Flokkur: 200 milur

Netaveiðar við Ísland gætu lagst af

Netaveiðar við strendur landsins munu alfarið leggjast af, ef fram heldur sem horfir og stjórnvöld ákveða að uppfylla kröfur Bandaríkjanna hvað varðar meðafla sjávarspendýra. Þetta segir Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda.

Vísa áhyggjum Loðnuvinnslunnar á bug

Sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif á gæði þess sjávar sem Loðnuvinnslan hf. mun nota. Þetta er álit vísindamanna í umhverfismálum hjá rannsóknar- og ráðgjafarstofunni Rorum.

Náðu ekki samkomulagi um skiptingu

Ekki náðist samkomulag um skiptingu heildarafla norsk-íslenskrar síldar milli strandríkja á fundi þeirra, sem lauk í Kaupmannahöfn í gær. Fulltrúar Íslands vildu að miðað yrði við ráðgjöf ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem hljóðar upp á 384 þúsund tonn.

„Alveg vitlaust veður“

„Við vorum rúmlega sólarhring að sigla á miðin suðaustur af Færeyjum. Við tókum einungis tvö hol en síðan skall á bræla og við liggjum nú í höfn í Kollafirði. Það er í reynd alveg vitlaust veður og kolmunnaskipin hafa öll leitað hafnar eða liggja í vari. Við erum komnir með rúmlega 600 tonn.“

Millifæra aflamark rafrænt

Nýtt rafrænt millifærslukerfi Fiskistofu fyrir aflamark á að einfalda núverandi fyrirkomulag. Ókeypis verður að nota kerfið fram að áramótum, en hóflegt gjald verður tekið eftir það.

Óvissa vegna nýrra takmarkana

Nýtt ákvæði í bandarískri löggjöf, og væntanleg framkvæmd þess, veldur mönnum heilabrotum víða um heim. Ákvæðið gæti haft áhrif á netaveiðar hér á landi og jafnvel lokað á útflutning fiskafurða til Bandaríkjanna. Fátt er um svör þegar eftir þeim er leitað.

Þriðja og síðasta systirin lögð af stað

Viðey RE, nýr ísfisktogari HB Granda, er nú lögð af stað til Íslands frá skipasmíðastöðinni Celiktrans við Istanbúl. Hér má sjá staðsetningu hennar á gagnvirku korti.

Lönduðu fjögur þúsund tonnum af kolmunna

„Við höfum verið að veiðum í færeysku lögsögunni og aflinn hefur verið upp og ofan. Kolmunninn er nokkuð dreifður og maður þarf að toga lengi í senn, upp í um 20 tíma, til að fá góðan afla,“ segir Róbert Axelsson, skipstjóri á Venusi NS, sem kom til hafnar á Vopnafirði í gærkvöldi með um 2.200 tonn af kolmunna.

„Þeir vilja taka Noreg“

Nokkrar helstu stofnanir Noregs hafa verið settar á lista yfir skotmörk tölvuþrjótasamtakanna Anonymous. Þau hafa áður ráðist gegn vefsíðum stofnana á Íslandi vegna hvalveiða Íslendinga.

Metbáturinn veiddi 152 hrefnur

Norskir hvalveiðibátar komu í ár með 432 hrefnur að landi og er það talsverður samdráttur frá síðasta ári er hrefnurnar voru 591. Í norska blaðinu Fiskaren kemur fram að komið var að landi með 622 tonn af kjöti í ár, en 776 tonn í fyrra.
Page 2 of 83«12345 » 102030...Last »