Flokkur: 200 milur

„Skipin stækka og sjómönnum fækkar“

Alls mega 54 sjómenn vænta uppsagnarbréfa frá HB Granda á næstu dögum. Þetta kom fram á fundi forsvarsmanna fyrirtækisins með áhöfn Þerneyjar RE-1 síðdegis í dag. Lög um hópuppsagnir gilda ekki um áhafnir skipa.

HB Grandi selur Þerney

HB Grandi hefur selt Þerney RE-1 til Suður Afríku og verður hún afhent nýjum eigendum 15. nóvember næstkomandi. Tvöföld áhöfn er á Þerney, en 27 eru í áhöfn hverju sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til kauphallarinnar.

HB Grandi boðar áhöfn til fundar

HB Grandi hefur boðað til fundar með áhöfn frystitogarans Þerneyjar klukkan 16 í dag. Þetta herma heimildir mbl.is, en nánari upplýsingar um dagskrá fundarins hafa ekki fengist.

Ný Drangey heldur heim á leið

Nýr togari FISK Seafood, Drangey SK-2, hélt af stað heim á Sauðárkrók föstudaginn 4. ágúst. Áætlaður siglingartími í Skagafjörðinn er um hálfur mánuður og því er gert ráð fyrir heimkomu í kringum 18. ágúst.

Björn Valur gagnrýnir Björn Leví

„Víða í samfélaginu ríkir yfirgripsmeiri og dýpri vanþekking á sjávarútvegi en á öðrum atvinnugreinum. Það á ekki síst við meðal stjórnmálamanna sem margir hverja virðast hvorki skilja greinina né leggja sig fram um að kynna sér hana.“ Þetta segir Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna.

Aflaverðmæti dróst saman um 12,1%

Afli íslenskra skipa var árið 2016 rúm 1.067 þúsund tonn, 252 þúsund tonnum minni en árið 2015. Aflaverðmæti fyrstu sölu var þá rúmir 133 milljarðar króna og dróst saman um 12,1% frá árinu á undan.

200 mílur efna til ljósmyndakeppni

200 míl­ur efna til ­keppni í sam­starfi við Morg­un­blaðið um bestu ljósmynd­ina, þar sem mynd­efnið teng­ist sjáv­ar­út­vegi eða sjáv­ar­síðunni. Í verðlaun er vegleg gjafakarfa auk þess sem bestu myndirnar munu birtast í næstu útgáfu sérblaðs 200 mílna og Morgunblaðsins, sem kemur út fimmtudaginn 31. ágúst.

Hvort kom á undan, laxinn eða fólkið?

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hugsanleg neikvæð áhrif á laxastofna í Djúpinu hafi ekki í för með sér óafturkræft tjón á náttúru svæðisins. Heldur þurfi að hugsa um hagsmuni þeirra Vestfirðinga sem svæðið byggja.

Ferskir þorskhnakkar á brott með Norrænu

Vinnsla er hafin í fiskvinnslustöð Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði að loknu sumarleyfi. Ísfisktogarinn Gullver NS landaði á mánudag fullfermi, 107 tonnum, og af því fóru um 55 tonn til vinnslu í stöðinni. Þar er nú unninn þorskur og ufsi og munu ferskir þorskhnakkar fara á brott með ferjunni Norrænu á morgun.

Grjótkrabbi náðist í Siglufirði

Grjótkrabbi, norður-amerísk krabbategund sem varð fyrst vart við Íslandsstrendur árið 2006, nánar tiltekið í Hvalfirði, náðist við Óskarsbryggju í Siglufirði í gærkvöldi öðru sinni, því hið sama gerðist 18. júlí í fyrra og var um sömu veiðigarpa að ræða þá og nú.