Nýlegar færslur

Óflokkað

Húkkaraballið styttra í ár

Þjóðhátíð í Eyjum hefst jafnan með Húkkaraballinu svokallaða sem fram fer nú í kvöld og stendur yfir til klukkan þrjú í nótt. Lögreglan í Vestmannaeyjum telur stefna í fjölmenna þjóðhátíð í ár og hefur allt farið vel fram það sem af er hátíðinni.
Óflokkað

Eldur í skýjakljúfi í Dubai

Mikill eldur braust út í skýjakljúfi í hverfinu Marina í borginni Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Viðar eini Íslendingurinn sem fór áfram

Viðar Örn Kjartansson og félagar í ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv eru komnir áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 1:0 sigur á gríska liðinu Panionios á útivelli í kvöld. Maccabi vann einvígið samanlagt 2:0. Viðar lék fyrstu 83 mínútur leiksins.
Óflokkað

Mikill eldur í risaturni í Dúbaí

  • by RÚV
  • 3 Years ago
  • Comments Off
Mikill eldur logar í einu stærsta íbúðarhúsi heims, Marina Torch í Dúbaí. Húsið var tekið í notkun árið 2011 en hefur staðið autt frá því gríðarlegur eldsvoði olli miklum skemmdum árið 2015. Vinna við endurbætur á húsinu hófst í júlí í fyrra og stóð enn yfir þegar eldurinn kviknaði í kvöld. Eldurinn virðist hafa kviknað á níundu hæð og segja sjónarvottar að hann hafi borist í næstu fimmtán hæðir þar fyrir ofan. Alls eru 74 hæðir í turninum. Fréttin uppfærist.
Óflokkað

Viðar komst áfram en dönsku Íslendingaliðin úr leik

Viðar Örn Kjartansson á sinn þátt í því að Maccabi Tel Aviv er komið áfram í Evrópudeild UEFA.
Óflokkað

Hvalir „í mannaskoðun“

Hvalir heilsuðu upp á ferðamenn um borð í hvalaskoðunarbát á Húsavík í gær en þeir hafa heldur betur dottið í lukkupottinn þar sem sjaldgæft er að hvalirnir sjáist í svo miklu návígi. Myndband fylgir fréttinni.
Óflokkað

Líkir félagaskiptum Neymars við það þegar Figo fór til Real Madrid

Joan Gaspart, fyrrverandi forseti Barcelona, segir að yfirvofandi félagaskipti Neymars til Paris Saint-Germain megi líkja við það þegar Luís Figo fór frá Barcelona til Real Madrid fyrir metfé árið 2000.

Costa líklega til Milan og Madrídar

Lögfræðingur knattspyrnumannsins Diego Costa hefur staðfest að framherjinn hafi formlega beðið um sölu frá Chelsea. Costa á enga framtíð hjá Chelsea og hefur hann ekkert verið með á undirbúningstímabili liðsins.
Óflokkað

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Njarðvík

Engan sakaði í eld sem braust út í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ í kvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmangsinnstungu.
Óflokkað

Leita raunverulegra reikistjarna í tölvuleik

  • by RÚV
  • 3 Years ago
  • Comments Off
Tölvuleikjaspilarar í Eve Online aðstoða nú vísindamenn við að finna raunverulegar reikistjörnur í öðrum sólkerfum. Verkefnið hefur fengið afar góðar viðtökur og um hálf milljón ábendinga berst á degi hverjum um hugsanlegar reikistjörnur.  Sögusvið Eve Online tölvuleiksins er úti í geimnum. Núna hefur bæst við leikinn vísindaverkefnið Project Discovery. Það er unnið í nánú samstarfi CCP við Michel Mayor, prófessor við Háskólann í Genf, sem fann fyrstu reikistjörnuna utan sólkerfis okkar. Vísindamennirnir í Sviss útvega gögn úr Corot-sjónaukanum. „Við sýnum þau gögn á grafi þar sem við sjáum ljósgögn frá sólkerfinu,“ segir Hjalti Leifsson, forritari hjá CCP. Dýfur í grafinu sýna að eitthvað er að fara fram fyrir sólina. Spilarar leita svo að dýfur sem verða með reglubundnum hætti en þær benda til þess að þar sé reikistjarna á ferð.  „Þetta er líka vandamál sem tölvur nútímans geta ekki leyst auðveldlega. Mannsaugað er ennþá miklu betra í að sjá reglulegar dýfur og reglulega hluti,“ segir Hjalti. Spilararnir fá svo verðlaunafé sem þeir geta nýtt í tölvuleiknum. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Leikurinn hentar gríðarlega vel fyrir þetta vegna þess að við erum með spilara sem eru gríðarlega áhugasamir um vísindi og það hafa nú þegar skilað sér inn 13 milljónir greininga,“ segir Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi.  Upplýsingarnar eru svo yfirfarnar og sendar til vísindamannanna í Sviss. Þetta sparar þeim mikla vinnu. „Vonandi finnum við einhverja plánetu og miðað við hversu margir eru að taka þátt, þá er þetta bara tímaspursmál,“ segir Hjalti.