Flokkur: 433.is

Mourinho: Viltu að ég fari?

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ræddi við fjölmiðla í kvöld eftir leik liðsins við Derby í deildarbikarnum. Mourinho og félagar eru úr leik í keppninn en Derby vann í vítakeppni á Old Trafford. Phil Jones reyndist skúrkurinn á punktinum. ,,Það sem gerðist er að við skoruðum ekki þegar við gátum í fyrri hálfleik. Við fengum […] The post Mourinho: Viltu að ég fari? appeared first on DV.

Frank Lampard: Ég er í sjokki

Frank Lampard sá sína menn í Derby County vinna Manchester United á Old Trafford í kvöld. Derby sló United úr leik í vítakeppni en liðið spilaði vel í venjulegum leiktíma og var lengi sterkari aðilinn. Lampard var gríðarlega stoltur af sínum mönnum í leikslok en liðið klikkaði ekki á einni vítaspyrnu í vítakeppninni. ,,Ég er […] The post Frank Lampard: Ég er í sjokki appeared first on DV.

Var með Lukaku í vasanum og skoraði sigurmarkið – Lék áður á Íslandi

Manchester United er úr leik í enska deildarbikarnum en liðið mætti Derby í kvöld á Old Trafford. Með Derby leikur Richard Keogh en hann er fyrirliði liðsins og skoraði úr síðustu spyrnu liðsins í vítakeppni þar sem Derby vann. Keogh átti frábæran leik og var með góðar gætur á framherjanum Romelu Lukaku sem náði sér […] The post Var með Lukaku í vasanum og skoraði sigurmarkið – Lék áður á Íslandi appeared first on DV.

Frank Lampard og félagar unnu á Old Trafford – Burnley tapaði óvænt

Manchester United er úr leik í enska deildarbikarnum eftir leik við Derby County á Old Trafford. United komst yfir snemma leiks með marki frá Juan Mata og var staðan 1-0 fyrir heimamönnum í hálfleik. Harry Wilson, lánsmaður frá Liverpool, jafnaði hins vegar metin fyrir Derby í síðari hálfleik með stórkostlegu aukaspyrnumarki. Ekki löngu síðar fékk […] The post Frank Lampard og félagar unnu á Old Trafford – Burnley tapaði óvænt appeared first on DV.

Klopp heldur vart vatni yfir Sarri – Aldrei séð annað eins

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er gríðarlegur aðdáandi Maurizio Sarri, stjóra Chelsea en þessi lið mætast í deildarbikarnum á morgun. Klopp heldur varla vatni yfir Sarri sem hefur gjörbreytt liði Chelsea síðan hann tók við í sumar. Chelsea er byrjað að spila fallegan sóknarbolta undir stjórn Ítalans sem hefur ekki fengið mikinn tíma til að vinna […] The post Klopp heldur vart vatni yfir Sarri – Aldrei séð annað eins appeared first on DV.

Svona hefur samband Mourinho og Pogba þróast

Samband Jose Mourinho og Paul Pogba er mikið rætt þessa dagana en það er sagt vera í molum. Ný saga kom upp í dag þar sem greint er frá því að Pogba muni aldrei aftur bera fyrirliðaband United undir stjórn Mourinho. Mourinho var ekki ánægður með Frakkann um helgina í 1-1 jafntefli við Wolves og […] The post Svona hefur samband Mourinho og Pogba þróast appeared first on DV.

Alisson ekki í marki Liverpool á morgun

Markvörðurinn Alisson Becker verður ekki í marki Liverpool á morgun sem mætir Chelsea. Liðin eigast við í enska deildarbikarnum á Anfield en Alisson mun fá hvíld í þeim leik. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur staðfest það en hann ætlar að gera nokkrar breytingar á sínu liði. Belginn Simon Mignolet verður í markinu á morgun en […] The post Alisson ekki í marki Liverpool á morgun appeared first on DV.

Brendan Rodgers og félagar í vandræðum – ,,Þeir nenna þessu ekki“

Lið Celtic í Skotlandi hefur farið erfiðlega af stað á tímabilinu en liðið er í sjötta sæti deildarinnar eftir sex umferðir. Celtic hefur verið langbesta lið Skotlands síðustu ár en hefur nú þegar tapað tveimur leikjum og aðeins skorað sex mörk. Celtic kemst einnig oftar en ekki í riðlakeppni í Evrópu en liðið datt úr […] The post Brendan Rodgers og félagar í vandræðum – ,,Þeir nenna þessu ekki“ appeared first on DV.

Rafael Benitez ákærður eftir ummæli

Rafael Benitez, stjóri Newcastle á Englandi, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu. Þetta var staðfest í dag en Benitez er ákærður fyrir ummæli sem hann lét falla fyrir leik gegn Crystal Palace um helgina. Benitez sagði þá að hann væri hissa á því að Wilfried Zaha, leikmaður Palace, hafi ekki fengið refsingu fyrir ummæli sem […] The post Rafael Benitez ákærður eftir ummæli appeared first on DV.

Ánægður með það að Cahill sé pirraður

Gary Cahill, leikmaður Chelsea, gaf það út á dögunum að hann væri líklega á förum frá félaginu á næsta ári. Cahill hefur ekki byrjað leik fyrir Chelsea á tímabilinu en gæti spilað gegn Liverpool í deildarbikarnum á morgun. Gianfranco Zola, aðstoðarþjálfari Chelsea, segir að það sé gott að Cahill sé pirraður á bekknum. ,,Í fyrsta […] The post Ánægður með það að Cahill sé pirraður appeared first on DV.
Page 1 of 1.48212345 » 102030...Last »