Flokkur: 200 milur

Norsk skip flýja veðrið á Fáskrúðsfjörð

Tólf skip frá Noregi liggja nú við bryggju á Fáskrúðsfirði vegna veðurs úti fyrir austanverðu landinu. Þrjú þeirra hafa landað afla til manneldis í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði, samkvæmt upplýsingum frá útgerðinni.

Hafró flytur í Hafnarfjörð

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jón Rúnar Halldórsson, eignarhaldsfélaginu Fornubúðum ehf., undirrituðu í gær samning um nýtt húsnæði Hafrannsóknastofnunar. Húsið mun rísa að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun.

Stefna á fyrstu veiðar á morgun

Hafborg EA 152, nýr bátur útgerðarfélagsins Hafborgar ehf. í Grímsey, kom til hafnar á Dalvík um mánaðamótin, eftir siglingu frá Danmörku. Vonast er til að nýja skipið geti haldið til veiða á morgun, 10. febrúar.

Marel snarhækkar í Kauphöllinni

Verð á hlutabréfum í Marel hafa hækkað verulega þar sem af er degi vegna betri afkomu en búist var við. Tekjur fyrirtækisins námu meira en einum milljarði evra.

Óvissa á mörkuðum fyrir loðnu

Nokkur óvissa er um markaði fyrir loðnuhrogn og frystar loðnuafurðir og birgðir eru enn í landinu frá síðustu vertíð, ýmist seldar eða óseldar.

Ekki á bakvöktum en oftast klárir

Manna þurfti varðskipið Þór, sem statt var í Reykjavíkurhöfn, með skömmum fyrirvara í morgun. Þrír skipverjar komu með fyrsta flugi frá Akureyri og tveir sprengjusérfræðingar frá séraðgerðasviði Landshelgisgæslunnar hlupu í skarðið fyrir skipverja á frívakt sem ekki náðist í.

Laxeldisfyrirtæki HB Granda sett á sölu

Laxeldisfyrirtækið Salmones Frisour, sem er að hluta til í eigu HB Granda, hefur verið sett í söluferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda.

Þór mannaður óhefðbundinni áhöfn

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á þriðja tímanum í nótt símtal frá skipstjóra togarans Akurey AK-10 til að grennslast fyrir um möguleika á aðstoð varðskips. Skipið var þá statt úti fyrir Faxaflóa. Fyrr um kvöldið hafði það fengið í skrúfuna og fest trollið. Ottó N. Þorláksson RE-203 kom skömmu síðar þar að og tók Akureyna í tog.

Togari í togi á leið í land

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sjúkling af Rifi á Landspítalann seint í gærkvöldi en mjög slæmt veður var á þessum slóðum. Flugið gekk vel miðað við aðstæður.

Frekari mælingar á loðnustofninum

Ráðgert er að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnumælinga norðvestur af landinu um leið og veður leyfir.
Page 20 of 125« First...10«1819202122 » 304050...Last »