Flokkur: 200 milur

Lengir strandveiðar um tvo daga

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur í dag ákveðið að auka við aflaheimildir til strandveiða um 560 tonn og verða strandveiðiheimildir því 9.760 tonn á þessari vertíð.

Makríllinn stór og pattaralegur

Síðasti dagur til að sækja um veiðiheimildir í makríl sem verður úthlutað í næstu viku er í dag. Gjaldið á hvert kíló er 2,78 krónur og er hámarksúthlutun 35 tonn. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.

Nota jafn mikið rafmagn og Seltjarnarnes

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir að stærstu skipin sem leggjast að bryggju á Íslandi noti rafmagn í 12 til 18 klukkustundir, sem jafnast á við alla raforkunotkun Seltjarnarness.

Engey RE heldur loks til veiða

Nýr togari HB Granda, Engey RE, kom inn til löndunar í Reykjavík í gær eftir stuttan prufutúr með þrettán í áhöfn og sjö tæknimenn. Um 20 tonn voru veidd af karfa til þess að reyna vinnslu- og karaflutningakerfið.

Hnýðingar stukku og léku sér

Fleiri tugir hnýðinga stukku og léku sér í Steingrímsfirði í morgun gestum hvalaskoðunarfyrirtækisins Láki Tours frá Hólmavík til mikils yndisauka. Hnýðingar eru smáhvalir, eða allt að tveir metrar að stærð og eru af höfrungakyni.

Jómfrúarferð Jóns Kjartanssonar á laugardag

Áhöfnin á Jóni Kjartanssyni, nýju skipi Eskju á Eskifirði, býr sig nú til brottfarar en skipið heldur í jómfrúarferð sína á laugardag. Grétar Rögnvarsson skipstjóri segir mikla tilhlökkun enda mikill munur á aðbúnaðinum í þessu skipi og því gamla sem skipið leysir af hólmi, gamla Jóni Kjartanssyni.

Makrílvertíðin á fullu í Neskaupstað

Vinnsla á makríl og síld gengur vel í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Í gær var lokið við að vinna síld úr Beiti NK en þá hófst vinnsla á síld og makríl úr Berki NK en Börkur landaði 350 tonnum í gær. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar.

„Þjóðhátíðarlogn“ hjá Vinnslustöðinni

Dottið er á „þjóðhátíðarlogn“ í flota og landvinnslu VSV. Síðasti vinnudagur var í gær og sá næstu að líkindum ekki fyrr en á fimmtudag í næstu viku. „Menn hlupu nánast frá færiböndunum upp í Herjólfsdal í gær til að ná í stæði fyrir þjóðhátíðartjöldin sín,“ segir sviðsstjóri hjá VSV.

Skoðuðu áhættu en ekki ávinning

Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir við gerð áhættumats stofnunarinnar vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum hafi áhættan af erfðablöndun verið skoðuð en ekki ávinningur nálægra byggðalaga vegna atvinnuuppbyggingar laxeldis.

Beitir með 440 tonn af síld

Fyrir og um helgina var bræla fyrir austan og þegar hún gekk niður reyndist erfitt fyrir veiðiskipin að finna makrílinn á miðunum þar. Þá sneri Beitir NK sér að því að veiða síld og kom í nótt til Neskaupstaðar með 440 tonn.