Flokkur: 200 milur

Beitir landar færeyskri síld

Beitir NK kom til hafnar í Neskaupstað síðastliðna nótt með 1.350 tonn af síld sem veiddist í færeyskri lögsögu, 250 til 260 sjómílur austur af landinu. Síldin fer öll til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

Nýjar vottanir bætast í safnið

Icelandi Sustainable Fisheries hafa undanfarið bætt nýjum MSC vottunum í safn sitt, þar á meðal fyrstu MSC vottunum í heiminum fyrir keilu, blálöngu, steinbíl og kola. Í dag er um 90% af öllum lönduðum afla á Íslandi úr MSC vottuðum stofnum.

Tíðarfarið tefur afgreiðslu

Hvert skipið á fætur öðru kemur þessa dagana til Neskaupstaðar til að lesta frystar afurðir en að sögn yfirverkstjóra í frystigeymslum Síldarvinnslunnar hefur tíðarfarið undanfarna daga tafið afgreiðslu skipanna en mikilvægt er að losna við afurðirnar svo nægilegt rými sé í geymslunum.

Nýjar vottanir bætast í safnið

Iceland Sustainable Fisheries hafa undanfarið bætt nýjum MSC vottunum í safn sitt, þar á meðal fyrstu MSC vottununum í heiminum fyrir keilu, blálöngu, steinbít og kola. Í dag er um 90% af öllum lönduðum landa á Íslandi úr MSC vottuðum fiskistofnum.

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

„Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is.

Björg EA 7 á heimleið

Björg EA 7, nýr togari Samherja, lagði af stað úr höfn í Tyrklandi 15. október eftir að hafa verið í tvö ár í smíðum. Áætlað er að heimsiglingin taki rúmar tvær vikur en Óskar Magnússon, rithöfundur og stjórnarmaður í Samherja, skrifar dagbókarbrot sem birt eru á Facebook-síðu Samherja.

Cuxhaven undir Ólafsfjarðarmúlanum

Síðdegis í gær kom Cuxhaven NC 100, nýr togari Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, til löndunar á Akureyri.

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip.

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist.

Sindri strandaði í innsiglingunni

Togarinn Sindri VE strandaði í innsiglingunni við Vestmannaeyjahöfn rétt eftir miðnætti í nótt. Var togarinn á leið út úr innsiglingunni þar sem hann mætti Arnarfellinu frá Samskipum, en þegar skipin mættust lenti Sindri of sunnarlega í innsiglingunni og strandaði þar.
Page 20 of 83« First...10«1819202122 » 304050...Last »