Flokkur: Fiskifréttir

Mun minna unnið af bolfiski á Seyðisfirði

Fiskvinnslustöð Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði tók á móti 2.625 tonnum af bolfiski til vinnslu á nýliðnu ári, þar af var þorskur um 1.980 tonn og ufsi 491 tonn. Er þetta mun minna hráefni en unnið var á árinu 2016 en þá var tekið á móti um 3.500 tonnum.

Óvissa um kolmunnaveiðar vegna fiskveiðideilu

Ekki liggur fyrir hvenær uppsjávarskip Síldarvinnslunnar halda til veiða. Gert var ráð fyrir að þau héldu til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni í byrjun ársins en þar sem ekki hefur tekist að semja um gagnkvæmar veiðar í lögsögum Íslands og Færeyja ríkir óvissa um það.

Fyrirtæki og stofnanir hugsi sinn gang

Síldarvinnslan bauð upp á opinn fyrirlestur um karlmenn og #metoo í Egilsbúð í Neskaupstað rétt fyrir áramótin. Fyrirlesari var Magnús Orri Schram stjórnarmaður í UN Women á Íslandi.

Stefnir í smíði á 100.000 brettum hjá Tandrabergi

Tandraberg á Eskifirði er skýrt dæmi um þau afleiddu störf sem við verða til í kringum sjávarútveginn. Undir fyrirtækinu eru margar stoðir sem allar tengjast á einn eða annan hátt greininni. Einar Birgir Kristjánsson var áður stýrimaður á togurunum en fjölskyldan togaði hann í land. Nú er fyrirtæki hans leiðandi á landsvísu í framleiðslu á brettum fyrir sjávarútveginn.

Rætt var um að leggja niður höfnina í Breiðdalsvík

Páll Baldursson sagnfræðingur hefur séð tímana tvenna í sinni heimabyggð á Austfjörðum. Hann er fæddur og uppalinn á Breiðdalsvík og var sveitarstjóri Breiðdalshrepps frá 2006 og út árið 2014 en starfar nú sem fyrirtækjafulltrúi hjá Arion banka á Egilsstöðum. Hann segir að alltaf hafi verið sveiflur í sjávarútvegi í þessum landshluta, líka fyrir tilkomu kvótakerfisins. En kvótakerfið hafi þótt leitt til langvarandi breytinga á stöðum þar sem áður var blómlegur sjávarútvegur.

Hefur fylgt þjóðinni í rúm 90 ár

Hans Kristjánsson frá Suðureyri í Súgandafirði stofnaði fyrstu sjóklæðagerð landsins fyrir árið 1926. Þegar Sjóklæðagerðin, sem í dag er þekkt undir nafninu 66°Norður, hóf þetta ár starfssemi sína á Súgandafirði, byggðist starfsemin á framleiðslu fatnaðar fyrir íslenska sjómenn og fiskverkunarfólk. Klæðnaðurinn var oftar en ekki lífsnauðsynlegur á þessum árum, ekki síst þegar tók að kólna og hvessa á miðunum og sjómenn á opnum bátum.

Fiskveiðiheimildir Færeyinga felldar niður

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu 2018.

Rekur hótel og farþegabátinn Sögu ÍS

Friðrik Árnason hefur í mörgu að snúast. Hann er fæddur og uppalinn í Njarðvík, býr í Vogum á Vatnsleysuströnd en á og rekur Hótel Bláfell og farþegabátinn Sögu ÍS á Breiðdalsvík. Hótelið og báturinn styðja hvort annað því þótt það sé aðallega gegnumstraumur erlendra ferðamanna sem nýtir sér bátsferðirnar þá er veitingastaður hótelsins gjarnan heimsóttur í framhaldinu og sjávarfang sem menn hafa fengið á stöng matreitt.

Ísfélagið kaupir Ottó N. Þorláksson

Ottó N. Þorláksson var smíðaður árið 1981 í Garðabæ og hefur skipið reynst afburðar vel.

Fiskur í forgrunni á Hildibrand

Stórri og vel rekinni útgerð og fiskvinnslu, eins og Síldarvinnslunni í Neskaupstað, fylgja ótal afleidd störf og verkefni. Umsvifamestur í rekstri hótels og veitingastaða á staðnum er Guðröður Hákonarsson, fyrrverandi bóndi, og hans fólk. Beituskúrinn var opnaður síðastliðið vor þar sem framreiddur er plokkfiskur sem Guðröður framleiðir sjálfur úr hráefni frá Síldarvinnslunni í Mjólkurstöðinni. Gamla kaupfélagshúsinu á Hafnarbraut 2 hefur verið  breytt í Hildibrand hótel. Á jarðhæðinni stóðu yfir breytingar þegar Fiskiréttir kíktu í heimsókn. Þar var verið að innrétta nútímalegan og glæsilegan veitingastað þar sem áherslan verður á ferskan fisk úr sjó.
Page 19 of 80« First...10«1718192021 » 304050...Last »