Flokkur: 433.is

Loftus-Cheek að yfirgefa Chelsea

Ruben Loftus-Cheek er við það að ganga í raðir Crystal Palace á láni frá Chelsea. Sky Sports segir frá en Loftus-Cheek verður fyrsti leikmaðurinn sem Crystal Palace fær í sumar. Frank De Boer tók við Palace á dögunum og er að styrkja liðið fyrir komandi átök. Loftus-Cheek lék 11 leiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð […]

Rooney og Mourinho funduðu – Var rétti tímapunkturinn

Wayne Rooney nýr leikmaður Everton og Jose Mourinho stjóri Manchester United funduðu um málin áður en Rooney fór frá United. Rooney yfirgaf Manchester United í gær og samdi við uppeldisfélagið sitt. Eftir 13 ár hjá Manchester United er Rooney mættur aftur heim til Everton. Síðasta árið var erfitt fyrir Rooney hjá United þar sem hann […]

Koeman vill ekki ræða um Gylfa

Ronald Koeman stjóri Everton hefur ekki einn einasta áhuga á að ræða um leikmenn sem eru ekki hjá félaginu. Koeman var með fréttamannafund í dag og var þar spurður um hvort félagið hefði áhuga á Gylfa Þór Sigurðssyni og Olivier Giroud. Everton keypti Wayne Rooney í gær en félagið er að selja Romelu Lukaku og […]

Myndir: Lukaku kynntur til leiks á rauða dreglinum

Manchester United hefur staðfest komu Romelu Lukaku til félagsins frá Everton. Framherjinn gerir fimm ára samning við félagið en kaupverðið er í kringum 75 milljónir punda. Lukaku er 24 ára gamall og hefur æfingar með liðinu í dag í Los Angeles. United tilkynnti um kaupin í dag en Lukaku var kynntur til leiks á rauða […]

Lukaku: Gat ekki hafnað United og Mourinho

Manchester United staðfesti í dag kaup sín á Romelu Lukaku frá Everton fyrir um 75 milljónir punda. Lukaku geri fimm ára samning með möguleika á sjötta árinu en talið er að hann muni klæðast treyju númer 9. ,,Ég vil þakka Everton og stuðningsmönnum félagsins fyrir fjögur frábær ár,“ sagði Lukaku. ,,Ég hef eignast frábæra vini […]

Arnautovic með læti og fer fram á sölu

Marco Arnautovic kantmaður Stoke City hefur farið fram á sölu frá félaginu. Arnautovic er afar óhress með metnaðinn hjá Stoke og heimtar að fara. Kantmaðurinn frá Austurríki er ekki sáttur hjá Stoke og vill fara. AC Milan, PSG og West Ham hafa öll verið orðuð við hann. Arnautovic er 28 ára gamall en hann kom […]

Manchester United staðfestir komu Lukaku

Manchester United hefur staðfest komu Romelu Lukaku til félagsins frá Everton. Framherjinn gerir fimm ára samning við félagið en kaupverðið er í kringum 75 milljónir punda. Lukaku er 24 ára gamall og hefur æfingar með liðinu í dag í Los Angeles. ,,Romelu hentar Manchester United, hann er stór persónuleiki og stór leikmaður,“ sagði Jose Mourinho […]

Þjálfari Afríku sektaður vegna viðtals

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum 4. júlí síðastliðinn að sekta knattspyrnudeild Afríku um kr. 50.000,- vegna ummæla Zakaría Elíasar Anbari, þjálfara félagsins, í viðtali sem birtist á vefsíðu fotbolta.net. Ummælin voru viðhöfð í kjölfar leiks Afríku og KFR í 4. deild karla þann 30. júní 2017 „Þessi dómari er með fordóma eða […]

Myndir: Messi kastaði sandi í eignkonu sína

Lionel Messi og Antonella Roccuzzo njóta þess að vera saman í fríi þessa dagana eftir að hafa gift sig. Þau skelltu sér í frí í karabíska hafið en með í för er Luis Suarez, eiginkona hans og börn þeirra. Í gær voru þau á ströndinni þegar Messi og Roccuzzo fóru að kasta sand í hvort […]

Mynd dagsins: Goðsagnir yfirgefa stóru liðin

Mynd dagsins er daglegur liður hér á 433.is sem hefur notið vinsælda. Í liðnum reynum við að finna myndir sem tengjast knattspyrnu. Hafir þú ábendingar um góða mynd máttu endilega senda hana á 433@433.is. Mynd dagsins er af þremur goðsögnum sem hafa verið að yfirgefa stóru liðin. Þarna má finna alvöru gæa.