Flokkur: 200 milur

Aflinn á Kríu orðinn 550 kíló

Upp kom vélarbilun í Hugrúnu RE þegar skipverjar voru að veiðum í Grundarfjarðarbrúninni í dag og kallað var eftir aðstoð Hafdísar RE sem tók Hugrúnu í tog til hafnar í Ólafsvík. Að öðru leyti hafa veiðar á Snæfellsnesi að mestu gengið vel, að sögn fréttaritara á Vesturlandi.

Þorsteinn Pálsson leiðir nefndina

Gengið hefur verið frá skipan nefndar til að móta tillögur um hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson sem skipaður er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Nefndarskipan á lokametrum

Skipan nefndar sem vinna mun tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda er ekki frágengin þótt annað hafi mátt ráða af skrifum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í Fréttablaðinu í dag.

Á leið til Vopnafjarðar með 2.500 tonna afla

Frekar rólegt er yfir kolmunnaveiðum í færeysku landhelginni þessa dagana. Bæði uppsjávarveiðiskip HB Granda hafa verið þar að veiðum og er Venus NS nú á leið til heimahafnar á Vopnafirði með um 2.500 tonna afla.

319 bátar byrjaðir á strandveiðum

Nú eru 319 bátar byrjaðir á strandveiðum. Afli þeirra fyrstu vikuna var 433 tonn, en heimilt var að róa þrjá daga.

HB Grandi greiðir 1,8 milljarða arð

Samþykkt var á aðalfundi HB Granda sem haldinn var í dag að greiða rúmlega 1,8 milljarða króna í arð til eigenda fyrirtækisins.

Ræddu saltfiskviðskipti Íslands og Ítalíu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hitti Gianluca Eminente, ræðismann Íslands í Napolí á Ítalíu, á sýningarsvæði Vísis hf. á sjávarútvegssýningunni í Brussel í vikunni, þar sem þau ræddu lauslega saltfiskviðskipti Íslendinga og Ítala.

Skrúfurnar þær stærstu miðað við vélarafl

Skrokklag ísfisktogaranna Breka VE og Páls Pálssonar ÍS er nýlunda meðal skipa af svipaðri stærð og skrúfurnar eru þær stærstu í víðri veröld miðað við vélarafl. Breki VE er í smíðum í Kína. Þetta kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

Sólbergið á heimleið frá Tyrklandi

Sólberg ÓF-1, nýr frystitogari Ramma hf. í Fjallabyggð, sigldi heimleiðis frá Tersan-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi síðdegis í gær.

Seiði hrognkelsa flutt út

Frá Stofnfiski í Höfnum er áætlað að flytja út til Færeyja um tvær milljónir hrognkelsaseiða í ár og frá eldisstöð Hafró við Grindavík fara 150-200 þúsund seiði.
Page 141 of 145« First...110120130«139140141142143 » ...Last »