Flokkur: Fiskifréttir

Ræddu framkvæmd Hoyvíkursamningsins

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja, ræddu samskipti ríkjanna á fundi sínum í utanríkisráðuneytinu 19. mars 2018.

Hægt að stilla klukkuna eftir kolmunnanum

Bjarni Ólafsson AK kom til Seyðisfjarðar í morgun með 1.800 tonn af kolmunna.

Sigla 660 mílur á kolmunnamiðin

Von er á Víkingi AK til Vopnafjarðar um miðjan dag á morgun með tæplega 2.600 tonna kolmunnaafla. Þetta er fyrsta veiðiferð skipsins á árinu á kolmunnamiðin vestur af Írlandi en þar er nú töluverður fjöldi íslenskra, færeyskra og rússneskra skipa að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði.

Norsk ungmenni orðin fráhverf fiskáti

Þrátt fyrir að vera með stærstu framleiðendum á fiskmeti þá minnkar fiskneysla almennings í Noregi ár frá ári. Svo rammt kveður að þessu að norsk stjórnvöld hafa ráðist í átak til að hvetja landa sína til fiskáts – og er spjótunum helst beint að ungu fólki.

Hafnir kolefnisjafna með trjárækt

Faxaflóahafnir undirrituðu 10 ára samstarfssamning við Skógræktina í september síðastliðnum.  Ræktaður verður skógur í nafni fyrirtækisins í landi Klafastaða í Hvalfjarðarsveit, sem er í eigu Faxaflóahafna sf. Áætlað er að planta einum til þremur hektara ár hvert, til að kolefnisjafna útblástur frá eigin starfsemi. Annað verkefni með sama markmið er komið á rekspöl hjá Akureyrarhöfn.

Telur álag vegna fiskveiða stórlega ofmetið

Ekkert nýtt um álag fiskveiða á heimshöfunum er að finna í nýrri grein í hinu virta tímariti Science, en hún hefur vakið mikla athygli. Þessu heldur Ray Hilborn, prófessor í fiskifræði og þekktur fræðimaður við Washington-háskóla, fram í viðtali við fréttaveituna Seafood Source. Gögnin eru hins vegar allrar athygli verð, sé rétt úr þeim lesið, segir Hilborn.

Ný nálgun við stjórn fiskveiða

Anna Kristín Daníelsdóttir hjá Matís hefur undanfarin fjögur ár stjórnað evrópska verkefninu MareFrame ásamt Gunnari Stefánssyni hjá Háskóla Íslands. Hafrannsóknastofnun gegndi einnig lykilhlutverki í verkefninu. Lokaskýrsla verkefnisins er komin út og verður kynnt fyrir hagsmunaaðilum innan tíðar.

Sjávarklasinn samstarfsaðili Ocean Supercluster í Kanada

The Ocean Supercluster var eitt fimm kanadískra klasaverkefna sem hlutu nýverið styrk frá kanadísku ríkisstjórninni til að efla nýsköpun og fjölga störfum á grundvelli klasahugmyndafræðinnar. Íslenski sjávarklasinn er einn af samstarfsaðilum Ocean Supercluster í þessu verkefni, og segir frá í frétt frá klasanum.

Þarf ekki lengur að strekkja í Jökuldýpinu

Með tilkomu nýs tækis tækis er gamalgróið vandamál úr sögunni við að setja nýja togvíra á tromlurnar á togspilum. Sjómenn þekkja það vel að stundum tekur nokkra daga til að fá vírana til að sitja rétt undir hentugu álagi og sjaldnast hefur gefist nema eitt tækifæri til að fá allt til að ganga upp. Með tilkomu hins nýja vírastrekkitækis Hampiðjunnar er staðan gjörbreytt.

Eiginféð 300 milljarðar

Undanfarnar vikur hafa birst nýjar og harla ítralegar uppýsingar um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja, sem staðfesta að staða greinarinnar er á heildina litið mjög sterk þótt tekjur og hagnaður hafi dregist saman.
Page 1 of 8312345 » 102030...Last »