Flokkur: 200 milur

Laxeldisfyrirtæki HB Granda sett á sölu

Laxeldisfyrirtækið Salmones Frisour, sem er að hluta til í eigu HB Granda, hefur verið sett í söluferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda.

Þór mannaður óhefðbundinni áhöfn

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á þriðja tímanum í nótt símtal frá skipstjóra togarans Akurey AK-10 til að grennslast fyrir um möguleika á aðstoð varðskips. Skipið var þá statt úti fyrir Faxaflóa. Fyrr um kvöldið hafði það fengið í skrúfuna og fest trollið. Ottó N. Þorláksson RE-203 kom skömmu síðar þar að og tók Akureyna í tog.

Togari í togi á leið í land

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sjúkling af Rifi á Landspítalann seint í gærkvöldi en mjög slæmt veður var á þessum slóðum. Flugið gekk vel miðað við aðstæður.

Frekari mælingar á loðnustofninum

Ráðgert er að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnumælinga norðvestur af landinu um leið og veður leyfir.

Farsælum ferli Sturlaugs lokið

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom úr sinni síðustu veiðiferð fyrir HB Granda aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku. Var aflinn um 90 tonn af karfa, þorski og ufsa, en með veiðiferðinni lauk farsælum ferli skipsins undir merkjum HB Granda.

Tregt á kolmunnamiðunum

„Það er sáratregt á kolmunnaveiðum, ekkert að hafa,“ segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.

Trúa að hægt sé að leyfa meiri veiði

„Það er ljóst að niðurstaðan úr mælingum Hafrannsóknastofnunnar er okkur mikil vonbrigði,“ segir Garðar Svavarsson, framkvæmdastjóri uppsjávarsviðs HB Granda.

Salthúsið endurnýjað

Smiðir frá Byggingafélaginu Bergi á Siglufirði hafa undanfarna mánuði lagfært gólfbita og burðarvirki og endurnýjað gólfið á efri hæðinni í Salthúsinu, nýjustu byggingu Síldarminjasafnsins.

Minnast þeirra sem fórust fyrir fimmtíu árum

Áhöfn Óðins vann hetjudáð þegar hún bjargaði skipverjum togarans Notts County. Síðan er liðin hálf öld.

Siglt heim til hafnar í fyrsta sinn

Því var fagnað á miðvikudag þegar hið nýsmíðaða skip, Óli á Stað GK-99, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík. Báturinn er með krókaaflamark og er í eigu Stakkavíkur, sem lét smíða hann á síðasta ári í skipasmíðastöðinni Seigi.
Page 30 of 134« First...1020«2829303132 » 405060...Last »