Flokkur: 433.is

Hazard hefur ekki fengið tilboð frá Chelsea

Eden Hazard, leikmaður Chelsea, segir að hann sé ekki búinn að fá samningstilboð frá félaginu. Hazard var einn allra besti leikmaður Chelsea á tímabilinu en liðið fagnaði sigri í ensku deildinni ,,Eins og staðan er núna þá er ekkert á borðinu. Við erum að bíða þar til tímabilinu lýkur,“ sagði Hazard. ,,Ég er ennþá rólegur. […]

Conte: Mark Sanchez átti ekki að standa

Antonio Conte, stjóri Chelsea, er á því máli að fyrra mark Arsenal í gær í úrslitum enska bikarsins hafi ekki átt að standa. Conte og félagar þurftu að sætta sig við 2-1 tap á Wembley en fyrra mark Arsenal skoraði Alexis Sanchez. ,,Við byrjuðum leikinn ekki nógu vel, það er á hreinu. Arsenal byrjaði leikinn […]

Michael Carrick framlengir við Manchester United

Michael Carrick, leikmaður Manchester United, hefur krotað undir nýjan samning við félagið. Carrick er 35 ára gamall miðjumaður en hann fagnar 36 ára afmæli sínu í sumar. Carrick kom reglulega við sögu hjá Jose Mourinho á tímabilinu og hefur félagið ákveðið að gefa honum nýjan samning. Carrick kom til United frá Tottenham á sínum tíma […]

Barcelona vann Konungsbikarinn

Barcelona varð spænskur Konungsbikarmeistari í kvöld en liðið mætti Alaves í úrslitaleiknum. Leikið var á Vicente Calderon vellinum og komst Barcelona yfir í kvöld með marki frá Lionel Messi. Alaves jafnaði metin hins vegar nokkrum mínútum síðar er Theo Hernandez skoraði fallegt mark. Þeir Neymar og Paco Alcacer bættu hins vegar við mörkum fyrir Börsunga […]

Myndband: Ömurleg dýfa Moses gegn Arsenal

Victor Moses, leikmaður Chelsea á Englandi, reyndist skúrkurinn í dag er liðið spilaði við Arsenal í enska bikarnum. Moses og félagar töpuðu 2-1 fyrir Arsenal á Wembley en Moses fékk rautt spjald í síðari hálfleik í stöðunni 1-0 fyrir Arsenal. Vængbakvörðurinn lét sig þá detta inn í vítateig Arsenal og reyndi að blekkja dómara leiksins. […]

Ramsey: Wenger verður hér áfram

Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, er viss um að Arsene Wenger verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Ramsey og félagar í Arsenal fögnuðu sigri í enska bikarnum í dag er liðið lagði Chelsea á Wembley. Óvíst er hvað Wenger gerir í sumar en hann verður samningslaus og á eftir að funda með stjórn félagsins. ,,Auðvitað […]

Wenger: 99 prósent af stuðningsmönnum Arsenal eru í lagi

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að 99 prósent af stuðningsmönnum félagsins séu frábærir. Wenger gæti yfirgefið Arsenal í sumar en ákvörðun um framtíð hans verður tekin á næstu dögum. Wenger fagnaði sigri í FA bikarnum með Arsenal í dag en liðið lagði Chelsea 2-1 á Wembley. Margir stuðningsmenn vilja þó enn sjá Wenger fara í […]

Dortmund þýskur bikarmeistari

Borussia Dortmund varð þýskur bikarmeistari í kvöld en liðið spilaði við Eintracht Frankfurt .a Olympiastadion. Dortmund komst yfir á 8. mínútu leiksins er undrabarnið Ousmane Dembele kom boltanum í netið. Á 29. mínútu leiksins jafnaði Frankfurt hins vegar leikinn og var staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn. Það var svo einn eftirsóttasti leikmaður heims, Pierre-Emerick Aubameyang, […]

Varð sá fyrsti fæddur árið 2000 til að skora í efstu deild

Moise Kean er nafn sem margir eru farnir að kannast við en hann er á mála hjá Juventus á Ítaíu. Kean er gríðarlegt efni en hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Juventus aðeins 16 ára gamall. Kean kom við sögu í dag er Juventus spilaði við Bologna og skoraði hann sigurmark liðsins í 2-1 sigri. […]

Myndaveisla: Gleði og kampavín er Arsenal vann enska bikarinn

Arsenal fagnaði sigri í enska bikarnum í dag en liðið hafði betur gegn Chelsea í úrslitaleiknum. Leikið var á Wembley í dag en Arsenal vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Þetta var í 13. skiptið í sögunni sem Arsenal sigrar keppnina og er það meira en nokkuð annað lið. Það var að vonum mikil […]