Flokkur: 433.is

Nýr þjálfari Fram fær meðmæli frá þjálfara Manchester United

Knattspyrnufélagið FRAM hefur gengið frá ráðningu Portúgalans Pedro Hipólito sem þjálfara karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Hipólito tekur formlega til starfa mánudaginn 03. júlí nk. en honum til aðstoðar verður Ólafur Brynjólfsson, sem stýrt hefur liðinu frá því að samið var um starfslok Ásmundar Arnarssonar. Hipólito er með UEFA PRO réttindi, hann er 39 ára gamall […]

Terry gat ekki hugsað sér að mæta Chelsea

John Terry gekk í dag í raðir Aston Villa en frá þessu var greint í morgun. Terry gerir eins árs samning við Aston Villa en hann kemur frítt til félagisns. Aston Villa ætlar sér upp í vetur en Terry var samningslaus eftir að hafa yfirgefið Chelsea. Terry hefur átt magnaðan feril en nú ákveður hann […]

Benitez reynir að fá besta markvörð Englands til sín

Newcastle United er eitt af þeim félögum í ensku úrvalsdeildinni sem vill Joe Hart í sínar raðir. Hart er að mæta aftur til Manchester City eftir ársdvöl hjá Torino á láni. Pep Guardiola hefur þó ekki einn einasta áhuga á að nota Hart enda hefur hann keypt Ederson frá Benfica. Claudio Bravo er svo áfram […]

Er Chicharito að koma í ensku úrvalsdeildina?

Javier Hernandez framherji Bayer Leverkusen gæti verið að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Sky Sports geinir frá því að West Ham ræði við Leverkusen um kaup á framherjanum. Chicharito er öflugur markaskorarari sem gerði það gott hjá Manchester United. Hægt er að kaupa framherjann frá Mexíkó á 13 milljónir punda en hann fór til Leverkusen […]

Myndir: Klopp í miklu stuði á Ibiza

Jurgen Klopp stjóri Liverpool er í stuði þessa dagana en hann safnar kröftum á Ibiza. Stutt er í að Klopp mæti til starfa og hefji undirbúningstímabilið sitt. Klopp er að hefja sitt annað heila tímabil með Liverpool og ætlar sér stóra hluti. Hann var í miklu stuði á Ibiza um helgina og var meðal annars […]

Myndband: Aston Villa kynnti Terry til leiks með frábærum hætti

John Terry skrifaði nú í morgun undir eins árs samning við Aston Villa en hann kemur frá Chelsea. Samningur Terry við Chelsea var á enda en þar hefur hann leikið allan sin feril. Terry mun klæðast treyju númer 26 hjá Villa en hann verður liðsfélagi Birkis Bjarnasonar. Þegar Terry var kynntur til leiks áðan setti […]

Möguleiki á að Aron verði áfram hjá Werder Bremen

Möguleiki er á að Aron Jóhannsson framherji Werder Bremen verði áfram í herbúðum félagsins. Aron fékk fá tækifæri undir lok síðustu leiktíð og hefur verið orðaður við önnur lið í sumar. Aron er mættur til æfinga hjá Bremen og gæti verið áfram samkvæmt þjálfara félagsins. Alexander Nouri segir að frammistaða Arons á undirbúningstímabilinu muni skera […]

Umboðsmaður Morata fundaði með Real Madrid í morgun

Umboðsmaður Alvaro Morata átti fund með forráðamönnum Real Madrid nú í morgun. AS segir frá. Morata er sterklega orðaður við Manchester United og gæti farið til félagsins. Sagan hefur verið í gangi síðustu vikur en Morata er í sumarfríi á Ítalíu þessa dagana. Jose Mourinho vill bæta við sig framherja og er Morata eftstur á […]

Conte vill kaupa Lukaku í sumar og er sama hvað það kostar

Antonio Conte stjóri Chelsea hefur látið stjórn félagsins vita af því að Romelu Lukaku sé maðurinn sem hann vill í sumar. Telegraph segir frá. Telegraph sgeir að Conte sé sama hvað Lukaku kosti, hann vilji bara fá hann til félagsins. Everton heimtar 100 milljónir punda fyrir Lukaku og Conte er til í það verð. Chelsea […]

Myndir: Mikið fjör á Orkumótinu í Eyjum.

Orkumótið fór fram um helgina í Vestmannaeyjum og var mótið vel sótt eins og alltaf. Stjarnan vann Orkumótsbikarinn sem er keppni A-liða en liðið vann Gróttu í úrslitaleik. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni og þar hafði Stjarnan betur. Hér að neðan eru úrslit mótsins og myndir úr mótinu. Heimaeyjarbikarinn 1. Þróttur R 2 2. ÍBV 1 […]