Sverrir er Siglfirðingur en kom á vertíð til Eyja 1966 sem hann segir að standi enn yfir. Hann hefur verið með fjölda skipa, þar á meðal á Vestmannaey, Bergey, Erling KE, Jón Vídalín, Gullberg, Sindra, Berg, Ófeig, Dala Rafn, Huginn og Hamraberg. Sverrir ætlaði að hætta til sjós þegar Gullbergið var selt en það fór á annan veg. Hann verður sjötugur í desember og hefur nú ákveðið að hætta á sjónum.