Flokkur: 200 milur

HB Grandi gerir samning við Völku

Hb Grandi hefur skrifað undir samning við Völku ehf. um kaup á á vatnsskurðarvél og sjálfvirkum afurðaflokkara sem sérhannaður er fyrir karfavinnslu.

Léleg grásleppuvertíð

Það sem af er vertíð eru komin á land 1.629 tonn af grásleppu, segir á vef Fiskistofu. Þetta er verulega minni afli en á sama tíma á síðustu vertíð en þá hafði 3.219 tonnum verið landað.

Útrás til Seattle fer vel af stað

Sjávarklasi á vesturströnd Bandaríkjanna gæti reynst verðmætur stökkpallur fyrir íslensk fyrirtæki inn á Bandaríkjamarkað. Í Seattle er góður jarðvegur fyrir nýsköpun en Ísland virðist hafa þekkingarforskot á fyrirtækin sem þar starfa.

Samdráttur vegna verkfalls

Aflaverðmæti íslenskra skipa var 1,9 milljarðar króna í janúar, sem er 81% minna en í janúar 2016 og setur verkfall sjómanna þar strik í reikninginn.

Selja verksmiðju í hollenskt skip

Skaginn 3X hefur komist að samkomulagi um smíði á uppsjávarverksmiðju um borð í hollenskt verksmiðjuskip. Um er að ræða frekari þróun á þeim búnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað og selt til nokkurra staða í landvinnslur á undanförnum árum, síðast til Eskju á Eskifirði.

Stefnir í hert eftirlit með vigtun fisks

Ónákvæmni við vigtun fiskafla, þar sem uppgefið íshlutfall er fjarri sanni, verður vigtunarleyfishöfum dýrt verði frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi að lögum.

Tilkynnti um stofnun Knarr Maritime

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag um stofnun nýs markaðsfyrirtækis á sviði skipalausna, Knarr Maritime, á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni, sem nú stendur sem hæst í Brussel.

Hvalir ná sér af ofveiði fyrri tíma

Breytingar á útbreiðslu hvala og fjölda þeirra eru viðfangsefni vísindamanna sem á nokkurra ára fresti reyna að telja þessi stóru spendýr í hafinu. Talsverðar breytingar hafa orðið á síðustu árum og margir þættir spila þar inn í.

Skaginn 3X selur búnað í Drangey

Undirritaður hefur verið samningur á milli Skagans 3X og Fisk Seafood á Sauðárkróki um kaup Fisk Seafood á vinnslu- og lestarbúnaði fyrir nýsmíði fyrirtækisins, Drangey SK2, sem sjósett var í Tyrklandi í síðustu viku. Skipið er væntanlegt til landsins síðla sumars.

„Ævintýralegt fiskirí“

„Það hefur verið ævintýralegt fiskirí síðustu daga,“ sagði Andrés Þ. Sigurðsson hjá Vestmannaeyjahöfn í gærkvöldi. Páskastoppi eða banni vegna hrygningar þorsks lauk fyrir Suður- og Vesturlandi á föstudag.
Page 150 of 152« First...120130140«148149150151152 »