Flokkur: 200 milur

„Segja að hann sé stærri en í fyrra“

„Það verður að segjast að þetta er góð veiði og byrjunin lofar góðu. Það var töluvert að sjá á veiðislóðinni en fiskurinn var ekki á stóru svæði,“ segir Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, sem kom með 1.800 tonn af kolmunna til Seyðisfjarðar í gærkvöldi.

„Ertu fegin að fá mig í land?“

„Ertu fegin að fá mig í land?“ spurði Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á varðskipinu Þór, konu sína, Sólveigu Baldursdóttur, þegar hún tók á móti honum úr sinni síðustu ferð eftir 50 ára samfelldan feril hjá Landhelgisgæslunni.

Skora á umhverfisráðherra

Veiðifélag Víðidalsár mótmælir öllum hugmyndum um útgáfu eldisleyfa á norskum kynbættum laxi í opnum sjókvíum, bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið hefur sent frá sér í kjölfar aðalfundar þess sem haldinn var á mánudag.

Fiskafli í mars minni en á síðasta ári

Fiskafli íslenskra skipa í marsmánuði var 157.277 tonn sem er 22% minna en í mars á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Vilja verða sterkur hluti af bæjarfélaginu

Hópur manna stendur að baki fyrirtækinu Landeldi ehf., en þeir hyggjast setja á fót lax- og bleikjueldi í Þorlákshöfn á næstu misserum. Ingólfur Snorrason, forsvarsmaður hópsins, segir í samtali við 200 mílur að mikil tækifæri leynist í bleikjueldi og að Þorlákshöfn eigi sér bjarta framtíð þrátt fyrir nýleg áföll í atvinnulífinu.

Margir vildu mark setja á Sjávarútvegshúsið

„Glitur hafsins“, verk Söru Riel, bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt listaverk á austurgafli Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna í nóvember á síðasta ári.

„Veðurfarið reyndist okkur oft býsna erfitt“

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til löndunar á Seyðisfirði í morgun með 102 tonn og er þorskur uppistaða aflans. Marsmánuður reyndist góður fyrir togarann en hann kom samtals með 550 tonn að landi í fimm veiðiferðum.

Humarveiðar einkennst af minnkandi afla

Jónas Páll Jónasson flytur í dag erindið „Veiðar á leturhumri - sögulegt yfirlit aflabragða og stofnþróunar“, á málstofu Hafrannsóknastofnunar. Í ágripi Jónasar segir að farið verði yfir sögu veiða á leturhumri, sem hófust hér við land í byrjun sjötta áratugarins.

Krabbar fá nýtt lögheimili

„Það er alger nauðsyn fyrir okkur til að geta haldið sýningunni gangandi að sjómenn hafi okkur í huga og margir þeirra hafa verið mjög duglegir,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri í Sæheimum í Vestmannaeyjum, um samstarf við sjómenn á Eyjaflotanum.

Ný Hafborg reynst vel í alla staði

„Þau voru alveg bunkuð af fiski netin, þegar við drógum upp á laugardag fyrir páska,“ sagði Guðlaugur Óli Þorláksson, útgerðarmaður og skipstjóri á Hafborg EA-152 frá Grímsey, í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins á páskadag.
Page 4 of 125« First...«23456 » 102030...Last »