Nýlegar færslur

Það var annað hvort 98 eða 99

„Við spiluðum við þá í vetur og þetta er fínt lið. Þeir slógu KA út sannfærandi miðað við það sem ég heyrði og þetta verður klárlega erfiður leikur," sagði Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR eftir að liðið dróst gegn ÍR í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag.

Önnur stærsta löndunarhöfn á þorski

Á síðasta ári var landað um 22.110 tonnum af þorski á Siglufirði og er Siglufjörður önnur hæsta löndunarhöfnin á þorski þrátt fyrir að lítið sé unnið af þorski á staðnum. Siglufjörður kemur næst á eftir Reykjavík, þar sem 22.163 tonn af þorski komu á land árið 2016, og munar ekki miklu á tveimur efstu höfnunum. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.

Krefjast milljarðs í tryggingafé

Rússnesk stjórnvöld segjast ekki munu sleppa norska rækjutogaranum Remöy nema útgerðin greiði 90 milljóna NOK í tryggingafé. Það er tæplega jafnvirði 1,1 milljarðs íslenskra króna.

Sólbergið komið til landsins

Sólberg ÓF 1 er komið til landsins eftir siglingu frá Tyrklandi þar sem það var smíðað. Á myndinni sést það í Ólafsfirði núna í morgun en svo er það væntanlegt til Siglufjarðar á eftir. 

Þokkalegasta nudd á Vestfjarðamiðum

Þrír af fjórum ísfisktogurum HB Granda eru nú að veiðum á Vestfjarðamiðum eftir að hafa haldið sig á suðvesturmiðum undanfarna mánuði. Ásbjörn RE og Helga María AK eru á Halanum en Sturlaugur H. Böðvarsson AK var að veiðum í Víkurálnum er tal náðist af skipstjóranum, Magnúsi Kristjánssyni.

Aurora Seafood hlaut 192 milljóna ESB-styrk

Aurora Seafood ehf er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi sem hlaut í dag styrk að upphæð 1,7 milljónir evra úr H2020 áætlun Evrópusambandsins sem nefnist SME Instrument. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi hlýtur svo háan styrk en honum verður varið til að þróa og tæknivæða veiðar og vinnslu á sæbjúgum. Styrkurinn er einnig mikilvægt skref í þá átt að hefja vistvænar veiðar á sæbjúgum víðsvegar um Evrópu. Davíð Freyr Jónsson framkvæmdastjóri Aurora Seafood segir að félagið hafi lagt áherslu á þróa frekar veiðar og vinnslu á sæbjúgum, en Íslendingar eru eina þjóðin í Evrópu um sinn sem stundar nýtingu á sæbjúgum af krafti.

Aurora Seafood hlaut 1,7 milljónir evra

Aurora Seafood ehf., sem er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi, hlaut í dag styrk að upphæð 1,7 milljónir evra úr H2020-áætlun Evrópusambandsins sem nefnist SME Instrument.

Báturinn sökk á leiðinni í land

Báturinn sem brann utan við Vopnafjörð í kvöld sökk er hann var á leiðinni í land eftir að Sveinbjörn Sveinsson, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði tekið hann í tog. Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá bátnum klukkan 19.46 en þá var eldur laus um borð.

Miklar væntingar vegna Sólbergs

„Ef við fáum að vinna í friði þá spjörum við okkur,“ sagði Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. í Fjallabyggð, en á laugardag verður formlega tekið á móti nýjum og fullkomnum frystitogara fyrirtækisins, Sólbergi ÓF 1.

Slök smokkfiskveiði við Falklandseyjar

Smokkfiskveiðar við Falklandseyjar hafa verið með lakara móti í ár miðað við hefðbundinn afla. Vertíðin stendur frá miðjum mars og fram í miðjan júní og hafa 62.000 tonn af Illex smokkfiski veiðst fram að þessu. Þetta er reyndar skömminni til skárra en í fyrra þegar aflinn hrundi gjörsamlega og aðeins veiddust um 2.000 tonn.