Flokkur: 433.is

Forkeppni Meistaradeildarinnar: Celtic komið áfram í riðlakeppnina

Astana tók á móti Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í dag en leiknum lauk með 4-3 sigri heimamanna. Kristoffer Ajer skoraði sjálfsmark á 26 mínútu áður en Scott Sinclair jafnaði metin fyrir Celtic á 33 mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Serikzhan Muzhikov kom Astana í 2-1 á 48 mínútu áður en Patrick Twuamsi […]

Segir að Rooney eigi skilið að vera kallaður í enska landsliðið

Michael Keane, varnarmaður Everton segir að Wayne Rooney, leikmaður liðsins eigi skilið að vera kallaður aftur upp í enska landsliðið. Rooney hefur farið vel af stað með Everton síðan hann gekk til liðs við félagið á nýjan leik í sumar og hefur nú skorað tvö mörk í tveimur leikjum í deildinni. Leikmaðurinn missti sæti sitt […]

Messi sagður hafa komið í veg fyrir fjórða tilboð Barcelona í Coutinho

Lionel Messi, sóknarmaður Barcelona og einn besti knattspyrnumaður heims á að hafa gripið í taumana á dögunum og stoppað fjórða tilboð Barcelona í Philippe Coutinho, sóknarmann Liverpool. Það er Don Balon sem greinir frá þessu en samkvæmt miðlinum voru Börsungar tilbúnir að bjóða þá Ivan Rikitic og Sergi Roberto í skiptum fyrir Coutinho, ásamt pening. […]

Segir að Mane sé mikilvægari Liverpool en Coutinho

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sparkspekingur hjá Sky Sports segir að það væri enginn heimsendir fyrir Liverpool að missa Philippe Coutinho. Coutinho er efstur á óskalista Barcelona og hefur verið það í allt sumar en félagið hefur lagt fram þrjú tilboð í leikmanninn sem hefur öllum verið hafnað. Leikmaðurinn bað um sölu frá félaginu […]

Ármann Smári ráðinn aðstoðarþjálfari ÍA

Ármann Smári Björnsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari ÍA en þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér núna rétt í þessu. Gunnlaugur Jónsson hætti með liðið nokkuð óvænt í gær en Jón Þór Hauksson, fyrrum aðstoðarmaður Gunnlaugs mun stýra liðinu út sumarið. Skagamenn eru í miklu basli í Pepsi-deildinni og sitja á botni […]

Myndband: Nýjasti Fifa trailerinn vekur athygli

Það styttist óðum í að nýjasti tölvuleikurinn í Fifa seríunum komi út. Fifa 18 kemur út þann 29. september næstkomandi en leikurinn er vinsælasti íþróttaleikur allra tíma. Knattspyrnuáhugamenn víðs vegar að úr heiminum spila leikinn mikið og þá er einnig haldið árlegt heimsmeistaramót í leiknum. EA Sports kynnti nýjasta trailer leiksins í dag sem er […]

Mynd dagsins: Rooney til í að hjálpa Guardiola

Mynd dagsins er daglegur liður hér á 433.is sem hefur notið vinsælda. Í liðnum reynum við að finna myndir sem tengjast knattspyrnu. Hafir þú ábendingar um góða mynd máttu endilega senda hana á 433@433.is. Mynd dagsins er af Pep Guardiola að taka við ráðum frá Wayne Rooney.

Barcelona ætlar í mál við Neymar

Börsungar eru ekki sáttir við Neymar og hvernig hann skildi við félagið á dögunum. PSG keypti Neymar á 222 milljónir evra frá Barcelona. Barcelona gat ekki stoppað félagaskiptin enda var þessi klásúla í samningi leikmannsins. Nú eru Börsungar að höfða mál gegn Neymar og krefja hann um 7,8 milljónir punda. Barcelona telur að Neymar hafi […]

Instagram dagsins – Með svín í bandi

Instagram er samskiptamiðill sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin. Instagram dagsins er daglegur liður hjá okkur hérna á 433.is en þar skoðum við allt það helsta sem gerist á Instagram. Við fylgjumst með fjöldanum öllum af knattspyrnumönnum og öllum sem koma að íþróttinni. Margir knattspyrnumenn nota miðilinn og því er Instagram dagsins liður sem […]

Segja að stjarna Real Madrid sé klár í að fara til Liverpool

Mateo Kovacic miðjumaður Real Madrid er sagður hafa náð samkomulagi við Liverpool um kaup og kjör. Fjölmiðlar á Spáni segja frá. Þar segir að Kovacic hafi áhuga á því að fara til Liverpool. Hann hefur ekki náð að vinna sér inn fast sæti í liði Real Madrid og vill spila meira. Vitað er að Jurgen […]