Flokkur: 433.is

Oxlade-Chamberlain hefur náð samkomulagi við Liverpool

Útlit er fyrir að Alex Oxlade-Chamberlain sé búinn að ná samkomulagi við lið Liverpool á Englandi. Umboðsskrifstofa leikmannsins setti inn færslu á Twitter nú rétt í þessu sem virðist staðfesta það. Colossal Sports Management setti inn færslu á Twitter þar sem greint var frá því að leikmaður á þeirra vegum væri búinn að ná samkomulagi […]

Swansea getur keypt Sanches næsta sumar

Swansea City er að tryggja sér Renato Sanches, leikmann Bayern Munchen, á láni út þessa leiktíð. Gianluca Di Marzio og Sky Sports eru með þessar fregnir í dag og má því segja að um áreiðanlegar heimildir sé að ræða. Sanches var gríðarlega eftirsóttur síðasta sumar en hann var seldur til Bayern á háa upphæð frá […]

Sakho stóðst læknisskoðun í Frakklandi – Palace hefur enn áhuga

Diafra Sakho, framherji West Ham, er staddur í Frakklandi þessa stundina en hann er á förum frá félaginu. Sakho stóðst læknisskoðun hjá franska liðinu Rennes í dag en hann gæti kostað allt að 10 milljónir punda. Enska liðið Crystal Palace hefur þó einnig áhuga á Sakho og hefur boðið 10 milljónir í leikmanninn. Sakho er […]

Mynd dagsins: Næstu kaup Liverpool

Mynd dagsins er daglegur liður hér á 433.is sem hefur notið vinsælda. Í liðnum reynum við að finna myndir sem tengjast knattspyrnu. Hafir þú ábendingar um góða mynd máttu endilega senda hana á 433@433.is. Mynd dagsins er skemmtileg en þar má sjá tíst þar sem talað er um næstu kaup Liverpool. Er þetta ekki nokkuð […]

Di Marzio: Renato Sanches til Swansea

Renato Sanches, leikmaður Bayern Munchen, er genginn í raðir Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir virti ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio en hann er með örugga heimildarmenn. Sanches er á förum frá Bayern á láni en hann gekk í raðir félagsins á síðasta ári frá Benfica. Sanches þótti ekki standa undir væntingum hjá Bayern og […]

Lindelof: Auðvitað vil ég fá að spila

Victor Lindelof, leikmaður Manchester United, viðurkennir að það sé ekki frábært að þurfa að horfa á leiki liðsins úr stúkunni. Lindelof kostaði United 39,5 milljónir punda í sumar en hefur enn ekki fengið að spila leik til þessa. ,,Það er augljóst að þú vilt alltaf fá að spila. Þetta er erfið keppni með marga góða […]

Foyth orðinn leikmaður Tottenham

Tottenham hefur fest kaup á varnarmanninum Juan Foyth en hann kemur til félagsins frá Estudiantes. Estudiantes leikur í argentínsku úrvalsdeildinni en Foyth á að baki sjö leiki fyrir liðið. Þessi 19 ára gamli leikmaður er talinn mikið efni en hann er hávaxinn varnarmaður. Foyth á að baki 12 landsleiki fyrir U20 landslið Argentínu en hann […]

Everton vildi fá tvo leikmenn og pening fyrir Lukaku

Englandsmeistarar Chelsea reyndu mikið að fá Romelu Lukaku í sínar raðir fyrr í sumar. Lukaku var sterklega orðaður við endurkomu til Chelsea þar sem hann var áður en hann samdi við Everton. Belginn samdi á endanum við Manchester United og samkvæmt fregnum dagsins þá er ástæðan einf0ld. Everton á að hafa beðið um 50 milljónir […]

Instagram dagsins – Dudek hitti gamlan vin

Instagram er samskiptamiðill sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin. Instagram dagsins er daglegur liður hjá okkur hérna á 433.is en þar skoðum við allt það helsta sem gerist á Instagram. Við fylgjumst með fjöldanum öllum af knattspyrnumönnum og öllum sem koma að íþróttinni. Margir knattspyrnumenn nota miðilinn og því er Instagram dagsins liður sem […]

City ætlar að bjóða aftur í Sanchez – Nær 70 milljónum

Manchester City mun leggja fram nýtt tilboð í vængmanninn Alexis Sanchez á næstu 24 klukkutímum. The Times greinir frá þessu í dag en tilboði City í Sanchez var hafnað í gær og þarf liðið að gera betur. Tilboðið í gær var upp á 50 milljónir punda en Arsenal vill fá allt að 70 milljónir fyrir […]