Flokkur: 200 milur

Hampiðjan sækist eftir Mørenot

Hampiðjan er annað tveggja eða eitt þriggja fyrirtækja sem nú bítast um eignarhaldið á norska veiðarfæraframleiðandanum Mørenot. Þetta hefur norski fjölmiðillinn Fiskeribladet eftir heimildarmönnum sínum.

Sjósókn sýnd með nýrri tækni

Nú er unnið að nýrri grunnsýningu Sjóminjasafnsins í Reykjavík, Borgarsögusafni, sem áformað er að verði opnað vorið 2018. Unnið er með hollenska fyrirtækinu KossmannDeJong, sem er heimþekkt fyrirtæki á sviði sýningahönnunar.

Langt síðan Síldarvinnslan fékk nýtt skip

„Markmiðið með nýsmíðinni er að hagræða í rekstri. Sú hagræðing næst meðal annars með því að setja tvær aðalvélar með tveimur skrúfum í skipin og nýja kynslóð rafmagnsspila. Bæta vinnuaðstöðu sjómanna og meðhöndlun afla,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

Fengu lifandi kóp í netið

Áhöfnin á Maroni GK-522 fékk myndarlegan kóp í netið hjá sér þegar báturinn var á þorskveiðum í Faxaflóa í síðustu viku. Ekki er algengt að fá seli í net og enn síður að þeir séu lifandi þar sem þeir þurfa að komast á yfirborðið til að anda. Skipverjar náðu myndskeiði af kópnum.

Skilyrði fyrir hafísmyndun verið góð

Talsverðar sviptingar hafa verið í hafísútbreiðslu undanfarna daga. Nokkuð samfelld suðvestan átt hefur borið ísinn austur á bóginn og í átt að landinu. Skilyrði fyrir hafísmyndun hafa enn fremur verið afar góð, með köldum og seltulitlum sjó í yfirborði, og lagskipting sjávar væntanlega nokkuð skörp.

Sjókvíaeldi tvöfaldast í Dýrafirði

Arctic Sea Farm, dótturfélag Arctic Fish, fær einhvern næstu daga afhent rekstrar- og starfsleyfi fyrir framleiðslu á allt að 4000 tonnum á laxi í sjókvíum í Dýrafirði.

Verndarsvæðið stækkað og minnkað á víxl

Verndarsvæði hvala í Faxaflóa hefur stækkað og minnkað á víxl. Ekki beint af náttúrulegum völdum heldur ákvörðunum ráðherra.

Samið um smíði sjö nýrra togara

Undirritaðir hafa verið samningar um smíði á sjö nýjum togurum fyrir fjórar íslenskar útgerðir. Um er að ræða tvö skip fyrir Berg-Hugin, dótturfélag Síldarvinnslunnar, tvö skip fyrir Gjögur, tvö fyrir Skinney — Þinganes og eitt fyrir Útgerðarfélag Akureyringa.

Nýr hafnarkantur tekinn í notkun

Nýr hafnarkantur hefur verið tekin í notkun hjá Fjarðabyggðarhöfnun á Fáskrúðsfirði. Bryggjan, sem er 90 metra löng, á að þjóna starfsemi Loðnuvinnslunnar.

Reiðarslag í Eyjum

Strand belgíska togarans Pelagus við Vestmannaeyjar fyrir 35 árum, þar sem fjórir menn fórust, er frásagnarefnið í nýýtkominni Útkallsbók Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í þá örlagaríku atburðarás sem greint er frá í bókinni:
Page 4 of 83« First...«23456 » 102030...Last »