Flokkur: 433.is

Montella: Þetta verður mjög erfitt

Manchester United tekur á móti Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta er seinni leikur liðanna í 16-liða úrslitunum en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. „Ég hef áhyggjur af þessum leik því þetta verður mjög erfitt,“ sagði Montella, stjóri Sevilla. „Þeir munu sækja á okkur af fullum krafti og setja pressu á okkur,“ sagði hann […]

Einkunnir úr leik Stoke og City – David Silva bestur

Stoke tók á móti Manchester City í mánudagsleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna. Það var David Silva sem skoraði bæði mörk City í dag og hefur liðið nú 16 stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar. Einkunnir úr leiknum frá Sky Sports má sjá hér fyrir neðan. Stoke: […]

Pep Guardiola: Skiptir ekki máli hvar við vinnum deildina

Stoke tók á móti Manchester City í mánudagsleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna. Það var David Silva sem skoraði bæði mörk City í dag og hefur liðið nú 16 stiga forskot á Manchester United á toppi deildarinnar. Pep Guardiola, stjóri City viðurkenndi það eftir leik að hans menn væru […]

David Silva sá um Stoke City

Stoke 0 – 2 Manchester City 0-1 David Silva (10′) 0-2 David Silva (50′) Stoke tók á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. David Silva kom gestunum yfir á 10. mínútu og staðan því 1-0 í hálfleik. Silva var svo aftur á ferðinni í upphafi síðari […]

Viðar Örn á skotskónum í sigri á Maccabo Petach Tikva

Maccabi Tel Aviv tók á móti Maccabi Peteach Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna. Viðar Örn Kjartansson kom Tel Aviv yfir á 17. mínútu og Avi Rikan tvöfaldaði forystu heimamanna á 45. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og lokatölur því 2-0 fyrir Maccabi Tel Aviv. […]

Mauricio Pellegrino rekinn frá Southampton

Mauricio Pellegrino hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Southampton en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu. Hann tók við liðinu síðasta sumar en gengi liðsins á þessari leiktíð hefur verið vægast sagt hörmulegt. Pellegrino hefur m.a stýrt liðum á borð við Valencia, Independiente og Alaves á ferlinum og hann leitar sér nú að nýju starfi. […]

Tölfræði: De Gea er lang besti markmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni

David de Gea, markmaður Manchester United er lang besti markmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann hefur verið magnaður á þessari leiktíð, ekki bara í ensku úrvalsdeildinni heldur líka í Meistaradeildinni. De Gea er reglulega orðaður við brottför frá Manchester United en hann var nálægt því að ganga til liðs við Real Madrid árið […]

Myndband dagsins: Tíu bestu framherjarnir í dag

Myndband dagsins er daglegur liður hér á 433.is en þar birtum við myndbönd sem tengjast íþróttinni sem við öll elskum. Myndband dagsins getur verið gamalt og gott eða nýtt og ferskt en augljóslega tengjast þau alltaf fótboltanum. Það eru framherjarnir sem fá heiðurinn í dag en við ætlum að kíkja á þá tíu bestu í […]

Þetta er upphæðin sem Real Madrid þarf að borga fyrir Neymar

Neymar, sóknarmaður PSG er sterklega orðaður við brottför frá félaginu þessa dagana. Neymar gekk til liðs við PSG síðasta sumar og varð í leiðinni dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. PSG borgaði tæplega 200 milljónir punda fyrir hann en Neymar hefur verið magnaður fyrir franska félagið á þessari leiktíð. Þrátt fyrir það er hann sagður ósáttur í Frakklandi […]

Wenger tjáir sig um stuðningsmenn sem eru hættir að mæta á völlinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal hefur tjáð sig um þá stuðningsmenn liðsins sem eru hættir að mæta á völlinn. Gengi Arsenal á þessari leiktíð hefur verið langt undir væntingum og eru stuðningsmenn Arsenal margir búnir að fá sig fullsadda á Wenger. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar og þarf á kraftaverki að halda til þess að […]
Page 20 of 1.288« First...10«1819202122 » 304050...Last »