Flokkur: 200 milur

Selja verksmiðju í hollenskt skip

Skaginn 3X hefur komist að samkomulagi um smíði á uppsjávarverksmiðju um borð í hollenskt verksmiðjuskip. Um er að ræða frekari þróun á þeim búnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað og selt til nokkurra staða í landvinnslur á undanförnum árum, síðast til Eskju á Eskifirði.

Stefnir í hert eftirlit með vigtun fisks

Ónákvæmni við vigtun fiskafla, þar sem uppgefið íshlutfall er fjarri sanni, verður vigtunarleyfishöfum dýrt verði frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi að lögum.

Tilkynnti um stofnun Knarr Maritime

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag um stofnun nýs markaðsfyrirtækis á sviði skipalausna, Knarr Maritime, á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni, sem nú stendur sem hæst í Brussel.

Hvalir ná sér af ofveiði fyrri tíma

Breytingar á útbreiðslu hvala og fjölda þeirra eru viðfangsefni vísindamanna sem á nokkurra ára fresti reyna að telja þessi stóru spendýr í hafinu. Talsverðar breytingar hafa orðið á síðustu árum og margir þættir spila þar inn í.

Skaginn 3X selur búnað í Drangey

Undirritaður hefur verið samningur á milli Skagans 3X og Fisk Seafood á Sauðárkróki um kaup Fisk Seafood á vinnslu- og lestarbúnaði fyrir nýsmíði fyrirtækisins, Drangey SK2, sem sjósett var í Tyrklandi í síðustu viku. Skipið er væntanlegt til landsins síðla sumars.

„Ævintýralegt fiskirí“

„Það hefur verið ævintýralegt fiskirí síðustu daga,“ sagði Andrés Þ. Sigurðsson hjá Vestmannaeyjahöfn í gærkvöldi. Páskastoppi eða banni vegna hrygningar þorsks lauk fyrir Suður- og Vesturlandi á föstudag.

Bankinn gerður afturreka

„Við látum ekki kyrrt liggja,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja, í samtali við Morgunblaðið, en í gær felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyrirtækið fyrir brot á gjaldeyrislögum.

Fullfermi eftir hrygningarstopp

Vestmannaey VE og Bergey VE héldu til veiða á föstudagsmorguninn að loknu hrygningarstoppi og hófst veiðin strax af krafti að því er segir á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Voru bæði skip komin til löndunar í Vestmannaeyjum daginn eftir með nánast fullfermi.

Verulegur samdráttur í löndun afla

Um langa hríð var Akranes mikill útgerðarbær enda stutt að fara á fengsæl fiskimið í Faxaflóanum. En nú er öldin önnur.

Bíræfnir Rússar staðnir að ólöglegum veiðum

Halldór B. Nellett, þáverandi skipherra, rifjar upp merkilegt atvik frá árinu 1996, þegar rússneskt skip veiddi innan efnahagslögsögu Íslands. Skipstjórinn neitaði sök, neitaði að sigla í land og vildi ekki hleypa mönnum Landhelgisgæslunnar um borð.
Page 81 of 83« First...506070«7980818283 »