Flokkur: 200 milur

„Flotinn er að skreppa saman“

Víða er pottur brotinn í fyrirkomulagi smábátaveiða og fiskmarkaða og allt stefnir í að útgerð smábáta leggist nánast af innan fárra ára. Þetta segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Sólrúnar ehf. á Árskógssandi.

Aldrei veiðst betur í netarallinu

„Þetta er besta rall sem við höfum tekið,“ segir Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi EA, en áhöfnin sinnir nú árlegu netaralli fyrir Hafrannsóknastofnun úti fyrir Norðurlandi. Bætir hann við að veiðin sé töluvert mikið betri en í meðalári.

Þarf ekki að gangast undir umhverfismat

Fyrirhuguð stækkun fiskeldis Hábrúnar í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi, úr 400 tonnum í 700 tonn, er ekki líkleg til að hafa umtalsverð áhrif á umhverfið. Þarf framkvæmdin því ekki að undirgangast mat á umhverfisáhrifum. Þetta er niðurstaða Skipulagsstofnunar.

Slógu aflamet fyrstu þrjá mánuðina

Vestmannaey VE og Bergey VE, skip Bergs-Hugins, dótturfyrirtækis Síldarvinnslunnar, hafa fiskað afar vel það sem af er ári. Fyrstu þrjá mánuði ársins var afli skipanna 2.900 tonn af slægðum fiski og er verðmætia aflans metið á um 640 milljónir króna.

Lítil breyting á hrefnukvótanum

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að árlegar veiðar hrefnu árin 2018–2025 verði ekki meiri en 217 dýr á íslenska landgrunnssvæðinu.

„Hélt að við færum niður“

Báturinn Manni ÞH-88 er kominn í höfn eftir að hafa tekið niðri við Rauðanes í morgun. „Ég hélt fyrst að báturinn væri að fara niður og við vorum komnir í gallana," sagði Sæmundur Einarsson, útgerðarmaður og eigandi Manna í samtali við mbl.is.

Komnir af hættusvæði sjórána

Togaratvíburarnir Breki og Páll Pálsson komust fyrr í dag af hættusvæði sjórána í sundinu milli Sómalíu og Jemens. Siglingin um svæðið var tíðindalaus með öllu og mannskapnum létti mjög þegar komið var inn á Rauðahafið.

Tók niðri við Rauðanes

Björgunarskip er á leið til Þórshafnar með bát í togi sem tók niðri við Rauðanes í morgun. Ekkert amar að skipverjum og engin hætta á ferðum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Vélarvana 7,5 sjómílur frá Akranesi

Björgunarsveitin á Akranesi var kölluð út til að sækja gúmmíbát sem var vélarvana undan Syðra-Hrauni kl. 19:15 í kvöld.

Hætt kominn er báturinn sökk

Sigurður Hjaltested var hætt kominn í gær þegar bátur hans sökk úti fyrir ströndum bæjarins Mehamn í norðurhluta Noregs í gærkvöldi. Sigurður hefur búið í Mehamn frá árinu 2015 og á norska konu.
Page 30 of 152« First...1020«2829303132 » 405060...Last »