Flokkur: 433.is

Segir að aðeins Conte hafi verið betri stjóri en Mourinho á tímabilinu

Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Jose Mourinho sé nú þegar búinn að gera frábæra hluti hjá Manchester United. Cole hefur verið hrifinn af United á tímabilinu en liðið spilar í úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Ajax á morgun. ,,Hann á ekki bara eftir að ná árangri, hann hefur nú þegar náð árangri,“ sagði Cole við […]

Stjóri Athletic segir upp – Að taka við Barcelona

Ernesto Valverde hefur sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Athletic Bilbao á Spáni. Þetta staðfesti hann sjálfur í dag en blaðamannafundur mun eiga sér stað á morgun. Valverde hefur undanfarin fjögur tímabil verið stjóri Athletic og hefur þótt náð góðum árangri með félagið. Fréttirnar koma ekki mikið á óvart en allar líkur eru á því að […]

Sami Hyypia: Hvað verður um Milner ef Klopp kaupir bakvörð?

Sami Hyypia, fyrrum fyrirliði Liverpool, er staddur á Íslandi en hann er heiðursgestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins á morgun. Hyypia var frábær varnarmaður á sínum tíma og er mjög vinsæll á meðal stuðningsmanna Liverpoool. Við ræddum ítarlega við Hyypia í dag og spurðum hann út í núverandi lið Liverpool undir stjórn Jurgen Klopp. Hyypia telur að […]

Umboðsmaður Sanchez staddur í Þýskalandi

Fjölmiðlar í Síle greina frá því í dag að umboðsmaður Alexis Sanchez sé staddur í Þýskalandi þessa stundina. Sanchez er á mála hjá Arsenal á Englandi en hann verður samningslaus eftir næstu leiktíð. Sanchez má byrja að ræða við önnur félög í desember sem gætu þá fengið hann frítt næsta sumar. Arsenal vill alls ekki […]

Tilbúinn að hafna Barcelona fyrir Chelsea

Cesar Azpilicueta, bakvörður Chelsea, er tilbúinn að hafna stórliði Barcelona í sumarglugganum. Barcelona er sagt ætla að reyna við Azpilicueta sem átti mjög gott tímabil með Chelsea sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum. ,,Það er mikill heiður að félag eins og Barcelona hafi áhuga á þér,“ sagði Azpilicueta við Marca. ,,Á síðasta ári eftir slæmt tímabil þá voru […]

Marseille lætur Diaby fara – Sex leikir á tveimur árum

Miðjumaðurinn Abou Diaby mun yfirgefa lið Marseille í sumar en samningur hans er að renna út. Þessi 31 árs gamli miðjumaður gekk í raðir Marseille frá Arsenal árið 2015 þar sem hann spilaði yfir 100 leiki. Diaby var í níu ár hjá Arsenal en náði ekki að leika það mikið vegna meiðsla sem voru stanslaust […]

Silva á fund með stjórn Porto

Marco Silva, stjóri Hull City á Englandi, á fund með stjórn Porto í dag en þar er verið að leita að nýjum stjóra. Silva náði afar góðum árangri með Hull á tímabilinu og var alls ekki langt frá því að halda liðinu uppi í efstu deild. Það gekk hins vegar ekki og er útlit fyrir […]

Real staðfestir kaup á 16 ára Brassa – Kostar 38 milljónir

Real Madrid hefur staðfesti komu Vinicius Junior en hann er á leið til félagsins frá Flamengo í Brasilíu. Um er að ræða gríðarlega efnilegan leikmann en Vinicius er aðeins 16 ára gamall og er partur af aðalliði Flamengo. Brasilíski framherjinn mun hins vegar ekki fara strax til Spánar en hann mun halda áfram að spila […]

Allardyce óvænt að yfirgefa Crystal Palace

Sam Allardyce er að yfirgefa lið Crystal Palace þrátt fyrir að hafa haldið liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Enskir miðlar fullyrða þessar fregnir en the Daily Mail segir á meðal annars að Stóri Sam hafi fundað með Palace í dag. Eftir fund með stjórnarformanninum Steve Parish hefur Allardyce ákveðið að segja skilið við félagið. Allardyce tók […]

Mynd dagsins: Bera virðingu fyrir Totti þrátt fyrir allt

Mynd dagsins er daglegur liður hér á 433.is sem hefur notið vinsælda. Í liðnum reynum við að finna myndir sem tengjast knattspyrnu. Hafir þú ábendingar um góða mynd máttuendilega senda hana á 433@433.is. Mynd dagsins er af stuðningsmönnum Lazio sem hafa aldrei þolað Fransesco Totti enda leikmaður Roma. Totti var að hætta um helgina og […]