Flokkur: 433.is

Lengjubikarinn: Stjarnan og Víkingur Ó. með sigra – Jafnt hjá Fjölni

Þrír leikir fóru fram í Lengjubikarnum í riðli 3 í dag. Víkingur Ó. gerði sér lítið fyrir og vann Keflavík, 1-0 þar sem að Gonzalo Leon skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Haukar og Fjölnir gerðu 1-1 jafntefli þar sem að Gylfi Steinn Guðmundsson jafnaði metin fyrir Hauka í síðari hálfleik. Þá vann Stjarnan […]

Mynd dagsins: Zlatan og HM í Rússland

Mynd dagsins er daglegur liður hér á 433.is sem hefur notið vinsælda. Í liðnum reynum við að finna myndir sem tengjast knattspyrnu. Hafir þú ábendingar um góða mynd máttu endilega senda hana á 433@433.is. Það er Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United sem fær heiðurinn í dag en hann var spurður að því á dögunum hvort […]

Jón Daði meiddur á kálfa – Ekki með Reading í dag

Norwich og Reading eigast nú við í ensku Championhip-deildinni og er staðan 2-0 fyrir heimamenn þegar um hálftími er liðinn af leiknum. Það voru þeir Mario Vrancic og Grant Hanley sem skoruðu mörk heimamanna í dag en Jón Daði Böðvarsson er ekki í leikmannahópi Reading. Hann er að glíma við smávægileg meiðsli á kálfa og […]

Einkunnir úr leik Swansea og Tottenham – Eriksen bestur

Swansea tók á móti Tottenham í 8-liða úrslitum FA-bikarsins í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna. Það voru þeir Christian Eriksen og Erik Lamela sem skoruðu mörk Tottenham í dag en Daninn var magnaður í leiknum og skoraði tvennu. Einkunnir úr leiknum frá Sky Sports má sjá hér fyrir neðan. Swansea: Nordfeldt (7), […]

Mauricio Pochettino: Ég nenni ekki að tala um VAR

Swansea tók á móti Tottenham í 8-liða úrslitum FA-bikarsins í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna. Það voru þeir Christian Eriksen og Erik Lamela sem skoruðu mörk Tottenham í dag en Daninn var magnaður í leiknum og skoraði tvennu. Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham var að vonum sáttur með að vera kominn áfram í […]

Instagram dagsins – Can er klár í 8-liða úrslitin

Instagram er samskiptamiðill sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin. Instagram dagsins er daglegur liður hjá okkur hérna á 433.is en þar skoðum við allt það helsta sem gerist á Instagram. Við fylgjumst með fjöldanum öllum af knattspyrnumönnum og öllum sem koma að íþróttinni. Margir knattspyrnumenn nota miðilinn og því er Instagram dagsins liður sem […]

Tottenham fór örugglega áfram í undanúrslit enska FA-bikarsins

Swansea 0 – 3 Tottenham 0-1 Christian Eriksen (11′) 0-2 Erik Lamela (45′) 0-3 Christian Eriksen (62′) Swansea tók á móti Tottenham í 8-liða úrslitum FA-bikarsins í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna. Christian Eriksen kom gestunum yfir strax á 11. mínútu og Erik Lamela tvöfaldaði forystu Tottenham undir lok fyrri hálfleiks. Eriksen […]

Rúrik á skotskónum í tapi Sandhausen gegn Bochum

Sandhausen tók á móti Bochum í þýsku 2. deildinni í dag en leiknum lauk með 3-2 sigri gestanna. Lukas Hinterseer reyndist heimönnum erfiður viðureignar í dag en hann skoraði þrennu fyrir Bochum í leiknum. Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen í dag og spilaði allan leikinn á hægri kantinum en hann skoraði annað mark heimamanna. […]

Leikmaður City sendi Jurgen Klopp smáskilaboð eftir dráttinn í Meistaradeildinni

Dregið var í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í gær og eru allar viðureignirar athyglisverðar. Liverpool og Manchester City mætast en þau voru einu ensku liðin sem eftir voru í pottinum í ár. Liðin hafa mæst í tvígang á þessari leiktíð, City vann fyrir áramót en Liverpool vann seinni leik liðanna á Anfield eftir áramót. Ilkay Gundogan, […]

Björn Bergmann lagði upp mark í jafntefli Rostov og Arsenal Tula

Arsenal Tula tók á móti Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Aleksey Ionov kom Rostov yfir á 8. mínútu eftir sendingu frá Birni Bergmann Sigurðarsyni en Artem Dzyuba jafnaði metin fyrir heimamenn, átta mínútum síðar. Ionov var svo aftur á ferðinni á 31. mínútu en Dzyuba jafnaði metin fyrir […]
Page 2 of 1.288«12345 » 102030...Last »