Flokkur: 200 milur

Makrílvertíðin á fullu í Neskaupstað

Vinnsla á makríl og síld gengur vel í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Í gær var lokið við að vinna síld úr Beiti NK en þá hófst vinnsla á síld og makríl úr Berki NK en Börkur landaði 350 tonnum í gær. Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar.

„Þjóðhátíðarlogn“ hjá Vinnslustöðinni

Dottið er á „þjóðhátíðarlogn“ í flota og landvinnslu VSV. Síðasti vinnudagur var í gær og sá næstu að líkindum ekki fyrr en á fimmtudag í næstu viku. „Menn hlupu nánast frá færiböndunum upp í Herjólfsdal í gær til að ná í stæði fyrir þjóðhátíðartjöldin sín,“ segir sviðsstjóri hjá VSV.

Skoðuðu áhættu en ekki ávinning

Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir við gerð áhættumats stofnunarinnar vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum og Austfjörðum hafi áhættan af erfðablöndun verið skoðuð en ekki ávinningur nálægra byggðalaga vegna atvinnuuppbyggingar laxeldis.

Beitir með 440 tonn af síld

Fyrir og um helgina var bræla fyrir austan og þegar hún gekk niður reyndist erfitt fyrir veiðiskipin að finna makrílinn á miðunum þar. Þá sneri Beitir NK sér að því að veiða síld og kom í nótt til Neskaupstaðar með 440 tonn.

Launþegum fækkar í sjávarútvegi

Dregið hef­ur úr fjölg­un launþega á Íslandi milli ára. Þeim hef­ur fækkað í sjávarútvegi en launagreiðendum hefur fjölgað í bygg­ing­ariðnaði og ferðaþjón­ustu. Þetta kem­ur fram í frétt sem Hag­stofa Íslands birti á heima síðu sinni.

Skýrslan hlutdræg

Gunnar Steinn Gunnarsson gagnrýnir nýja áhættumatsskýrslu Hafrannsóknastofnunar. Hann segir umfjöllun um Breiðdalsá í skýrslunni vera með ólíkindum og skýrslan sé heldur hlutdræg.

Von á stefnumótun í fiskeldi

„Nefndin átti að skila af sér undir lok júnímánaðar en af því að áhættumatið var ekki tilbúið þá, og mér skilst að það sé grunnurinn að ýmsum ákvörðunum innan hópsins, veitti ég honum frest fram í miðjan ágúst.“

„Hagsmunir íbúa að engu hafðir“

Hagsmunir íbúa við Ísafjarðardjúp eru að engu hafðir og svo virðist sem ætlun nefndar um stefnumótun í fiskeldismálum sé að ná „einhvers konar samkomulagi milli eldisfyrirtækja og veiðiréttarhafa um svæðaskiptingu fyrir laxeldi,“ að því er segir í tilkynningu frá sveitarstjórum á Vestfjörðum.

Huginn skal hann heita

Bíladellan hefur alltaf fylgt mér og strax eftir fyrstu loðnuvertíðina sem ég tók eignaðist ég fyrsta bílinn, sem var Pontiac Firebird. Þá var ég átján ára. Ég hafði lengi númerið V 603 en þegar ég varð fertugur fékk ég einkanúmerið að gjöf,“ segir Eyjamaðurinn Guðmundur Huginn Guðmundsson.

Miklar fjárfestingar hjá Vinnslustöðinni

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (VSV) hefur undanfarin misseri fjárfest í landi og á sjó fyrir nærri 80 milljónir evra, eða um það bil tíu milljarða króna á núverandi gengi evrunnar. Á næstu dögum verður suðurklefi frystigeymslunnar á Eiði tekinn í notkun en norðurklefinn í september.
Page 81 of 108« First...506070«7980818283 » 90100...Last »