Flokkur: Ægilegt Fréttabréf

Vapefundur í stakkageymslunni…

 • by admin
 • 3 Years ago
 • 0
Einn af mörgum fundum Vapefélagsins var haldinn í stakka-geymslunni nú í morgun…. Ekki var hægt að greina hverjir voru á fundinum né um hvað var rætt sökum hósta og gufustróka sem bárust um allt. Vélstjórunum er mikill vandi á höndum þar sem gufa af rafrettunum smýgur í gegnum alla filtera með til heyrandi óhljóðum……  

Einfalt og svínvirkar!

 • by admin
 • 3 Years ago
 • 0
“Einfalt og svínvirkar…. Þetta amk þaggar niður í óhljóðunum sem skapast af sírenuvæli alla daga þegar menn veipa eins og enginn sé morgundagurinn“ sagði Sigurjón vélstjóri aðspurður um skynjarana sem lágu um alla stakkageymslu, aftengdir!   Ægilegu fréttabréfi er mikill fengur að Sigurjóni þar sem við höfum fengið aðgang að myndasafni hans Kunnum við honum […]

Súkkulaðisósan…

 • by admin
 • 3 Years ago
 • 0
„Mér finnst alveg merkilegt hvað það vantar alltaf súkkulaðisósu hér um borð, kokkunum virðist alveg fyrirmunað að panta þessa sósu sem er náttúrulega ómissandi í hverri veiðiferð…. Ég fer að halda að um samsæri sé að ræða af þeirra hálfu, og ef svo er þá þykir mér það verra. Til að svala þessari súkkulaðiþörf neyddist […]

„Vil bara hafa allt á hreinu!“

 • by admin
 • 3 Years ago
 • 0
Birgisson opnar sig í einlægu viðtali… Það er einn maður hér um borð sem hefur það mottó að hafa hlutina á hreinu í kringum sig.  Þetta er hinn eini sanni Birgir Birgisson, auknefndur Birgisson  (tekið skal fram að hann selur ekki parket!) Það líður ekki sú vakt að Birgisson athugi ekki með rauðu ruslafötuna í […]

Fitufrysting

 • by admin
 • 3 Years ago
 • 0
Sú nýlunda hefur skotið upp kollinum hér um borð að bjóða uppá fitufrystingu þar sem hin óæskilega fita er einfaldlega fryst burtu. Aðalhvatamaður þessarar nýlundu er Frikki Pól sem er vakinn og sofinn yfir frystilestinni alla daga og nætur.  Hefur hann ákveðið að bjóða uppá einstaklingsmeðferðir, sem og hópameðferðir og sýna dæmin að þetta er […]

Páskar afstaðnir…

 • by admin
 • 3 Years ago
 • 0
Þá eru páskarnir afstaðnir með öllu sínu gjálífi í mat og drykk. Siggi kokkur og Reynir messi hafa verið á þönum alla páskana við að framreiða hinar ýmsu kræsingar, hér var að sjálfsögðu hátíðarmatur á páskadag og á annan í páskum. Svo ekki sé minnst á páskaeggin sem allir biðu spenntir eftir að fá, þótt […]

Útgáfa fréttabréfs um borð í Þerney RE 1

 • by admin
 • 3 Years ago
 • 0
Hér sjáið þið fyrstu útgáfu fréttabréfs hér um borð í Þerney. Ætlunin er að gefa þetta út eftir efnum og aðstæðum hverju sinni og þá aðallega ef eitthvað fréttnæmt gerist. Hér er aðeins hugsað um hinar skemmtilegu hliðar vinn-unnar og lífsins hér um borð og hafa skal í huga að  allt efni er velkomið, svo […]
Page 3 of 3«123