Flokkur: 200 milur

Misjafn afli hjá kolmunnaskipunum

Kolmunnaveiðin í færeysku lögsögunni gengur misjafnlega hjá íslensku skipunum. Þau toga gjarnan lengi eða allt upp í 18 tíma en afar misjafnt er hverju togin skila, að því er segir á vef Síldarvinnslunnar.

Fimm milljarða frystitogari

Stjórn HB Granda hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon, S.A. um smíði á frystitogara á grundvelli tilboðs frá skipasmíðastöðinni. Samningsupphæðin mun liggja nærri 5 milljörðum króna.

Á annað hundrað strandveiðibátar á veiðum

Vel á annað hundrað strandveiðibátar héldu á sjó í dag, á fyrsta degi strandveiðitímabilsins, samkvæmt áætlun stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.

Stóraukin umsvif Marels í Ástralíu

Umsvif Marels í Eyjaálfu hafa farið stigvaxandi og er félagið nú leiðandi í sölu á búnaði á sumum sviðum matvælageirans syðra.

Nýr krani á smábátabryggjuna

Nýr krani var tekinn í notkun á dögunum í Norðurfjarðarhöfn sem sveitarfélagið Árneshreppur rekur. Unnið hefur verið að því að tengja kranann og prófa en hann lyftir um 1.650 kílóum í lengstu stöðu sem er átta metrar en mun meiru þegar hann nær styttra út.

Fleiri dagar vegna dræmrar veiði

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fjölga veiðidögum á grásleppuvertíð úr 36 í 46 samkvæmt tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Verður það gert með reglugerð sem tekur gildi miðvikudaginn 3. maí.

HB Grandi gerir samning við Völku

Hb Grandi hefur skrifað undir samning við Völku ehf. um kaup á á vatnsskurðarvél og sjálfvirkum afurðaflokkara sem sérhannaður er fyrir karfavinnslu.

Léleg grásleppuvertíð

Það sem af er vertíð eru komin á land 1.629 tonn af grásleppu, segir á vef Fiskistofu. Þetta er verulega minni afli en á sama tíma á síðustu vertíð en þá hafði 3.219 tonnum verið landað.

Útrás til Seattle fer vel af stað

Sjávarklasi á vesturströnd Bandaríkjanna gæti reynst verðmætur stökkpallur fyrir íslensk fyrirtæki inn á Bandaríkjamarkað. Í Seattle er góður jarðvegur fyrir nýsköpun en Ísland virðist hafa þekkingarforskot á fyrirtækin sem þar starfa.

Samdráttur vegna verkfalls

Aflaverðmæti íslenskra skipa var 1,9 milljarðar króna í janúar, sem er 81% minna en í janúar 2016 og setur verkfall sjómanna þar strik í reikninginn.
Page 115 of 118« First...90100110«113114115116117 » ...Last »