Flokkur: 200 milur

Baldvin afhentur nýjum eigendum

Þau tímamót eiga sér stað í þessari viku að skipið Baldvin NC, sem áður hét Baldvin Þorsteinsson EA, verður afhentur nýjum eigendum. Þar með lýkur 25 ára farsælli sögu skipsins með Baldvins nafninu.

Ráðlagður makrílafli minnkar um 35%

Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að heildarafli makríls í Norðaustur-Atlantshafi verði ekki meiri en 551 þúsund tonn árið 2018. Ráðgjöf fyrir yfirstandandi ár hljóðaði upp á 857 þúsund tonn. Um er að ræða ríflega 35% lækkun í ráðlögðum heildarafla.

Fiskmarkaðirnir skapa sérhæfingu

Með því að geta keypt aukategundir á borð við steinbít og kola frá mismunandi bátum og landsvæðum urðu til fiskvinnslur sem gátu sérhæft sig í að verka og markaðssetja þennan afla. Útkoman er þrefalt verðmætari vara borið saman við Noreg.

Alli ríki og foreldrar hans

Miklar breytingar hafa orðið á skipakosti Eskju á Eskifirði á einu ári. Fjárfest hefur verið í nýrri skipum, sem nú eru öll á makrílveiðum í síldarsmugunni norðaustur af landinu.

Selja Kristinu EA til Rússlands

Fjölveiðiskipið Kristina EA hefur verið selt til Rússlands og verður afhent nýjum eigendum í næstu viku. Þar með lýkur ríflega 10 ára sögu þess í eigu Samherja. Þetta segir í tilkynningu á vef félagsins.

Fundu skipsflak á botni Breiðafjarðar

Sjómælingabáturinn Baldur hefur fundið flak norska flutningaskipsins Nordpolen, sunnan Brjánslækjar í Breiðafirði. Skipið strandaði og sökk í júlí 1926 en um borð voru símastaurar og sement, auk símavírs úr kopar.

Borgarísjaki utan við Selárdal

Stór og mikill borgarísjaki er nú utan við Selárdal í Arnarfirði en talið er að jakinn sé botnfastur. Annar borgarísjaki sést vel frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík í Árneshreppi á Ströndum.

Unglingar unnu við hlið fanga

Þegar vantaði fólk í frystihúsið til að bjarga verðmætum voru börn sótt í skólann og fangar á Litla-Hraun. Lífið var fiskur hjá þeim sem bjuggu á Eyrarbakka.

Þarf að taka tillit til eldisaðferða

Það er gagnrýnivert að Hafrannsóknastofnun geri ráð fyrir sambærilegri áhættu af sleppingum á laxaseiðum hjá þeim laxeldisstöðvum sem setja smáseiði út í júní og þeirra sem setja seiði út að hausti. Þetta er mat Báru Gunnlaugsdóttur eins stjórnenda Stofnfisks.

Útbreiðsla laxalúsar eykst með laxeldi

Laxalús hefur aukið útbreiðslu sína með laxeldi í Noregi og lúsin berst úr eldislaxinum yfir í villta laxinn. Þetta sagði Dr. Geir Lasse Taranger, sérfræðingur við Havforskningsinstituttet á morgunfundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Sagði Tarenger ástandið hafa versnað undanfarin 5 ár.