Flokkur: 200 milur

Þarf að taka tillit til eldisaðferða

Það er gagnrýnivert að Hafrannsóknastofnun geri ráð fyrir sambærilegri áhættu af sleppingum á laxaseiðum hjá þeim laxeldisstöðvum sem setja smáseiði út í júní og þeirra sem setja seiði út að hausti. Þetta er mat Báru Gunnlaugsdóttur eins stjórnenda Stofnfisks.

Útbreiðsla laxalúsar eykst með laxeldi

Laxalús hefur aukið útbreiðslu sína með laxeldi í Noregi og lúsin berst úr eldislaxinum yfir í villta laxinn. Þetta sagði Dr. Geir Lasse Taranger, sérfræðingur við Havforskningsinstituttet á morgunfundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Sagði Tarenger ástandið hafa versnað undanfarin 5 ár.

Ný mathöll fyrirhuguð á Grandagarði

Ráðgert er að á næsta ári verði opnuð mathöll í húsnæði Sjávarklasans á Grandagarði. Um er að ræða rúmlega 500 fermetra rými í suðvesturenda á jarðhæð húsnæðis, sem áður hýsti þjónustu HB Granda við skip fyrirtækisins.

Áhrif laxeldis staðbundnari en áður talið

Stóru fréttirnar eru að áhrifin af laxeldi eru staðbundnari en menn töldu áður. Þetta sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, á morgunfundi sem haldin var í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu nú í morgun um áhættumat Hafró á laxeldi.

Höfrungadráp slæm fyrir ímynd Færeyinga

Það er ekki hlutverk sýslumanna að skera úr um það, hvort borgarar hafi fullar frystikistur, eða hvað útlendingar kunna að halda um höfrungadráp. Þetta segir Jacob Vestergaard, sýslumaður í Austurey, næststærstu og -fjölmennustu ey Færeyja.

Sjávarútvegur mikilvægasta atvinnugreinin

„Ég hef alltaf haft áhuga á sjávarútvegi og skrifað mikið um hann. Ég skrifaði bók fyrir háskólastigið sem kom út í fyrra, en þessi bók er meira ætluð framhaldsskólum og almenningi, hún er einfaldari í framsetningu en gefur gott yfirlit um íslenskan sjávarútveg,“ segir Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst og prófessor, í samtali við 200 mílur.

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn.

Borgarísjaki út af Ströndum

Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri.

Tvö hundruð höfrungum slátrað í Færeyjum

Rúmlega tvö hundruð höfrungum var slátrað í Skálafirði í Færeyjum í gær, eftir að þeir voru reknir inn fjörðinn og upp á land. Um er að ræða stærsta höfrungadrápið í Færeyjum síðan í ágúst 2013, þegar 430 höfrungar voru reknir til slátrunar.

Andarnefja heimsótti Friðarhöfn

Hvalur, um sjö metra langur, sást í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Talið er að um andarnefju sé að ræða. Hvalurinn synti um höfnina og virtist vera við góða heilsu. Friðarhöfn er innst í Vestmannaeyjahöfn.
Page 30 of 83« First...1020«2829303132 » 405060...Last »