Flokkur: 200 milur

HB Grandi kaupir kerfi frá Marel

HB Grandi hefur undirritað samning við Marel um kaup á FleXicut kerfi og pökkunarflokkara til notkunar um borð í nýjum frystitogara félagsins.

Vel gengur á kolmunna við Færeyjar

Veiðar á kolmunna syðst í færeyskri lögsögu hafa gengið vel undanfarið. Stærri skipin hafa oft náð fullfermi á 3-4 sólarhringum og þau sem eru með minni burðargetu hafa jafnvel fyllt sig á tveimur sólarhringum.

Hagnaður Marel á fyrsta fjórðungi eykst milli ára

Tekjur Marel á fyrsta ársfjórðungi námu 288 milljónum evra, jafnvirði 35,3 milljarða króna, samanborið við 253 milljónir evra á sama fjórðungi ársins 2017. Nemur vöxturinn um 14%.

Hafna kröfu um frestun 500 tonna eldis

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um frestun réttaráhrifa á ákvörðun Matvælastofnunar frá 13. nóvember 2017, um útgáfu rekstrarleyfis fyrir 500 tonna seiðaeldi Laxa fiskeldis ehf. í Þorlákshöfn.

„Þetta verður spennandi“

„Við vorum að veiðum á Reykjaneshrygg og aflinn var gullkarfi og djúpkarfi. Það fiskaðist afar vel allan túrinn en hann tók 14 daga höfn í höfn þannig að við vorum einungis 10-11 daga að veiðum.“

Veiðibann í sjónmáli

Ef fram fer sem horfir gæti ekki verið langt að bíða þess að humarveiðar verði bannaðar með öllu við strendur landsins. Því veldur dræm nýliðun í stofninum, sem verður sífellt eldri og minni samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar.

Vörur ORA tilnefndar til verðlauna

Vörur íslenska matvælaframleiðandans ORA hafa verið tilnefndar sem vörur ársins á sjávarútvegssýningunni í Brussel, sem fram fer dagana 24.-26. apríl. Þá er vörulína fyrirtækisins í heild sinni tilnefnd til verðlauna sem vörulína ársins.

Samfelld kolmunnavinnsla

Það er áframhald á góðri kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni og þessa dagana er samfelld vinnsla í fiskimjölsverksmiðjum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði.

Þarf að bjóða 42 milljarða til viðbótar

Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi og forstjóri Brims, þarf að bjóða öllum hluthöfum HB Granda sama verð og hann bauð Kristjáni Lofts­syni og Hall­dóri Teitssyni. Þannig þarf Guðmundur að bjóða 42 milljarða króna til viðbótar við þá 21,7 milljarða sem hann bauð Kristjáni og Halldóri.

Kaupin skapa yfirtökuskyldu

Við kaup útgerðarfélagsins Brims hf. á 34,1% hlut Vogunar, dótturfélags Hvals hf. og Fiskveiðihlutafélagsins Venusar, í HB Granda, skapast yfirtökuskylda gagnvart öðrum hluthöfum fyrirtækisins.
Page 20 of 145« First...10«1819202122 » 304050...Last »