Flokkur: Fiskifréttir

Marel og Sjávarklasinn í samstarf

Undirritaður hefur verið tveggja ára samstarfssamningur á milli Marel og Íslenska sjávarklasans sem miðar að því að auka nýsköpun í sjávarútvegi og fiskvinnslu.

Krabbaskip Knarr/Nautic það fyrsta sinnar gerðar

 Fulltrúar stórs útgerðarfélags í Rússlandi leituðu til Haraldar Árnasonar, framkvæmdastjóra Knarr Maritime, fyrir um það bil þremur mánuðum síðan. Erindið var að leita lausna í hönnun á nýju krabbaveiðiskipi. Nú stefnir allt í að rússneska fyrirtækið kaupi hönnun íslenska skipahönnunarfyrirtækisins Nautic sem er innan raða Knarr og að skipið verði vel búið búnaði Knarr fyrirtækjanna. Þetta mun verða fyrsta sérhannaða krabbaveiðiskipið af þessari stærð í heimi. Búið er að sækja um þrjú einkaleyfi fyrir úrfærslum í hönnuninni.

Góður gangur í sæbjúgnaveiðum

Góður gangur hefur verið í sæbjúgnaveiðum á yfirstandandi fiskveiðiári. Níu leyfi eru gefin út til veiðanna og afköst bátanna hafa stóraukist eftir að flestir þeirra fóru að róa með tvo plóga í stað eins. Minna framboð af sæbjúgum annars staðar frá hefur þrýst upp verðinu innanlands.

Innrás útlendinga mótmælt

Sitt sýnist hverjum enda koma athugasemdirnar, sem nú eru orðnar 37 talsins, meðal annars frá fiskeldisfyrirtækjum, veiðifélögum, náttúruverndarsamtökum og opinberum stofnunum á borð við Fiskistofu, Matvælastofnun og Hafrannsóknarstofnun. Hér verða fáein atriði nefnd, sem eru þó aðeins brot af því sem til umræðu kemur í athugasemdunum.

Metár í fjárfestingum frá 1990

Á undanförnum fimm árum hafa rúmlega 70 ný skip bæst við fiskveiðiflotann. Tíu skuttogarar hafa komið til landsins í fyrra og það sem af er ári, auk 37 vélskipa og 25 opinna báta. Alls voru 53 þessara skipa smíðuð á Íslandi sem öll eru úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum.

Leita á Vestfjarðamið undan veðri

,,Við fórum hingað norður eftir, í og með veðurspána í huga, en það er spáð skítabrælu fyrir sunnan. Við hófum veiðar reyndar fyrir sunnan og tókum þar hluta af karfaskammtinum en nú erum við komnir í kantinn vestur af Patreksfirði og við verðum væntanlega á Vestfjarðamiðum út túrinn,“ segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Engey RE, í viðtali á heimasíðu HB Granda.

Torkennilegir þræðir vöktu athygli

Starfsmenn sjávarlíftæknisetursins Biopol á Skagaströnd hafa fundið töluvert magn af örplasti í sýnum sem tekin eru reglulega úr hafinu fyrir utan Skagaströnd. Á meðfylgjandi mynd má sjá það sem finna mátti í einu sýni sem tekið var í byrjun maí.

Fengju mun hærri verð í Grimsby

Átta strandveiðibátar á Patreksfirði, þar á meðal Kolga BA, eru á veiðum og ráðgera að fylla gám og  aflann til Grimsby. Þetta er viðbragð þeirra við lágu fiskverði á innlendum fiskmörkuðum. Það babb kom þó í bátinn að Umbúðamiðlum, stærsti keraleigan á landinu, vill ekki leigja kör til útflutningsins, að sögn Einars Helgasonar skipstjóra á Kolgu. Einar var á sjó þegar hann var inntur eftir gangi veiðanna. Hann rær einn og er með þrjár rúllur.
Page 1 of 9712345 » 102030...Last »