Flokkur: 433.is

Bílastæðin verða lokuð á landsleiknum – Öflugt Fan Zone í gangi

Í undirbúningi er sérstakt stuðningsmannasvæði (Fan Zone) fyrir leiki karlalandsliðs Íslands gegn Króatíu 11. júní og kvennalandsliðsins gegn Brasilíu 13. júní n.k., þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu. Að auki stendur þeim sem ekki náðu að tryggja sér miða á leik Íslands og Króatíu á sunnudag til boða að […]

Inter staðfestir ráðningu á Spalletti

Inter Milan hefur staðfest ráðningu sína á Luciano Spalletti sem næsta þjálfara félagsins. Spalletti var rekinn frá Roma á dögunum en fær nú gott starf. Hann gerir tveggja ára samning við Inter sem ætlar sér stóra hluti aftur ná næstu árum. Spalletti hefur mikla reynslu úr þjálfun og Inter bindur miklar vonir við hann. Þjálfaravesen […]

Myndir: Landsliðið gladdi langveik börn

Aðildarfélög frá Umhyggju, félags langveikra barna, heimsóttu landsliðið í kvöld. Krakkarnir fengu eiginhandaráritanir, myndir og spjölluðu við leikmenn. Gleði skein úr hverju andliti og voru strákarnir okkar himinlifandi með þessa skemmtilegu heimsókn. Hérna eru nokkrar myndir frá kvöldinu sem KSÍ birti. Landsliðið mætir Króatíu í umspili um laust sæti á HM á sunnudag en leikið […]

Stórt skref í áttina til Rússlands

Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur stórleik við Króatíu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi á næsta ári. Strákarnir eru í góðri stöðu með 10 stig í öðru sæti riðilsins en Króatar eru á toppi riðilsins með 13 stig. Ísland má þó ekki við því að tapa leiknum því þá yrði Króatía með sex stiga forskot á […]

Mynd dagsins: Sorgmæddur Buffon

Mynd dagsins er daglegur liður hér á 433.is sem hefur notið vinsælda. Í liðnum reynum við að finna myndir sem tengjast knattspyrnu. Hafir þú ábendingar um góða mynd máttu endilega senda hana á 433@433.is. Mynd dagsins er af Gianluigi Buffon, markverði Juventus, sem virðist ekki ætla að ná að fagna sigri í Meistaradeildinni þrátt fyrir […]

Hörður Björgvin: Stutt í 17. júní

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins, er vongóður fyrir leik helgarinnar er Ísland mætir Króatíu í undankeppni HM. ,,Þetta leggst mjög vel í mig. Það er alltaf gaman að koma heim, hvað þá í júni. Það er stutt í 17. júní og við viljum gera vel til að gleðja alla Íslendinga,“ sagði Hörður. ,,Við erum […]

Zlatan Ibrahimovic yfirgefur Manchester United

Zlatan Ibrahimovic hefur verið látinn fara af enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United. Þetta var staðfest nú rétt í þessu en Zlatan fékk ekki nýjan samning hjá United þrátt fyrir gott tímabil. Zlatan var langmarkahæsti leikmaður United en hann meiddist illa undir lok leiktíðarinnar og verður lengi frá. Zlatan var á risalaunum hjá United og ákvað félagið […]

Instagram dagsins – Eitursvalur Alonso

Instagram er samskiptamiðill sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin. Instagram dagsins er daglegur liður hjá okkur hérna á 433.is en þar skoðum við allt það helsta sem gerist á Instagram. Við fylgjumst með fjöldanum öllum af knattspyrnumönnum og öllum sem koma að íþróttinni. Margir knattspyrnumenn nota miðilinn og því er Instagram dagsins liður sem […]

Stuðningsmenn City brjálaðir út í Otamendi sem meiddi Jesus

Stuðningsmenn Manchester City á Englandi eru brjálaðir út í varnarmanninn Nicolas Otamendi þessa stundina. Otamendi lék með landsliði Argentínu í morgun sem mætti Brasilíu í æfingaleik. Argentína hafði betur 1-0. Gabriel Jesus meiddist í leiknum í dag en hann þurfti að yfirgefa völlinn eftir olnbogaskot frá Otamendi. Jesus og Otamendi eru einmitt liðsfélagar en þeir […]

Ronaldo spilar ekki gegn Manchester United

Cristiano Ronaldo mun ekki spila með liði Real Madrid sem mætir Manchester United þann 8. ágúst næstkomandi. Spænska blaðið Marca fullyrðir þetta í dag en Real og United mætast í Ofurbikarnum í byrjun næsta tímabils. United vann Evrópudeildina á nýliðnu tímabili og Real hafði betur gegn Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo þekkir vel til United […]