Flokkur: 200 milur

Afurðir fiskeldis aukast um 38%

Framleiðsla í fiskeldi jókst um 38% á nýliðnu ári, miðað við árið á undan, og nam 20.776 tonnum. Mest jukust afurðir úr sjókvíaeldi á laxi en hlutfallslega mest jókst regnbogasilungur úr sjókvíum.

Rasmussen og „kvótakóngarnir“

Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, sagði við umræður á danska þinginu í gær að hann hefði gefið réttar og fullnægjandi skýringar á tengslum hans við svokallaða „kvótakónga“ í dönskum sjávarútvegi.

Ný skip fyrir átta milljarða

Flutningafyrirtækið Cargow sem þrír Íslendingar og einn Norðmaður stofnuðu árið 2012 hefur nú tekið við fyrsta flutningaskipinu af fjórum sem það hefur látið smíða í Kína. Hlaut skipið nafnið Frigg við hátíðlega athöfn í Rotterdam síðdegis í gær.

Menn alls staðar varir við loðnu

„Það gekk ljómandi vel. Við vorum heppnir með veður og fengum ágætan afla í túrnum. Ufsinn gaf sig til og uppistaða aflans er ufsi og svo erum við með tegundir eins og þorsk og karfa,“ segir Heimir Guðbjörnsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Helgu Maríu AK.

Kafarar björguðu andarnefju

Tveir kafarar komu hval til aðstoðar sem hafði synt upp í fjöru fyrir neðan HB Granda í Reykjavík fyrr í dag. Um andarnefju var að ræða og að sögn annars kafarans, Sigurðar Arnar Stefánssonar, gekk furðuvel að koma henni út í sjóinn.

Úthlutað til hæstbjóðanda

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um fiskeldi.

Beðið með óþreyju eftir Hafró

„Við lukum síðasta loðnutúrnum í bili með því að landa aflanum á Vopnafirði. Því var lokið fyrir miðnætti í gærkvöldi. Loðnuflekkurinn, sem við höfum verið að veiða úr austan við Langanes upp á síðkastið, gekk suður úr trollhólfinu og það varð úr að við tókum að okkur einn leitarlegg fyrir Hafrannsóknastofnun norður eftir fyrir austan Langanes,“ sagði Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, þegar skipið var á leið til Vopnafirði til Reykjavíkur í gær.

Eitt íslenskt loðnuskip og sjö norsk

Aðeins eitt íslenskt loðnuskip var á miðunum í gær, en verið var að frysta loðnu um borð í Vilhelm Þorsteinssyni EA norðaustur af Norðfirði.

Samningar náðst við Færeyinga

Samningar hafa náðst við stjórnvöld Færeyja um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu og gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu beggja. Samkomulagið náðist nú í hádeginu, samkvæmt upplýsingum mbl.is. Meðal annars afsalar Ísland sér heimildum til veiða á 2.000 tonnum af Hjaltlandssíld.

Lönduðu tæplega 600 tonnum af síld

Tæplega 600 tonnum af síld var landað úr Hoffelli SU 80 í gærdag, en aflann fékk skipið í sunnanverðum Kolluál úti af Snæfellssnesi. Fer síldin öll til vinnslu hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. Lauk þar með annarri ferð skipsins á árinu og jafnframt þeirri síðustu til síldarveiða.
Page 5 of 108« First...«34567 » 102030...Last »