Flokkur: 433.is

Arsene Wenger: Markið hjá Ozil var algjör gimsteinn

Arsenal tók á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna. Það var Mesut Ozil sem skoraði eina mark leiksins á 23. mínútu og lokatölur því 1-0 fyrir Arsenal. Heimamenn fara með sigrinum upp í fjórða sæti deidlarinnar með 33 stig en Newcastle er nú komið í fallsæti. Arsene Wenger, stjóri […]

Hörður Björgvin og félagar komnir í þriðja sætið – Jón Daði fékk mínútur gegn Ipswich

Fjöldi leikja fór fram í ensku Champipnship-deildinni í dag og var þeim að ljúka núna rétt í þessu. Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristol City sem vann 2-0 sigur á Nottingham Forest en Bristol er komið í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig, 8 stigum frá toppliði Wolves. Jón Daði Böðvarsson kom inná á […]

Arsenal og Chelsea með sigra – Jóhann Berg spilaði allan leikinn í jafntefli

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og var þeim að ljúka núna rétt í þessu. Arsenal vann afar mikilvægan sigur á Newcastle, 1-0 þar sem að Mesut Ozil skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli gegn Brighton og Huddersfield vann þægilegan sigur á […]

Byrjunarlið City og Tottenham – Gundogan og Mangala byrja

Manchester City tekur á móti Tottenham í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag klukkan 17:30 og eru byrjunarliðin klár. City situr á toppi deildarinnar með 49 stig og hefur 11 stiga forskot á Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar en það virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu heimamanna þessa dagana. Tottenham er í sjötta sæti […]

Alfreð með þrennu í ótrúlegri endurkomu Augsburg

Augsburg tók á móti Freiburg í þýsku Bundesligunni í dag en leiknum lauk með 3-3 jafntefli. Alfreð Finnbogason kom Augsburg yfir strax á 1. mínútu en Christian Guenter jafnaði metin fyrir Freiburg og staðan því 1-1 í hálfleik. Nils Peterson skoraði tvívegis fyrir gestina í síðari hálfleik áður en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn á 90. […]

Emil Hallfreðs spilaði í mögnuðum sigri á toppliðinu

Inter Milan tók á móti Udinese í ítölsku Serie A í dag en leiknum lauk með 3-1 sigri gestanna. Kevin Lasagna kom Udinese yfir á 14. mínútu en Mauro Icardi jafnaði metin fyrir heimamenn, mínútu síðar og staðan því 1-1 í hálfleik. Rodrigo De Paul kom svo gestunum yfir á 61. mínútu áður en Anonin […]

Mynd dagsins: Pepe, Messi, Rooney og Wenger

Mynd dagsins er daglegur liður hér á 433.is sem hefur notið vinsælda. Í liðnum reynum við að finna myndir sem tengjast knattspyrnu. Hafir þú ábendingar um góða mynd máttu endilega senda hana á 433@433.is. Það eru nokkrir frábærir knattspyrnumenn sem fá heiðurinn í dag en ef nöfnum þeirra er ruglað saman kemur ýmislegt skemmtilegt í […]

Seinkun á leik Stoke og West Ham vegna rafmagnsleysis

Stoke átti að taka á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15:00. Einhver seinkun verður þó á leiknum vegna rafmagnsleysis á Bet365 vellinum í Stoke. Enska úrvalsdeildin staðfesti svo nún rétt í þessu að leikurinn mun hefjast klukkan 16:00. Stoke er í sautjánda sæti deildarinnar með 16 stig en West Ham er […]

Instagram dagsins – Slakað á með kennaranum

Instagram er samskiptamiðill sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin. Instagram dagsins er daglegur liður hjá okkur hérna á 433.is en þar skoðum við allt það helsta sem gerist á Instagram. Við fylgjumst með fjöldanum öllum af knattspyrnumönnum og öllum sem koma að íþróttinni. Margir knattspyrnumenn nota miðilinn og því er Instagram dagsins liður sem […]

Myndband: Tók Alfreð 59 sekúndur að skora gegn Freiburg

Augsburg og Freiburg eigast nú við í þýsku Bundesligunni og er staðan 1-0 fyrir heimamenn þegar um tíu mínútur eru liðnar af leiknum. Það var Alfreð Finnbogason sem kom liðinu yfir eftir tveggja mínútna leik en þetta var hans níunda mark í deildinni á þessari leiktíð. Augsburg er sem stendur í níunda sæti deildarinnar en […]
Page 5 of 897« First...«34567 » 102030...Last »