Flokkur: 200 milur

Nýju skipi Samherja gefið nafn

Nýju skipi Samherja verður formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn á Dalvík síðar í dag. Hlýtur skipið nafnið Björgúlfur en gamli Björgúlfur, sem nú ber nafnið Hjalteyrin, sigldi á móti nýja skipinu þegar það kom í fyrsta skipti til hafnar 1. júní síðastliðinn.

57 milljarða fjárfesting

Stöðugur uppgangur hefur verið á Austfjörðum undanfarin ár og nemur heildarfjárfesting í helstu atvinnuvegum Austfjarða um 57 milljörðum króna síðastliðin fimm ár.

Hnúðlax náðist í net í Patreksfirði

Hnúðlax hefur veiðst í net í Patreksfirði. Var fiskurinn fallegur og án áverka, með engin bitför og alla ugga heila, að því er fram kemur á vef Náttúrustofu Vestfjarða.

36,5 tonna umframafli í júlí

Alls fóru 389 strandveiðibátar fram yfir 650 kílógramma hámark þess slægða afla sem landa má í einni veiðiferð, í nýliðnum júlímánuði. Alls stunduðu 549 bátar strandveiðar í mánuðinum og því lönduðu um 71% þeirra umframafla, en hann nam tæpum 36,5 tonnum.

Nýr togari í stað tveggja skipa?

Framundan er vinna við að athuga áhuga skipverja Þerneyjar RE-1 á plássum í öðrum skipum HB Granda og í framhaldinu reyna að útvega þau. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, í samtali við mbl.is.

Hvalur flæktur í veiðafæri

Landhelgisgæslu barst tilkynning um hval sem sást í Arnarfirði með veiðafæri áföst sporði. Björgunarskipið Þór er á leiðinni á staðinn til þess að athuga aðstæður.

Hvalur flæktur í veiðarfæri

Landhelgisgæslu barst tilkynning um hval sem sást í Arnarfirði með veiðarfæri áföst sporði. Björgunarskipið Þór er á leiðinni á staðinn til þess að athuga aðstæður.

„Skipin stækka og sjómönnum fækkar“

Alls mega 54 sjómenn vænta uppsagnarbréfa frá HB Granda á næstu dögum. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna fyrirtækisins með áhöfn Þerneyjar RE-1 síðdegis í dag. Lög um hópuppsagnir gilda ekki um áhafnir skipa.

HB Grandi selur Þerney

HB Grandi hefur selt Þerney RE-1 til Suður Afríku og verður hún afhent nýjum eigendum 15. nóvember næstkomandi. Tvöföld áhöfn er á Þerney, en 27 eru í áhöfn hverju sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til kauphallarinnar.

HB Grandi boðar áhöfn til fundar

HB Grandi hefur boðað til fundar með áhöfn frystitogarans Þerneyjar klukkan 16 í dag. Þetta herma heimildir mbl.is, en nánari upplýsingar um dagskrá fundarins hafa ekki fengist.