Flokkur: 433.is

Myndband dagsins: Svona kemst Liverpool af án Coutinho

Myndband dagsins er daglegur liður hér á 433.is en þar birtum við myndbönd sem tengjast íþróttinni sem við öll elskum. Myndband dagsins getur verið gamalt og gott eða nýtt og ferskt en augljóslega tengjast þau alltaf fótboltanum. Það er Liverpool sem fær heiðurinn í dag en við ætlum að kíkja á nokkrar leiðir fyrir Liverpool […]

Neymar ánægður hjá PSG og ekki á förum

Neymar, sóknarmaður PSG er ánægður hjá PSG og er ekki á förum frá félaginu en það er Sky Sports sem greinir frá þessu í kvöld. Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid að undanförnu og vildu fjölmiðlar á Spáni meina að hann myndi fara til Real í sumar. Neymar kom til PSG síðasta sumar […]

Sky Sports: Giroud fer ekki til Dortmund

Olivier Giroud, framherji Arsenal mun ekki ganga til liðs við Borussia Dortmund en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Framherjinn hefur verið sterklega orðaður við þýska félagið að undanförnu en hann hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal á leiktíðinni. Giroud hefur verið að hugsa sér til hreyfings en hann vill spila […]

Þetta er helsti munurinn á Salah og Mane samkvæmt Joe Gomez

Joe Gomez, varnarmaður Liverpool var í áhugaverðu viðtali á dögunum þar sem hann ræddi m.a uppgang sinn hjá félaginu. Gomez hefur verið fastamaður í liðinu á þessari leiktíð og hefur eignað sér hægri bakvarðastöðuna hjá liðinu. Hann var m.a spurður út í það hver væri fljótasti leikmaður Liverpool en þeir Sadio Mane og Mohamed Salah […]

Goretzka var á leiðinni til Spánar áður en Bayern samdi við hann

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern Munich greindi frá því í dag að Leon Goretzka hefði endað á Spáni ef þýska félagið hefði ekki samið við hann. Goretzka var sterklega orðaður við Liverpool í desember og þá höfðu Manchester United, Tottenham, Arsenal og Juventus öll áhuga á honum. Leikmaðurinn var hins vegar með samningstilboð frá Barcelona á […]

Jose Mourinho: Ég elska leikmenn mína

Jose Mourinho, stjóri Manchester United hefur framlengt samning sinn við enska félagið en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu. Samningurinn gildir til ársins 2020 og er með möguleika á árs framleningu, í það minnsta. Hann verður því hjá félaginu næstu þrjú árin en hann tók við liðinu af Louis van Gaal sumarið 2016. „Ég […]

Mourinho framlengir við Manchester United

Jose Mourinho, stjóri Manchester United hefur framlengt samning sinn við enska félagið en þetta var tilkynnt núna rétt í þessu. Samningurinn gildir til ársins 2020 og er með möguleika á árs framleningu, í það minnsta. Hann verður því hjá félaginu næstu þrjú árin en hann tók við liðinu af Louis van Gaal sumarið 2016. Undir […]

Tíu bestu miðjumenn heims

Knattspyrnuvefurinn FourFourTwo birtir árlega lista yfir 100 bestu knattspyrnumenn heims. Cristiano Ronaldo var bestur á árinu 2017 en hann var valinn bestur á verðlaunaafhendingu FIFA og hjá France Football. FourFourTwo birti á dögunum lista yfir þá tíu miðjumenn sem voru efstir í kjörinu af þeim 100 leikmönnum sem þeir völdu. Úrslitin gætu komið einhverjum á […]

United fylgist með miðjumanni Real Madrid

Manchester United hefur áhuga á Mateo Kovacic, miðjumanni Real Madrid en það er Mail sem greinir frá þessu. Miðjumaðurinn hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid síðan hann kom til félagsins frá Inter Milan árið 2015. Hann hefur aðeins byrjað einn leik í spænsku deildinni á þessari leiktíð en Real er í miklu […]

Lykilmaður Porto missir af leiknum gegn Liverpool

Danilo, miðjumaður Porto verður frá í að minnsta kosti mánuð eftir meiðsli sem hann varð fyrir í gær. Porto mætti Sporting í Deildarbikarnum þar í landi en Danilo meiddist í leiknum í gær og verður frá í nokkrar vikur eins og áður sagði. Þetta er mikið áfall fyrir Porto sem mætir Liverpool í 16-liða úrslitum […]