Flokkur: 433.is

Bale sagður vilja fara til Englands – Skipti á honum og De Gea?

Diario Gol segir frá því í dag að Gareth Bale vilji halda aftur í ensku úrvalsdeildina. Sagt er að hann vilji fara til Manchester United. Bale hefur unnið Meistaradeildina í þrígang með Real Madrid á tíma sínum á Spáni. Kantmaðurinn er sagður hins vegar vilja komast heim til Bretlandseyja eftir erfiða tíma. Bale hefur verið […]

Sturridge ekki lengur á óskalista Inter

Inter Milan hefur ekki lengur áhuga á Daniel Sturridge framherja Liverpool. Piero Ausilio stjórnarmaður félagsins segir frá þessu en Sturridge hefur ekki fengið að spila síðustu vikur. Sturridge hefur aðeins byrjað fimm leiki á þessu tímabili. Nú er sagt að Inter horfi frekar til Javier Pastore leikmanns PSG sem er til sölu. ,,Ég get staðfest […]

Klopp segir að í lagi ef Emre Can fari frítt

Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir það í góðu lagi að Emre Can fari frítt frá félaginu næsta sumar. Can er samningslaus í sumar og íhugar það alvarlega að fara frá félaginu. Viðræður hafa ekkert gengið neitt sérstaklega vel en enn er þó möguleiki á að Can geri nýjan samning. ,,Hann fer ekki áður en glugginn […]

Snýr Pelle aftur í enska boltann á næstu dögum?

Shandong Luneng í Kína hefur áhuga á því að losa sig við Graziano Pelle framherja félagsins. Pelle kom til Shandong Luneng sumarið 2016 frá Southampton. Þá borgaði Shandong Luneng 12 miljónir punda fyrir hann en Pelle fær um 13,5 milljónir punda í laun á ári. Nú segja enskir fjölmiðlar að Pelle sé á óskalista West […]

Breiðablik lánar ÍR tvo leikmenn

Tveir af ungum og efnilegum leikmönnum Blikaliðsins, Brynjar Óli Bjarnason og Gísli Martin Sigurðsson, hafa verið lánaðir í 1. deildarlið ÍR. ,,Strákarnir hafa verið lykilmenn í 2. flokksliði Blika undanfarin ár en voru að ganga upp í meistaraflokk í haust. Brynjar Óli er fjölhæfur sóknarmaður en Gísli Martin getur leikið bakvörð eða vængstöðuna,“ segir á […]

Mihajlo Jakimoski í Fram

Knattspyrnudeild FRAM hefur samið til tveggja ára við Mihajlo Jakimoski 22 ára gamlan sóknarmann frá Makedoníu. Mihajlo á að baki 45 leiki í efstu deild í Makedoníu. Í þessum leikjum hefur hann skorað 5 mörk og átt fjölda stoðsendinga. Mihajlo hefur lengst af leikið sem kantmaður. Hann er 180 cm á hæð, fljótur og með […]

Ögmundur kom ekki við sögu í tapi Excelsior

Roda tók á móti Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna. Milan Massop kom gestunum yfir á 16. mínútu en Jorn Vancamp jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks. Dani Schahin skoraði svo sigurmark leiksins á 51. mínútu og lokatölur því 2-1 fyrir Roda. Ögmundur Kristinsson sat allan […]

Mynd dagsins: Einu sinni hjá AC Milan

Mynd dagsins er daglegur liður hér á 433.is sem hefur notið vinsælda. Í liðnum reynum við að finna myndir sem tengjast knattspyrnu. Hafir þú ábendingar um góða mynd máttu endilega senda hana á 433@433.is. Það er AC Milan sem fær heiðurinn í dag en margir af bestu knattspyrnumönnum sögunnar spiluðu eitt sinn með liðinu. Mynd […]

Emil spilaði í góðum sigri Udinese

Genoa tók á móti Udinese í ítölsku Serie A í dag en leiknum lauk með 1-0 sigri gestanna. Það var Valon Behrami sem skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu og lokatölur því 1-0 fyrir gestina. Emil Hallfreðsson byrjaði á bekknum hjá Udinese í dag en kom inná sem varamaður á 63. mínútu. Udinese er […]

Einkunnir úr leik Chelsea og Newcastle – Alonso bestur

Chelsea tók á móti Newcastle í enska FA-bikarnum í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna. Michy Batshuayi kom heimamönnum yfir á 31. mínútu og hann bætti svo öðru marki við á 44. mínútu og staðan því 2-0 í hálfleik. Marcos Alonso kom Chelsea svo í 3-0 á 72. mínútu með laglegu marki, beint […]