Flokkur: 200 milur

Samfelld kolmunnavinnsla

Það er áframhald á góðri kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni og þessa dagana er samfelld vinnsla í fiskimjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði.

Þarf að bjóða 42 milljarða til viðbótar

Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi og forstjóri Brims, þarf að bjóða öllum hluthöfum HB Granda sama verð og hann bauð Kristjáni Lofts­syni og Hall­dóri Teitssyni. Þannig þarf Guðmundur að bjóða 42 milljarða króna til viðbótar við þá 21,7 milljarða sem hann bauð Kristjáni og Halldóri.

Kaupin skapa yfirtökuskyldu

Við kaup útgerðarfélagsins Brims hf. á 34,1% hlut Vogunar, dótturfélags Hvals hf. og Fiskveiðihlutafélagsins Venusar, í HB Granda, skapast yfirtökuskylda gagnvart öðrum hluthöfum fyrirtækisins.

Mokfiska steinbít undir Látrabjargi

Margir þeirra línubáta sem gerðir eru út frá Snæfellsbæ hafa undanfarið róið undir Látrabjarg eftir steinbít og mokfiskað þar.

„Kom gott tilboð sem við samþykktum“

„Það kom gott tilboð sem við samþykktum, þetta er ekki flóknara,“ segir Kristján Loftsson sem seldi Guðmundi Kristjánssyni í Brimi stóran hlut í HB Granda.

Keypti í HB Granda fyrir 21,7 milljarða

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, hefur keypt 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB Granda. Heildarupphæð viðskiptanna nemur tæplega 21,7 milljörðum króna.

„Það reyndist vera fýluferð“

„Við hófum veiðiferðina á Fjöllunum og þar var að vanda nóg af gullkarfa og við fengum einnig dágóðan ufsaafla. Síðan fórum við á Eldeyjarbankann en þar var lítið að hafa. Minnugir þess að þorskaflinn hafði alveg dottið niður djúpt á Selvogsgrunni, eða fyrir utan 12 mílurnar, þá ákvað ég að prófa Vestfjarðamiðin,“ segir Eiríkur Jónsson skipstjóri á Akurey AK, sem kom til hafnar í Reykjavík fyrr í dag.

„Það reyndist vera fýluferð“

„Við hófum veiðiferðina á Fjöllunum og þar var að vanda nóg af gullkarfa og við fengum einnig dágóðan ufsaafla. Síðan fórum við á Eldeyjarbankann en þar var lítið að hafa. Minnugir þess að þorskaflinn hafði alveg dottið niður djúpt á Selvogsgrunni, eða fyrir utan 12 mílurnar, þá ákvað ég að prófa Vestfjarðamiðin,“ segir Eiríkur Jónsson skipstjóri á Akurey AK, sem kom til hafnar í Reykjavík fyrr í dag.

„Alvöru vestfirskur fundur“

„Þetta var alvöru vestfirskur fundur þar sem ýmislegt var látið flakka. Fundargestir, sem voru milli 250 og 300, voru beinskeyttir og harðir en ekki dónalegir að mínu mati,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, eftir íbúafund sem Kristján Þór Júlíusson boðaði til í gærkvöldi.

„Alvöru vestfirskur fundur“

„Þetta var alvöru vestfirskur fundur þar sem ýmislegt var látið flakka. Fundargestir, sem voru milli 250 og 300, voru beinskeyttir og harðir en ekki dónalegir að mínu mati,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, eftir íbúafund sem Kristján Þór Júlíusson boðaði til í gærkvöldi.
Page 1 of 12512345 » 102030...Last »