Flokkur: 200 milur

Höfrungadráp slæm fyrir ímynd Færeyinga

Það er ekki hlutverk sýslumanna að skera úr um það, hvort borgarar hafi fullar frystikistur, eða hvað útlendingar kunna að halda um höfrungadráp. Þetta segir Jacob Vestergaard, sýslumaður í Austurey, næststærstu og -fjölmennustu ey Færeyja.

Sjávarútvegur mikilvægasta atvinnugreinin

„Ég hef alltaf haft áhuga á sjávarútvegi og skrifað mikið um hann. Ég skrifaði bók fyrir háskólastigið sem kom út í fyrra, en þessi bók er meira ætluð framhaldsskólum og almenningi, hún er einfaldari í framsetningu en gefur gott yfirlit um íslenskan sjávarútveg,“ segir Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst og prófessor, í samtali við 200 mílur.

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn.

Borgarísjaki út af Ströndum

Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri.

Tvö hundruð höfrungum slátrað í Færeyjum

Rúmlega tvö hundruð höfrungum var slátrað í Skálafirði í Færeyjum í gær, eftir að þeir voru reknir inn fjörðinn og upp á land. Um er að ræða stærsta höfrungadrápið í Færeyjum síðan í ágúst 2013, þegar 430 höfrungar voru reknir til slátrunar.

Andarnefja heimsótti Friðarhöfn

Hvalur, um sjö metra langur, sást í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Talið er að um andarnefju sé að ræða. Hvalurinn synti um höfnina og virtist vera við góða heilsu. Friðarhöfn er innst í Vestmannaeyjahöfn.

„Fer ekkert á milli mála“

„Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni.

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

„Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson.

Handtóku skipstjóra á Vestfjörðum

Skipstjóri fiskibáts á Vestfjörðum var handtekinn aðfaranótt síðastliðins mánudags vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Þrír voru í áhöfn bátsins þegar hann kom til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist lögskráningu ábótavant, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Trefjar selja nýjan bát til Hvalseyjar

Bátasmiðjan Trefjar hefur selt nýjan bát til útgerðar á Hvalsey. Þetta segir Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri og markaðsstjóri Trefja, en Hvalsey er sjötta stærsta eyja Hjaltlandseyja.
Page 1 of 5312345 » 102030...Last »