Flokkur: 200 milur

Óhætt að tína krækling í fjöru

Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar.

Nýtt veiðigjaldakerfi samþykkt á Grænlandi

Grænlenska þingið samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta nýtt veiðigjaldakerfi sem mun leysa núverandi lög af hólmi frá 1. janúar 2018. Í nýja kerfinu verður gjald innheimt af úthafsveiðum á rækju, grálúðu, þorski, karfa, ufsa, ýsu og uppsjávarfiski, makríl, loðnu, kolmunna, síld og gulllaxi.

Gera ráð fyrir auknu útflutningsverðmæti

Útflutningsverðmæti sjávarafurða á þessu ári mun nema 210 til 220 milljörðum króna í ár og þannig dragast saman um ríflega 7% á milli ára. Á komandi ári er hins vegar gert ráð fyrir 4% aukningu útflutningsverðmætis vegna veikara gengis krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta.

Síldarlýsið komið í verslanir

Síldarlýsi frá frumkvöðlafyrirtækinu Margildi, með vægu appelsínubragði, er nú fáanlegt á Íslandi og herma nýjustu fréttir að fyrsta pöntun frá Litháen til dreifingar í Eystrasaltsríkjunum sé tilbúin til sendingar, að því er fram kemur á vef Matís.

„Eitt skemmtilegasta starf sem ég hef gegnt“

Þorgerður Katrín er full stolts og þakklætis þegar hún býr sig undir að kveðja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Ýmis áhugaverð verkefni fóru af stað undir hennar stjórn og verður vonandi fylgt í land af arftakanum.

Veiðigjöldum komið í eitt kerfi

Reiknað er með að ný lög um veiðigjöld verði samþykkt á grænlenska þinginu í næstu viku. Þau eiga að leysa af hólmi fimm eldri lög um veiðar úr einstökum fiskstofnum.

Forystan virðist tæp í Færeyjum

Óvissa er í Færeyjum um afdrif fiskveiðistjórnarfrumvarps ríkisstjórnarinnar, sem hefur verið til umfjöllunar þar síðustu mánuði. Þrír þingmenn Jafnaðarflokks Aksels V. Johannesens, lögmanns Færeyja, sögðu í vikunni að þeir geti ekki lengur stutt frumvarpið í núverandi mynd.

Smíða sex frystitogara eftir íslenskri hönnun

Eitt stærsta útgerðarfélag Rússlands, Norebo Group, hefur skrifað undir samning hjá Severnaya-skipasmíðastöðinni í St. Pétursborg um smíði sex frystitogara, en hönnunin er í höndum Nautic og Knarr.

Auglýsa eftir verki í stað sjómannsins

Margir sjá á eftir veggmyndinni af sjómanninum sem nýverið prýddi gafl sjávarútvegshússins. Frá því að mála þurfti yfir myndina af sjómanninum hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við SÍM, Samtök íslenskra myndlistarmanna, undirbúið samkeppni um nýtt listaverk á húsgaflinn og skal verkið hafa skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi.

Náðu að vinna vel úr lokun Rússlands

Aðgangur að víðtæku neti flutninga er lykilatriði þegar kemur að því að vinna íslenskum sjávarafurðum nýja markaði, og flutningskostnaður skiptir miklu máli þegar fyrirtæki taka ákvörðun um sókn á nýja markaði.
Page 10 of 83« First...«89101112 » 203040...Last »