Flokkur: 433.is

Fullyrt að Wenger verði áfram

Það stefnir allt í það að Arsene Wenger verði áfram stjóri Arsenal en frá þessu greina enskir fjölmiðlar núna. Wenger fundaði með stjórn félagsins í dag og þar á hann að hafa tjáð þeim að hann myndi halda áfram. Hann tjáði Stan Kroenke eiganda félagsins í dag um það að hann hefði áhuga á að […]

Tuchel hættur með Dortmund

Borussia Dortmund hefur staðfest að Thomas Tuchel sé hættur sem þjálfari liðsins. Tuchel tók við Dortmund fyrir tveimur árum af Jurgen Klopp en þá höfðu vandræði verið á leikmannahópi liðsins. Jurgen Klopp sem hafði unnið gott starf hjá Dortmund var kominn í vandræði með liðið á sínu síðasta tímabili. Tuchel vann þýska bikarinn með Dortmund […]

Búið að reka þjálfara Jóns Daða

Wolves hefur ákveðið að reka Paul Lambert úr starfi sem knattspyrnustjóri félagsins. Lambert og Wolves hafa rætt saman eftir að tímabilinu lauk en hann tók við á miðju tímabili. Lambert vann gott starf en gat ekki sætt sig við það hversu miki eigendur félagsins vilja skipta sér af leikmannamálum. Óvíst er hver tekur við Wolves […]

Fyrstu kaup Klopp að klárast – Framherji frá Chelsea að koma

Liverpool er að ganga frá kaupum á Dominic Solanke framherja Chelsea. Liverpool þarf að borga í kringum 3 milljónir punda. Telegraph segir frá. Um er að ræða fyrstu kaup Jurgen Klopp í sumar en samningur Solanke við Chelsea er að renna út. Þessi leikmaður yngri landsliða Englands kemur þó ekki frítt þar sem Liverpool þarf […]

Chelsea búið að taka tilboði í Begovic

Chelsea hefur samþykkt tilboð Bournemouth í markvörðinn Asmir Begovic, Sky Sports greinir frá. Bournemouth reyndi að kaupa Begovic í janúar en það tókst ekki. Nú hefur Chelsea samþykkt 10 milljóna punda tilboð í markvörðinn öfluga. Begovic lék áður með Stoke en hefur verið varaskeifa hjá Chelsea fyrir Thibaut Courtois í tvö ár. Markvörðurinn frá Bosníu […]

Bestu leikmenn Grindavíkur á tímabilinu – Tveir efstir

Fimm umferðir eru búnar í Pepsi deild karla og það sem af er tímabili er það Grindavík sem hefur komið mest á óvart. Nýliðarnir hafa verið frábærir í þessum leikjum og eru með fimm stig í öðru sæti deildarinnar ásamt Val. Eftir hvern einasta leik í Pepsi deild karla gefur 433.is leikmönnum einkunnir en Kristijan […]

Búið að taka ákvörðun um framtíð Aguero

Búið er að taka ákvörðun um framtíð Kun Aguero en hún hefur legið í lausu lofti síðustu vikur. Aguero var ekki lengur fyrsti kostur Pep Guardiola í sóknarlínu Manchester City á köflum í vetur. Eftir komu Gabriel Jesus í janúar var Aguero ekki lengur fyrsti kostur Guardiola. Aguero verður hins vegar áfram hjá City, þetta […]

Liverpool komið í kapphlaupið mikla um Mendy

Liverpool er komið í kapphlauið ógurlega um Benjamin Mendy bakvörð Monaco. L’Equipe segir frá þessu. Mendy er afar eftirsóttur en þessi öflugi vinstri bakvörður vakti athygli í vetur fyrir góða frammistöðu. Mendy var einn af lykilmönnum Monaco sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar og vann frönsku úrvalsdeildina. Mendy er 22 ára gamall en Manchester City, Manchester […]

Tíu íslenskir atvinnumenn sem gætu verið á förum í sumar

Félagaskiptamarkaðurinn er að fara á fullt og íslenskir leikmenn gætu verið á förum í sumar frá sínu félagi. Miklar líkur eru taldar á að Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson, Aron Jóhannsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði á faraldsfæti. Þá er Viðar Örn Kjartansson framherji Maccabi tel Aviv eftirsóttur og líkur á að hann fari í […]

Cantona: Costa fer í sumar

Eric Cantona, fyrrum leikmaður Manchester United telur að Diego Costa, framherji Chelsea muni yfirgefa liðið í sumar. Costa hefur verið sterklega orðaður við kínversku deildina en hann vildi fara í janúar. „Ég tel að hann muni fara í sumar og svíkja Chelsea.“ „Fagnaðarlæti hans eftir að félagið vann ensku úrvalsdeildina gáfu það sterklega til kynna […]