Flokkur: 433.is

Alvöru álag á Chelsea í febrúar og mars

Chelsea og Barcelona mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þetta varð ljóst í morgun. Leikirnir fara fram þann 13. febrúar næstkomandi og svo 6. mars á næsta ári. Chelsea situr sem stendur í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig og er 14 stigum á eftir toppliði Manchester City. Í febrúar og mars mun liðið […]

Diario Gol: Bale hefur náð samkomulagi við Real Madrid um að yfirgefa félagið

Gareth Bale, sóknarmaður Real Madrid mun yfirgefa félagið næsta sumar en það er Diario Gol sem greinir frá þessu í dag. Bale kom til Real Madrid árið 2013 en hann hefur verið mikið meiddur, undanfarin ár og hefur lítið spilað með liðinu. Hann er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaðurinn í heiminum í dag, þegar […]

Segir Lukaku versta framherja United síðan Diego Forlan spilaði með liðinu

Manchester United tók á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna. Það voru þeir David Silva og Nicolas Otamendi sem skoruðu mörk City í leiknum en Marcus Rashford jafnaði metin fyrir United í stöðunni 1-0. Stuðningsmenn Manchester United eru margir hverjir ósáttir við Romelu Lukaku, framherja […]

Ingibjörg Sigurðardóttir til Djugarden

Ingibjörg Sigurðardóttir er gengin til liðs við Djugarden í Svíþjóð. Hún skrifar undir tveggja ára samning við félagið en hún æfði m.a með Fiorentina á dögunum en ákvað að lokum að semja ekki við ítalska liðið. Ingibjörg var óvænt í byrjunarliði Íslands gegn Frökkum í fyrsta leik liðsins á EM í Hollandi og hefur haldið […]

Östersunds var stofnað á sama ári og Arsene Wenger tók við Arsenal

Arsenal mætir sænska liðinu Östersunds í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en þetta varð ljóst í dag. Enska liðið átti í litlum vandræðum í sínum riðli og endaði í efsta sæti H-riðils með 13 stig. Östersunds endaði í öðru sæti J-riðils með 11 stig, jafn mörg stig og spænska stórliðið Athletic Bilbao en liðið hefur komið mikið […]

Börsungar strax byrjaðir að skjóta á Chelsea fyrir leikinn í Meistaradeildinni

Chelsea og Barcelona mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þetta varð ljóst í morgun. Félögin hafa mæst nokkrum sinnum í Evrópukeppnum í gegnum tíðina en það er eflaust undanúrslitaleikur liðanna tímabilið 2008-09 sem stendur uppúr. Barcelona fór áfram á útivallarmarki en leikmenn Chelsea vildu fá tvær, ef ekki þrjár vítaspyrnur í seinni leiknum. Andres Iniesta […]

Arsenal fer til Svíþjóðar – Napoli og RB Leipzig mætast

Dregið var í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag en leikirnir fara fram í febrúar á næsta ári. Arsenal er eina enska liðið í keppninni í ár en Everton féll úr leik í riðlakeppninni. Lundúnarliðið mætir sænska liðinu Östersund sem hefur komið mikið á óvart í keppninni í ár. FC Kaupmannahöfn fær erfiðan leik gegn Atletico […]

Bentley bíll Owen fékk að finna fyrir því í vonda veðrinu

Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool og Manchester United starfar í dag sem sparkspekingur. Veðrið á Englandi var ekki gott um helgina og snjóaði mikið, víðs vegar á landinu í gær. Owen ætlaði að vera sniðugur og ákvað að leggja bíl sínum undir tré til þess að reyna koma í veg fyrir að það myndi snjóa […]

United og City þurfa að svara fyrir slagsmálin í leikmannagöngunum

Manchester United tók á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna. David Silva og Nicolas Otamendi skoruðu mörk City í gær en það var Marcus Rashford sem jafnaði metin fyrir United í stöðunni 1-0. Þegar flautað hafði verið til leiksloka brutust út slagmál milli leikmanna og […]

Neymar og félagar mæta Real Madrid – Ensku liðin misheppin með drátt

Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar núna rétt í þessu en viðureignirnar fara fram í febrúar. Það verða nokkrir svakalegir leikir í útsláttakeppninni en ensku liðin voru misheppin með drátt. Juventus og Tottenham mætast, Basel fær Manchester City í heimsókn og Liverpool fer til Portúgals og mætir Porto. Manchester United mætir spænska liðinu Sevilla og […]