Flokkur: Fiskifréttir

Nautic kaupir ráðandi hlut í rússneskri verkfræðistofu

Nautic ehf. hefur gengið frá kaupum á ráðandi hlut í verkfræðistofu í Pétursborg í Rússlandi þar sem nú þegar starfa tíu sérfræðingar á sviði skipahönnunar starfa.  Gert er ráð fyrir að starfsmannafjöldi aukist eitthvað á næstu mánuðum. Þetta er liður í undirbúningi að stóraukinni verkefnastöðu Nautic og fyrirtækjaklasans Knarr Maritime í Rússlandi. Alfreð Tulinius, framkvæmdastjóri Nautic, segir gríðarlega uppbyggingu hafna og vera framundan í sjávarútvegi í landinu. Tækifæri til frekari útrásar þar séu víða, og þessi fjárfesting sé líka liður í að vera mun virkari þáttakandi á þeim markaði, með rússneskt fyrirtæki.

120 tonn af blönduðum afla

„Við fórum prufutúr um daginn en þetta er svona fyrsti alvörutúrinn. Við fórum út á þriðjudagskvöld í síðustu viku til að stilla af tækin en héldum svo til veiða aðfaranótt miðvikudags. Við byrjuðum á Eldeyjarbankanum en héldum svo norður í Víkurál og enduðum á Halanum. Það var vitlaust veður allan tímann en aflabrögðin voru góð,“ sagði Eiríkur þegar skipið var statt á Jökultungu. Þar hafði staðið til að taka síðasta daginn áður en haldið yrði í land en það óhapp varð  að trollið festist í botni. Minna varð því að veiðum þann daginn en áformað var. Seinna um kvöldið festist í skrúfu skipsins og var það dregið til Reykjavíkur af Ottó N. Þorlákssyni.

Gamall kunningi til Neskaupstaðar

Gamall kunningi Norðfirðinga, norska skipið Beitir, kom í morgun með 1.800 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar. Skipið hét áður Beitir og var í eigu Síldarvinnslunnar í þrjú ár, 2010 til 2013.

Kaldur sjór ætti að verja Ísland

Round goby (Neogobius melanostomus) er upprunnin í Svartahafi og Kaspíahafi. Í kringum 1990 tók hún að berast með kjölvatni skipa og fannst það ár syðst í Eystrasaltinu og í Norður Ameríku. Síðan þá hefur hún dreift sér um mikinn hluta áa og vatna á meginlandi Evrópu og Norður Ameríku. Þar veldur hún usla, meðal annars með því að fjölga sér hratt og éta egg og seiði annarra fisktegunda ásamt því að éta krækling og aðrar tegundir sem sía vatnið með þeim afleiðingum að vatn sem áður var tært verður gruggugt.

56 þúsund laxar sluppu

Á mánudaginn sluppu 54 til 56 þúsund laxar úr einni af eldiskvíum stórfyrirtækisins Marine Harvest í sveitarfélaginu Nærøy í Noregi. Þetta er nærri sex sinnum meira magn en slapp úr eldiskvíum í Noregi allt árið í fyrra. 

Fyrsti kolmunnafarmurinn til Fáskrúðsfjarðar

Norska fjölveiðiskipið Østerbris kom að landi á Fáskrúðsfirði í gær með 2.250 tonn af kolmunna. Mun þetta vera fyrsti kolmunnaaflinn sem  landað er á Íslandi á þessu ári, segir í frétt á vef Loðnuvinnslunnar.

Loðnuvertíðin þróast sérkennilega

Á loðnumiðunum séu hins vegar einungis norsk skip sem melduðu inn 5.500 tonn síðastliðinn sólarhring.

Gefa út öryggishandbók á netinu

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa gefið úr öryggishandbók á netinu. Bókinni er ætlað að vera uppflettirit fyrir starfsfólk sem sinnir öryggismálum í fiskvinnslum.

Akurey í togi í illviðri úti fyrir Faxaflóa

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á þriðja tímanum í nótt símtal frá skipstjóra togarans Akurey AK-10 til að grennslast fyrir um möguleika á aðstoð varðskips. Skipið var þá statt úti fyrir Faxaflóa. Fyrr um kvöldið hafði það fengið í skrúfuna og fest trollið. Ottó N. Þorláksson RE-203 kom skömmu síðar þar að og tók Akureyna í tog.

Útiloka ekki frekari loðnugöngur

Hafrannsóknastofnun mun ekki skoða frekar loðnugönguna sem nú gengur austur fyrir land. Hins vegar verður hafsvæðið út af Vestfjörðum og Norðvesturlandi kannað eins fljótt og auðið er til að kanna hvort frekari loðnugöngur sýni sig. Útgerðarmenn lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðu mælingarinnar sem liggur fyrir.
Page 11 of 83« First...«910111213 » 203040...Last »