Flokkur: 200 milur

Fullt tollfrelsi með sjávarafurðir

Fríverslunarsamningur Kanada við Evrópusambandið tryggir kanadískum sjávarafurðum mun betra aðgengi en Íslendingar njóta í gegnum EES-samninginn. Við gildistöku hans féllu niður tollar Evrópusambandsins af um 96% allra tollskrárnúmera Evrópusambandsins á kanadískar sjávarafurðir og á næstu 3 til sjö árum verður það sem eftir stendur einnig afnumið.

Sökk í höfninni

Eikarbáturinn Saga SU 606 sökk við bryggju á Breiðdalsvík um þrjúleytið í fyrrinótt. Talið er að báturinn hafi verið mannlaus en hann er gerður út á sumrin í ferðaþjónustu.

„Hefði ekki þurft að fara svona illa“

„Maður hefði ekki trúað því að veðrið gæti orðið svona vont,“ segir Pálmi Hlöðversson, sem var II. stýrimaður á Óðni í hamfaraveðri febrúarmánaðar 1968, þá 25 ára. „Það hefur aldrei neitt veður komist nálægt þessu, öll þessi ár síðan.“

Norsku skipin í vari á Akureyri

Það er víðar en á Austfjörðum sem norsku loðnuveiðiskipin hafa flúið illviðri og brælu til hafnar á Íslandi. Þessar myndir voru teknar á Akureyri í morgun og má þar sjá fimm norsk skip. Bíða áhafnir þeirra væntanlega þess að veðrinu sloti svo þau geti haldið aftur til veiða.

Óðinsbryggjan hefur verið dæmd ónýt

Stjórn Faxaflóahafna ákvað á fundi sínum í gær að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að láta vinna að hönnun nýrrar bryggju, þar sem núverandi verbúðarbryggja næst Sjóminjasafninu er metin ónýt. Kostnaður við að smíða nýja samsvarandi bryggju er talinn 100 milljónir króna.

Stærsta sandhverfa sem veiðst hefur

Áhöfnin á Sigurði Ólafssyni SF frá Hornafirði veiddi nýlega sandhverfu við Ingólfshöfða sem var 12 kíló og 82 sentímetra löng

Mikið að sjá við Stokksnes

„Það er mikið að sjá hérna,“ sagði Geir Zoëga, skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq, um hádegi í gær.

Minntust hamfaranna fyrir hálfri öld

Segja má að það hafi verið hamfarir fyrir réttum fimmtíu árum, þegar fjöldi sjómanna fórst í Ísafjarðardjúpi í byrjun febrúar árið 1968. Var af þessu tilefni haldin athöfn á mánudag, um borð í varðskipinu Óðni, til minningar um þá sem týndu lífi þennan örlagaríka sólarhring og jafnframt til að minnast þess björgunarafreks sem áhöfnin á Óðni vann.

Norsk skip flýja veðrið á Fáskrúðsfjörð

Tólf skip frá Noregi liggja nú við bryggju á Fáskrúðsfirði vegna veðurs úti fyrir austanverðu landinu. Þrjú þeirra hafa landað afla til manneldis í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði, samkvæmt upplýsingum frá útgerðinni.

Hafró flytur í Hafnarfjörð

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jón Rúnar Halldórsson, eignarhaldsfélaginu Fornubúðum ehf., undirrituðu í gær samning um nýtt húsnæði Hafrannsóknastofnunar. Húsið mun rísa að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun.
Page 2 of 108«12345 » 102030...Last »