Flokkur: 200 milur

Stefna á fyrstu veiðar á morgun

Hafborg EA 152, nýr bátur útgerðarfélagsins Hafborgar ehf. í Grímsey, kom til hafnar á Dalvík um mánaðamótin, eftir siglingu frá Danmörku. Vonast er til að nýja skipið geti haldið til veiða á morgun, 10. febrúar.

Marel snarhækkar í Kauphöllinni

Verð á hlutabréfum í Marel hafa hækkað verulega þar sem af er degi vegna betri afkomu en búist var við. Tekjur fyrirtækisins námu meira en einum milljarði evra.

Óvissa á mörkuðum fyrir loðnu

Nokkur óvissa er um markaði fyrir loðnuhrogn og frystar loðnuafurðir og birgðir eru enn í landinu frá síðustu vertíð, ýmist seldar eða óseldar.

Ekki á bakvöktum en oftast klárir

Manna þurfti varðskipið Þór, sem statt var í Reykjavíkurhöfn, með skömmum fyrirvara í morgun. Þrír skipverjar komu með fyrsta flugi frá Akureyri og tveir sprengjusérfræðingar frá séraðgerðasviði Landshelgisgæslunnar hlupu í skarðið fyrir skipverja á frívakt sem ekki náðist í.

Laxeldisfyrirtæki HB Granda sett á sölu

Laxeldisfyrirtækið Salmones Frisour, sem er að hluta til í eigu HB Granda, hefur verið sett í söluferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda.

Þór mannaður óhefðbundinni áhöfn

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á þriðja tímanum í nótt símtal frá skipstjóra togarans Akurey AK-10 til að grennslast fyrir um möguleika á aðstoð varðskips. Skipið var þá statt úti fyrir Faxaflóa. Fyrr um kvöldið hafði það fengið í skrúfuna og fest trollið. Ottó N. Þorláksson RE-203 kom skömmu síðar þar að og tók Akureyna í tog.

Togari í togi á leið í land

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sjúkling af Rifi á Landspítalann seint í gærkvöldi en mjög slæmt veður var á þessum slóðum. Flugið gekk vel miðað við aðstæður.

Frekari mælingar á loðnustofninum

Ráðgert er að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnumælinga norðvestur af landinu um leið og veður leyfir.

Farsælum ferli Sturlaugs lokið

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom úr sinni síðustu veiðiferð fyrir HB Granda aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku. Var aflinn um 90 tonn af karfa, þorski og ufsa, en með veiðiferðinni lauk farsælum ferli skipsins undir merkjum HB Granda.

Tregt á kolmunnamiðunum

„Það er sáratregt á kolmunnaveiðum, ekkert að hafa,“ segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.
Page 3 of 108«12345 » 102030...Last »