Flokkur: Fiskifréttir

Ekki á vísan að róa í makrílnum

Beitir NK kom til Neskaupstaðar á laugardaginn með um 700 tonn af makríl, en nokkur síld var í aflanum. Lokið var við að vinna aflann í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar síðastliðna nótt og þá hófst löndun úr Berki NK sem var með 670 tonn.

Á einum degi drápust 250 tonn af laxi

Danska laxeldisfyrirtækið Langsand Laks varð fyrir miklu tjóni í lok júní þegar 250 tonn af laxi drápust á einum degi. Þetta er fjórðungur ársframleiðslu fyrirtækisins, en Langsand Laks stundar sitt laxeldi á landi en ekki í sjókvíum.

Tíu milljónum tonna hent í hafið

Brottkast afla er talið nema um tíu milljónum tonna á ári á heimsvísu.

Þá kunnu menn að segja sögur

Guðjón Ingi Eiríksson bókaútgefandi sendi fyrir stuttu frá sér bók með gamansögum af íslenskum sjómönnum. Sjálfur er hann kominn af sjómönnum í báðar ættir.

Vestmannaey og Bergey með þúsund tonn í júlí

Vestmannaey VE og Bergey VE fiskuðu afar vel í júlímánuði, en samtals fengu skipin rúmlega eitt þúsund tonn í 21 veiðiferð í mánuðinum. 

Óvelkominn gestur sem gæti numið hér land

Rúmlega 800 tilkynningar hafa borist til norskra umhverfisyfirvalda um stangveidda hnúðlaxa á aðeins þremur vikum. Tilkynningarnar ná til 120 vatnasvæða um allan Noreg. Á sama tíma berast fréttir víða að úr íslenskum ám um slíkt hið sama, og hefur Hafrannsóknastofnun hvatt til þess að veiðimenn deili upplýsingum um veidda hnúðlaxa með stofnuninni.

HB Grandi selur Þerney RE til Suður Afríku

HB grandi hefur selt Þerney RE 1 til Suður Afríku og verður hún afhent nýjum eigendum 15. nóvember næstkomandi. Kaupandinn er Sea Harvest Corporation (Pty) Ltd sem er öflugt félag í útgerð og vinnslu og er söluverðið 13,5 milljónir USD eða 1,4 milljarðar króna. 

Fjársvelt stofnun þarf nýtt rannsóknaskip

„Jú, það er talsvert vandamál. Við þurfum talsvert meira fé til að sinna þessu hlutverki okkar, sem við verðum að telja mikilvægt. Þar fyrir utan er skipakosturinn saga út af fyrir sig. Annað þeirra er orðið mjög gamalt og þarfnast endurnýjunar. Það er eitthvað sem þarf að taka á þegar í stað,“ sagði Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, á fundi fyrr í sumar þar sem ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf stofnunarinnar var kynnt.

Aflaverðmæti dróst verulega saman á milli ára

Árið 2016 var afli íslenskra skipa rúm 1.067 þúsund tonn, 252 þúsund tonnum minni en árið 2015. Aflaverðmæti fyrstu sölu var rúmir 133 milljarðar króna og dróst saman um 12,1% frá fyrra ári. Samdrátt í aflaverðmæti má helst rekja til styrkingar krónunnar.

Hrygningarsvæði loðnunnar kortlögð

Um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni hefur undanfarnar vikur hópur vísindamanna frá Hafrannsóknarstofnun unnið að því að safna loðnuungviði úr hafinu umhverfis landið.
Page 10 of 35« First...«89101112 » 2030...Last »