Flokkur: 200 milur

Verulegur samdráttur í löndun afla

Um langa hríð var Akranes mikill útgerðarbær enda stutt að fara á fengsæl fiskimið í Faxaflóanum. En nú er öldin önnur.

Bíræfnir Rússar staðnir að ólöglegum veiðum

Halldór B. Nellett, þáverandi skipherra, rifjar upp merkilegt atvik frá árinu 1996, þegar rússneskt skip veiddi innan efnahagslögsögu Íslands. Skipstjórinn neitaði sök, neitaði að sigla í land og vildi ekki hleypa mönnum Landhelgisgæslunnar um borð.

Margir komnir í land eftir verkfall

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að margir sjómenn hafi ekki snúið aftur á sjó að verkfalli loknu.

Svona stundir eru alltaf hátíð

Nýjum ísfisktogara FISK Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK 2, var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöðinni Cemre í Tyrklandi á laugardagsmorgun.

„Verður ekki mikið íslenskara“

„Okkar markaður hefur verið Nígería í mörg ár, er það ennþá og verður alltaf. En það er gott að eiga aðra möguleika.“ Þetta segir Halldór Smári Ólafsson, framleiðslustjóri Haustaks á Reykjanesi, sem kynna mun afurðir sínar, þurrkaða fiskhausa og -bein, á sjávarútvegssýningunni í Brussel.

Verðmæti afurða um 70 milljarðar

Útflutningsverðmæti afurða uppsjávartegunda gæti numið um 70 milljörðum króna á þessu ári. Alls nema aflaheimildir uppsjávarskipa í ár um 740 þúsund tonnum í fimm tegundum.

„Alltaf gott þegar menn tala saman“

„Það er alltaf gott þegar menn tala saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, eftir fund með forsvarsmönnum HB Granda í dag. Á fundinum sem stóð yfir í rúmlega tvær klukkustundir var meðal annars rætt um uppbyggingu við höfnina á Akranesi

Skýra þarf lög um fiskveiðar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir mikilvægt að stjórnvöld marki skýra stefnu til byggðarfestusjónarmiða í lögum um stjórn fiskveiða.

Hyggst skipa nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi

Sjávarútvegsráðherra hyggst skipa nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi, en lög um stjórn fiskveiða eru til umræðu innan stjórnkerfisins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu en þar segir ráðherra að nefndin gæti tekið málið upp.

„Þetta er allt að koma núna“

„Það má segja að þetta sé annar kolmunnaveiðitúr ársins hjá okkur og sá fyrsti í færeyskan sjó. Þetta er allt að koma núna og mikið af ágætum kolmunna er að ganga norður í færeysku lögsöguna.“
Page 107 of 108« First...8090100«104105106107108 »