Flokkur: Fiskifréttir

Vélstjóri fæst ekki og komast ekki á sjó

K & G Fiskverkun hefur keypt Sóley SH, 200 tonna togskip, af Soffaníasi Cecilssyni hf. á Grundarfirði og áttu kaupin sér stað áður en FISK Seafood keypti Soffanías Cecilsson sem tilkynnt var um sl. mánudag. Skipið liggur hins vegar bundið við bryggju því enginn fæst vélstjórinn.

Kynt upp í nemendunum

„Við breytum því hvaða sýn þeir hafa, nemarnir okkar,“ segir Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er held ég það sem er mikilvægast við námið. Við breytum trú þeirra á sína eigin getu til að framkvæma og breyta hlutum, kyndum aðeins upp í þeim.“

Kynt upp í nemendunum

„Við breytum því hvaða sýn þeir hafa, nemarnir okkar,“ segir Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er held ég það sem er mikilvægast við námið. Við breytum trú þeirra á sína eigin getu til að framkvæma og breyta hlutum, kyndum aðeins upp í þeim.“

Það er vöxtur framundan hjá sjávarútvegsarmi Marel

Mikil uppbygging er framundan í landvinnslu víða um heim en þó sérstaklega í Bandaríkjunum, Alaska og Rússlandi. Tengist það jafnt áherslu sem þessar þjóðir leggja á sjálfbærni í vinnslu á eigin auðlindum en ekki síður því að minnka kolefnisfótspor þessa iðnaðar. Marel er einn af stærri framleiðendum tæknibúnaðar fyrir matvælavinnslu og sjávarútvegsarmur fyrirtækisins sér mikil tækifæri til vaxtar.

Mikið æti og dræm veiði fyrir austan

Dræmlega gengur á línuveiðum fyrir austan þótt nóg virðist vera þar af fiski. Haraldur Einarsson, skipstjóri á Jóhönnu Gísladóttur GK, segir mikið æti í sjónum og fiskurinn ekki gráðugur í krókana. Undanfarin þrjú ár hefur Jóhanna Gísladóttir verið við túnfiskveiðar um þetta leyti árs en ólíklegt er að farið verði í þær að þessu sinni.

Hafa þjónað sjávarútvegi óslitið frá upphafi

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, hefur segir íslenskan sjávarútveg, atvinnugrein á heimsmælikvarða. Fyrirtækið hefur þjónustað sjávarútvegin óslitið frá upphafi.

Undirrituðu samning um nýsmíði báts

Útgerðarmaðurinn Pétur Pétursson frá Arnarstapa á Snæfellsnesi skrifaði á íslensku sjávarútvegssýningunni í gær undir nýsmíðasamning við Bredgaard Bateværft í Danmörku. Um er að ræða bát sem á að leysa af hólmi þann fengsæla bát Bárð SH-81. Undirskriftin fór fram í bás Aflhluta ehf á sýningunni sem er umboðsaðili Bredgaard Bateværft. 

Prufa að setja í gang

Baldur Halldórsson, framkvæmdastjóri Vatnslausna, útskýrir fyrir fréttamanni hvernig vörur fyrirtækisins virka. 

„Blíða hérna úti“

Smári Jósafatsson, framkvæmdastjóri Ekkó Toghlera, segir frá nýrri toghlerahönnun. Smári var ánægður með blíðuna. 

Skórinn kreppir að vegna krónunnar

Gunnar Gíslason hjá Arion banka spáir spennandi vetri framundan í íslenskum sjávarútvegi. Hann telur að það verði jafnvel fleiri sameiningar og aukin hagræðing í greininni.
Page 2 of 35«12345 » 102030...Last »