Flokkur: 200 milur

„Hljóta að vera ánægðir með þessa byrjun“

Kolmunnaveiðin fer vel af stað í færeysku lögsögunni. Bjarni Ólafsson fékk 580 tonn í fyrsta holi en togað var í 13 tíma. Hákon EA fékk um 500 tonn eftir 16 tíma og Börkur NK fékk 600 tonn eftir 15 tíma, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Söngvari útskrifast sem skipstjóri

Ekki einasta syngur tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, KK, sjómannalög heldur er hann rétt að ljúka námi við Tækniskólann og fær í vor skipstjórapróf gangi allt upp.

„Sumarið er handan við hornið“

„Það hefur verið fínasta veiði. Við vorum að ljúka við að dæla úr trollinu eftir tíu tíma hol og aflinn var um 450 tonn,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, en skipið er nú á kolmunnaveiðum sunnarlega í færeyskri lögsögu.

Kaupa búnað frá Völku fyrir 2,5 milljarða

Samherji hefur ákveðið að festa kaup á nýjum búnaði frá íslenska hátæknifyrirtækinu Völku, og mun uppsetning nýrra véla gera landvinnslur Samherja þær fullkomnustu sem þekkjast í heiminum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækin hafa sent frá sér.

Allri áhöfninni sagt upp

Búið er að segja upp allri áhöfninni á línubátnum Grundfirðingur SH 24 og verður útgerð hætt í lok maí. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar segir rekstrargrundvöllinn brostinn.

Heitir skipverjar á Breka VE

„Það liggur við að við horfum öfundaraugum á veðurkortið heima þegar spáð er austanátt. Hitinn er gífurlegur og við ekki vanir að vera í svona miklum hita.“

Elsti bátur flotans kemur til hafnar

Á myndinni má sjá Þorstein ÞH 115 frá Raufarhöfn koma að landi í Njarðvík eftir netaróður. Báturinn er einn af minni Svíþjóðarbátunum svonefndu, en hann var smíðaður árið 1946 og er elsti bátur flotans sem gerður er út til fiskveiða.

Óveruleg áhrif laxeldis í Arnarfirði

Fyrirhugað eldi Arctic Sea Farm í Arnarfirði mun hafa verulega jákvæð áhrif á hagræna og samfélagslega þætti. Áhrif á botndýralíf á nærsvæði kvíanna verða talsvert neikvæð en þau verða þó staðbundin og afturkræf.

„Bara hroki og yfirgangur“

Von er á reglugerð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem fram kemur að heimilt verður að halda úti grásleppubátum í 32 daga en ekki 20 daga, eins og upphaflega var tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu.

Bílskúrinn í baksýnisspeglinum

Hátæknifyrirtækið Valka mun í dag opna nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar fyrirtækisins við Vesturvör 29 í Kópavogi. Af því tilefni blæs fyrirtækið til hátíðardagskrár á milli klukkan 16.30 og 18.
Page 5 of 125« First...«34567 » 102030...Last »