Flokkur: 433.is

Ronaldo skoraði í átta marka leik

Real Madrid vann sigur á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni en leikurinn var í Sevilla. Leikurinn var afar fjörugur en Marcos Asensio kom Real Madrid yfir. Heimamenn tóku þá völdin og jöfnuðu leikinn og komust svo í 2-1. Sergio Ramos jafnaði fyrir gestina áður en Asensio kom Real Madrid yfir. Það var svo Crisitano Ronaldo […]

Scholes gagnrýnir Smalling og Jones

Paul Scholes fyrrum leikmaður Manchester United segir að Phil Jones og Chris Smalling höndi ekki öfluga leikmenn. Þeir félagar hafa verið gagnrýndir fyrir spilamennsku sína síðustu vikur. Miðverðirnir hafa verið lengi hjá United en hafa ekki sýnt miklar framfarir. ,,United hefur virkað stressað í leik sínum,“ sagði Scholes. ,,Jones og Smalling hafa virkað virkilega stressaðir, […]

Myndband: Allir héldu að Gomis væri að láta lífið

Flestir héldu að Bafetimbi Gomis framherji Galatasaray væri að láta lífið um helgina. Gomis sem lék áður með Swansea og fleiri liðum hneig til jarðar. Oft hefur slíkt gerst innan vallar og því bjuggust margir við því versta. Gomis komst hins vegar fljótt aftur til meðvitundar og eftir skoðun fékk hann að halda leik áfram. […]

Framlag í deild þeirra bestu – Salah efstur

Mohamed Salah hefur komið að flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Töframaðurinn frá Egyptalandi hefur verið magnaður fyrir Liverpool. Hann hefur skorað 22 mörk í deild þeirra bestu og lagt upp sjö, það þremur meira en Kun Aguero hefur gert. Þar á eftir koma góðir menn eins og Harry Kane og Raheem Sterling. […]

Breiðablik slátraði Þrótti – 13 mörk í tveimur leikjum

Breiðablik vann góðan sigur á Þrótti R. í Lengjubikar karla í kvöld en leikið var í Egilshöll. Blikar komust í 2-0 í fyrri hálfleik og eftir það var þetta leikur einn. Hrovje Tokic kom Blikum yfir áður en Arnþór Ari Atlason kom Blikum í 2-0 áður en fyrri hálfleikur var á enda. Gísli Eyjólfsson skoraði […]

Börsungar staðfesta hóp sinn gegn Chelsea

Barcelona hefur staðfest hvaða 21 leikmaður mun ferðast til London. Börsungar heimsækja Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni. Um er að ræða fyrri leik liðanna en ljóst er að hart verður tekist á. Philippe Coutinho verður ekki með Barcelona enda má hann ekki spila í Meistaradeildinni eftir að hafa spilað með Liverpool í […]

Mun Real Madrid bjóða 177 milljónir punda í leikmann City?

Sagt er frá því í fjölmiðlum á Spáni í dag að Real Madrid hafi áhuga á Kevin de Bruyne. De Bruyne hefur verið einn allra besti leikmaður Evrópu á þessu tímabili. Hann hefur verið besti leikmaður City sem er með öruggt forskot í ensku úrvalsdeildinni. Sagt er að Real Madrid hafi áhuga á að kaupa […]

Pogba ekki lengur veikur og æfði í dag

Paul Pogba miðjumaður Manchester United virðist ekki vera alvarlega veikur. Pogba gat ekki spilað með United í gær þegar liðið heimsótti Huddersfield í enska bikarnum. Pogba var veikur og ferðaðist ekki með liðinu en United vann 0-2 sigur. Enskir fjölmiðlar segja hins vegar frá því að Pogba hafi mætt á æfingu í dag og verið […]

Hörður Björgvin byrjaði í svekkjandi jafntefli

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristo er liðið heimsótti Leeds í næst efstu deild Englands í dag. Hörður hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu undanfarið en fékk tækifærið í dag. Bristol komst í 2-0 í leiknum en Leeds tókst að jafna með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Hörður lék allan leikinn í vörn […]

Lennon með tvö í sigri FH – HK náði stig gegn Fylki

FH vann 3-1 sigur á Selfoss í Lengjubikarnum í dag en leiknum var að ljúka. Steven Lennon skoraði tvö mörk fyrir FH en eitt kom úr vítaspyrnu, hitt markið skoraði Halldór Orri Björnsson. 3-1 sigur FH staðreynd. Á sama tíma gerðu Fylkir og HK 2-2 jafntefli en Fylkir komst í 2-0 áður en HK náði […]
Page 1 of 1.17312345 » 102030...Last »