Flokkur: 433.is

Lukaku handtekinn í Los Angeles

Romelu Lukaku, framherji Everton á Englandi, var handtekinn í Los Angeles í síðustu viku. The BBC greinir frá þessu í dag en Lukaku er í fríi þessa stundina eftir gott tímabil með Everton. Lukaku og vinir hans skemmtu sér langt fram á nótt en nágrannar höfðu kvartað ítrekað og hringdu að lokum í lögregluna. Lukaku […]

Stuðningsmenn Besiktas tóku yfir Instagram Costa

Stuðnimgsmenn Besiktas í Tyrklandi vilja ekkert meira en að sjá Diego Costa ganga í raðir félagsins. Costa er talinn vera á förum frá Chelsea þrátt fyrir að hafa átt gott tímabil með liðinu. Costa er orðaður við endurkomu til Atletico Madrid en Besiktas er einnig sagt hafa áhuga á hans þjónustu. Stuðningsmenn tyrknenska liðsins tóku […]

Rooney mættur á æfingasvæði Everton

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, er mættur á æfingasvæði Everton. Rooney er að ganga í raðir Everton frá United en hann er á æfingasvæði félagsins til að fara í læknisskoðun. Rooney hóf ferilinn hjá Everton á sínum tíma áður en hann gekk í raðir United og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Þessi 31 árs […]

Mynd dagsins: Mignolet fattar ekki brandarann

Mynd dagsins er daglegur liður hér á 433.is sem hefur notið vinsælda. Í liðnum reynum við að finna myndir sem tengjast knattspyrnu. Hafir þú ábendingar um góða mynd máttu endilega senda hana á 433@433.is. Mynd dagsins á Simon Mignolet en hann virðist aldrei ná brandaranum almennilega.

Inkasso-deildin: ÍR vann góðan sigur

Leiknir F. 0-2 ÍR 0-1 Jón Arnar Barðdal 0-2 Már Viðarsson ÍR vann mikilvægan sigur í Inkasso-deild karla í dag er liðið mætti Leikni F. í 10. umferð. Fyrir leikinn var aðeins eitt stig sem skildi liðin að við botninn en ÍR sat í 10. sætinu og Leiknir í því 11. Það varð engin breyting […]

Matthías skoraði á Ingvar

Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Rosenborg í dag sem mætti Sandefjord í Noregi. Matthías hefur verið að skora reglulega undanfarið og það varð engin breyting á því í dag. Framherjinn gerði fyrsta mark leiksins í 5-1 sigri Rosenborg og er liðið nú með fimm stiga forskot á toppnum. Ingvar Jónsson varði mark Sandefjord í dag […]

Instagram dagsins – Lowery kvaddur

Instagram er samskiptamiðill sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin. Instagram dagsins er daglegur liður hjá okkur hérna á 433.is en þar skoðum við allt það helsta sem gerist á Instagram. Við fylgjumst með fjöldanum öllum af knattspyrnumönnum og öllum sem koma að íþróttinni. Margir knattspyrnumenn nota miðilinn og því er Instagram dagsins liður sem […]

Arsenal og PSG geta ekki fengið leikmann Nice

Paris Saint-Germain og Arsenal eiga ekki möguleika á að fá Jean Michel Seri frá Nice í Frakklandi. Þetta staðfesti Lucien Favre, stjóri Nice en Seri hefur sterklega verið orðaður við brottför undanfarna daga. Miðjumaðurinn er 25 ára gamall og spilaði 34 leiki fyrir Nice í efstu deild á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í þriðja […]

Wolfsburg kaupir ungan framherja Arsenal

Wolfsburg í Þýskalandi hefur tryggt sér framherjann Kaylen Hinds frá Arsenal á Englandi. Þetta staðfesti þýska félagið í dag en Hinds skrifar undir þriggja ára samning við Wolfsburg. Hinds er 19 ára gamall leikmaður en hann á að baki landsleiki fyrir U16, U17 og U18 landslið Englands. Hinds fékk þó aldrei að spila aðalliðsleik fyrir […]

Sonur Ronaldo valinn í U18 landsliðið

Sonur fyrrum framherjans Ronaldo hefur verið kallaður í brasilíska landsliðshópinn. Ronald er sonur Ronaldo en eins og flestir vita var Ronaldo frábær knattspyrnumaður á sínum tíma. Ronald ætlar aðfeta í fótspor pabba síns en hann er aðeins 17 ára gamall og er talinn efnilegur. Ronald var í dag valinn í brasilíska U18 landsliðið í fyrsta […]