Flokkur: 200 milur

Fiskeldi verði ein þriggja grunnstoða Vestfjarða

Vestfirðir hafa átt afar erfitt uppdráttar í lengri tíma, þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður, fólki stöðugt fækkað og dauft verið yfir fjórðungnum. En nú sér fyrir endann á þeirri þróun.

Vakta þurfi ár á eldissvæðum

Ekki er hægt að draga víðtækar ályktanir af þeim niðurstöðum Hafrannsóknastofnunar, að sex af tólf löxum sem henni voru sendir vegna gruns um eldisuppruna, hafi reynst vera strokulaxar úr eldi.

Þrír bátar náð að nýta alla tólf dagana

Þrír bátar höfðu á föstudag náð að nýta alla tólf veiðidagana sem þá hafði verið heimilt að stunda strandveiðar.

Sex laxar höfðu sloppið úr eldi

Af tólf löxum, sem bárust Hafrannsóknastofnun í haust frá Mjólká og Laugardalsá á Vestfjörðum, báru sex einkenni þess að hafa átt uppruna að rekja til eldis. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar stofnunarinnar, sem nú hafa verið kynntar.

„Afar sáttir við veiðarnar“

„Þetta var súpermánuður hjá okkur, með þeim betri. Veiðiferðirnar voru stuttar eða um fjórir sólarhringar höfn í höfn og aflinn yfirleitt rúmlega 100 tonn í hverri ferð. Við fiskuðum allan mánuðinn á okkar hefðbundnu miðum. Við vorum í Hvalbakshallinu, á Hvalbaksgrunni og í Lónsbugtinni,“ segir Rúnar L. Gunnarsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Gullveri NS, en veiðar skipsins hafa gengið vel að undanförnu.

„Afar sáttir við veiðarnar“

„Þetta var súpermánuður hjá okkur, með þeim betri. Veiðiferðirnar voru stuttar eða um fjórir sólarhringar höfn í höfn og aflinn yfirleitt rúmlega 100 tonn í hverri ferð. Við fiskuðum allan mánuðinn á okkar hefðbundnu miðum. Við vorum í Hvalbakshallinu, á Hvalbaksgrunni og í Lónsbugtinni,“ segir Rúnar L. Gunnarsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Gullveri NS, en veiðar skipsins hafa gengið vel að undanförnu.

Hefja veiðar á hrefnu í júníbyrjun

Hrefnuveiðimenn hyggjast hefja hrefnuveiðar á bátnum Hrafnreyði KÓ um mánaðamótin, öðru hvoru megin við sjómannadag.

Natalía NS aflahæst á strandveiðunum

Natalía NS, sem gerð er út frá Bakkafirði, er aflahæst strandveiðibáta með 9,6 tonn í tólf róðrum. Báturinn er einn þriggja báta sem þegar hafa náð tólf róðrum í maí, sem er hámarksfjöldi róðra.

Köflótt veiði á kolmunnamiðunum

Venus NS kom til Vopnafjarðar í byrjun vikunnar með rúmlega 2.300 tonn af kolmunna sem fór til vinnslu hjá fiskmjölsverksmiðju HB Granda á staðnum. Er rætt var við Róbert Axelsson skipstjóra var Venus kominn að nýju á miðin en þangað er 30 tíma sigling frá Vopnafirði.

Stærri fiskarnir mun mikilvægari

Mun mikilvægara er að kasta stærri fiskum aftur í sjóinn, einkum þeim sem kvenkyns eru, heldur en smærri fiskum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem kynnt var í skýrslu fyrr í mánuðinum í vísindaritinu Science.
Page 10 of 145« First...«89101112 » 203040...Last »