum uppi meðan ferðamennirnir eru skemmtileg og kærkomin viðbót,“ segir Böðvar að lokum.

United með fullt hús – Chelsea steinlá

Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram í Meistaradeild Evrópu í kvöld en liðið hafði betur gegn Benfica, 2:0, á Old Trafford og hefur þar með unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum.