Flokkur: 433.is

Rashford og Herrera gætu spilað gegn Sevilla

Marcus Rashford og Ander Herrera leikmenn Manchester United eru að glíma við meiðsli. Báðir hafa misst af síðustu leikjum en eru á batavegi. Rashford er meiddur á mjöðm á meðan Herrera er að glíma við meiðsli í læri. Þeir gætu þó báðir verið klárir á miðvikudag þegar United heimsækir Sevilla í Meistaradeild Evrópu. ,,Þeir eiga […]

Biður stuðningsmenn Atletico um að styðja Griezmann

Stuðningsmenn Atletico Madrid eru ekkert sérstaklega ánægðir með Antoine Griezmann. Griezmann hefur ekki verið eins öflugur í ár og hann var á síðustu leiktíð. Framtíð hans hefur verið í lausu lofti og stærri lið hafa sýnt áhuga. ,,Ég þekki hann vel af því að ég vinn með honum á hverjum degi, hann er frábær drengur. […]

Zidane viðurkennir að þjálfarastarfið sé þreytandi

Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid hefur viðurkennt að þjálfarastarfið geti verið þreytandi. Mikið álag er að stýra stærstu félögum Evrópu og mikil pressa á þjálfaranum. Zidane hefur fundið fyrir því á þessu tímabili enda hefur ekki allt gengið upp hjá Real Madrid. ,,Þetta er þreytandi og það tekur orku, sérstaklega hjá Real Madrid,“ sagði Zidane. […]

Myndir: Salah grenjandi úr hlátri á Spáni

Það er heldur betur létt yfir besta leikmanni Liverpool þessa dagana. Eftir frábæran sigur á Porto í Meistaradeildinni fór Liverpool í ferð til Marbella. Þar æfir liðið í sól og hita og leikmenn lífsins njóta lífsins. Mohamed Salah fór í viðtal við sundlaugina á hótelinu og eins sjá má á myndunm var ansi gaman. Myndir […]

Mangala gæti hafa spilað sinn síðasta leik með Everton

Franski miðvörðurinn, Eliaquim Mangala gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Everton. Mangala kom á láni frá Manchester City í janúar og var ætlað stórt hlutverk. Mangala fór hins vegar meiddur af velli um síðustu helgi í sigri á Crystal Palace. Mangala hefur verið í myndatöku og er óttast að hann verði ekki meira með […]

Mourinho veit ekki hvort Pogba verði lengi frá

Manchester United var án Paul Pogba í leik gegn Huddersfield í enska bikarnum í dag þegar liðið komst áfram. Pogba var frá vegna veikinda en United leikur gegn Sevilla í Meistaradeildinni í vikunni. ,,Ég fékk að vita af veikindum hans í morgun, læknirinn tjáði mér það,“ sagði Jose Mourinho. ,,Ég veit ekki hversu lengi hann […]

Draumalið Ronaldo – Magnaðir leikmenn

Ronaldo frá Brasilíu hefur valið draumalið sitt með leikmönnum af ferli sínum. Ronaldo átti gjörsamlega frábæran feril, lék meðal annars með Real Madrid og Barcelona. Ronaldo var ótrúlegur framherji og varð Heimsmeistari með Brasilíu. Hann hefur valið draumalið sitt sem sjá má hér að neðan.

Dregið í átta liða úrslit bikarsins – Stóru fjóru mætast ekki

Dregið var í átta liða úrslit enska bikarsins í kvöld en Manchester United komst áfram í kvöld. Tvö einvígi eru eftir og þar eru Tottenham og Manchester City líkleg að komast áfram. Manchester United mun taka á móti Brighton á heimavelli. Leicester tekur á móti Chelsea Manchester City mætir svo Southampton ef liðið vinnur Wigan. […]

Mata: Ég styð VAR og það er gott fyrir fótboltann

,,Það var mikilvægt að komast áfram,“ sagði Juan Mata eftir 0-2 sigur Manchester United á Huddersfield í dag. United er komið áfram í bikarnum en VAR tæknin dæmdi mark af Mata í leiknum. ,,Ég var ekki viss á vellinum hvort ég væri rangstæður, þetta var mjög tæpt.“ ,,Ég gerði það sem ég þurfti að gera, […]

Rúnar Már lék allan leikinn í sigri á Basel

Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði St. Gallen þegar liðið heimsótti stórlið Basel í úrvalsdeildinni í Sviss í kvöld. Rúnar er á láni hjá St. Gallen og hefur verið að koma sér inn í hlutina. Rúnar lék allan leikinn í sigri í kvöld en St. Gallen vann 0-2 sigur. Um er að ræða öflugan sigur […]
Page 4 of 1.173« First...«23456 » 102030...Last »