Flokkur: 200 milur

Nýr hafnarkantur tekinn í notkun

Nýr hafnarkantur hefur verið tekin í notkun hjá Fjarðabyggðarhöfnun á Fáskrúðsfirði. Bryggjan, sem er 90 metra löng, á að þjóna starfsemi Loðnuvinnslunnar.

Reiðarslag í Eyjum

Strand belgíska togarans Pelagus við Vestmannaeyjar fyrir 35 árum, þar sem fjórir menn fórust, er frásagnarefnið í nýýtkominni Útkallsbók Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í þá örlagaríku atburðarás sem greint er frá í bókinni:

Þerney siglir til Suður-Afríku

Frystitogarinn Þerney RE lét úr höfn í Reykjavík um miðjan dag í gær eftir olíutöku. Framundan er löng sigling til nýrrar heimahafnar í Suður-Afríku.

Yfir 500 starfsmenn fagna í Póllandi

Yfir 500 starfsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum, Helguvík og Akranesi fagna um helgina 60 ára afmæli fyrirtækisins í Póllandi.

Vilja koma í veg fyrir „stjórnlausar veiðar“

Samkomulag hefur náðst á milli Bandaríkjanna, Danmerkur f.h. Færeyja og Grænlands, Íslands, Japan, Kanada, Kína, Noregs, Rússlands, Suður-Kóreu og Evrópusambandsins um drög að samningi sem kemur í veg fyrir stjórnlausar fiskveiðar í Norður-Íshafi ef ísinn þar hopar enn frekar og möguleikar til fiskveiða skapast.

Endurreisn þorsksins heppnast vel

Með hóflegu veiðiálagi undanfarin ár hafa þorskárgangar hver af öðrum lifað lengur og tekið út meiri vöxt og þannig gefið meiri afla og lagt meira til hrygningarstofnsins en ella. Úr því takmarkaða efni sem felst í tiltölulega litlum árgöngum hefur hrygningarstofninn, sem eðli málsins samkvæmt er samsettur af eldri fiski, tvöfaldast að stærð á undanförnum áratug.

Væru illa stödd án íslenska fisksins

Brýnt er fyrir atvinnulífið í Grimsby og nágrenni að útganga Bretlands úr ESB trufli ekki flæðið á íslenskum fiski til landsins. Árlega tekur Grimsby við um 60.000 tonnum af íslenskum sjávarafurðum og þar starfa 75 fiskvinnslur sem veita 5.000 manns atvinnu.

Veiðigjöld taki tillit til afkomu

Hafrannsóknir gegna lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þarf að efla. Við endurskoðun laga um veiðigjöld þarf að hafa það meginmarkmið að tryggja þjóðinni réttlátan hlut af arðsemi auðlindarinnar og að þau taki tillit til afkomu. Þetta kemur fram í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar.

8,2% minna verðmæti fyrir sama magn

Aflaverðmæti íslenskra skipa í ágúst voru tæplega 11,9 milljarðar króna sem er 8,2% minna en í ágúst 2016. Aflamagnið var tæplega 120 þúsund tonn sem er sama magn og í ágúst 2016.

HB Grandi kaupir hlut í fiskþurrkun

HB Grandi mun ganga til samninga við eigendur Háteigs, fiskþurrkunar, um kaup á þriðjungs hlut í félaginu fyrir 450 milljónir króna.
Page 30 of 108« First...1020«2829303132 » 405060...Last »