Flokkur: 433.is

Er þetta ástæðan fyrir því að samband og Zidane og Perez hefur versnað?

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid þykir valtur í sessi þessa dagana en gengi liðsins á leiktíðinni hefur verið undir væntingum. Liðið situr í fjórða sæti spænsku La Liga og er nú 16 stigum á eftir toppliði Barcelona. Þá á liðið erfiða viðureign fyrir höndum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Real mætir PSG frá Frakklandi. […]

Alonso vill stýra Liverpool í framtíðinni

Xabi Alonso, fyrrum miðjumaður Liverpool hefur áhuga á því að stýra liðinu í framtíðinni. Alonso er nú að taka þjálfararéttindi UEFA en hann hefur m.a spilað með Liverpool, Bayern Munich og Real Madrid á ferlinum. Stuðningsmenn Liverpool voru afar svekktir þegar að Alonso fór til Real Madrid á sínum tíma en hann er ennþá mjög […]

Hazard sagður vera búinn að samþykkja að fara til Real Madrid

Eden Hazard, sóknarmaður Chelsea hefur samþykkt að ganga til liðs við Real Madrid en það er RMC Sport sem greinir frá þessu. Leikmaðurinn hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Chelsea og er sterklega orðaður við Real Madrid þessa dagana. Enskir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að ástæðan fyrir því að Hazard vildi […]

Carragher með svakalegt skot á Phil Neville og David Moyes

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur hjá Sky Sports er í góðu sambandi við sitt fyrrum félag. Hann var mættur á æfingasvæði félagsins á dögunum þar sem hann tók viðtal við nýjasta leikmann liðsins, Virgil van Dijk. Hollendingurinn byrjaði sinn fyrsta leik á dögunum gegn Everton þar sem hann skoraði sigurmark leiksins á […]

Forseti Monaco segir að félagið gæti neyðst til að selja Lemar

Leonardo Jardim, stjóri Monaco segir að félagið gæti neyðst til þess að selja Thomas Lemar, sóknarmann liðsins. Lemar hefur verið sterklega orðaður við bæði Arsenal og Liverpool en síðarnefnda félagið vill fá hann til þess að leysa Philippe Coutinho af hólmi. Þá vill Arsenal fá hann, ef Alexis Sanchez fer en bæði lið lögðu fram […]

Vinur Mourinho gerir grín að hárígræðslu Conte

Jose Mourinho, stjóri Manchester United og Antonio Conte, stjóri Chelsea hafa rifist eins og hundur og köttur að undanförnu. Mourinho byrjaði á því að kalla Conte trúð fyrir hegðun sína á hliðarlínunni og Conte svaraði honum með því að segja að Mourinho þjáðist af minnistapi. Mourinho var ekki ánægður með þessi ummæli og sagði að […]

Miðjumaður Liverpool gefur í skyn að hann sé ekki á förum

Emre Can, miðjumaður Liverpool gaf það í skyn á dögunum að hann gæti verið áfram hjá félaginu. Samningur hans við Liverpool renuur út í sumar og hefur hann verið sterklega orðaður við Juventus á Ítalíu. Enskir fjölmiðla greindu frá því á dögunum að Can væri búinn að semja við Juventus en hann gaf það í […]

Íslenskar íþróttakonur stíga fram – Var nauðgað af þjálfara sínum

Íslenskar íþróttakonur hafa stigið fram og segja nú sögu sína af ofbeldi og öðru slíku sem þær hafa orðið fyrir. Stelpurnar stíga fram undr merkjum METOO sem er bylting sem hefur verið í gangi síðustu vikur. Þar hafa konur úr mörgum stéttum þjóðfélagsins sagt sögu sína af ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Nöfn þeirra […]

Valencia staðfestir kaup á Coquelin

Valencia hefur staðfest kaup sín á Francis Coquelin frá Arsenal. Coquelin gerir samning til sumarsins 2022 eða í fjögur og hálft ár. Miðjumaðurinn frá Frakklandi hefur ekkert spilað neitt sérstaklega mikið á þessu tímabili. Coquelin var áður lykilmaður hjá Arsene Wenger en Granit Xhaxa hefur tekið stöðu hans. Mohamed Elneny hefur einnig verið á undan […]

Starfshópur um nýjan Laugardalsvöll – Stutt í niðurstöðu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, undirrituðu í dag yfirlýsingu um skipun starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar. Knattspyrnusamband Íslands hefur haft til skoðunar um nokkurt skeið mögulega uppbyggingu Laugardalsvallar sem þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu. Í kjölfar góðs árangurs karla- og kvennalandsliða […]