Flokkur: Fiskifréttir

Stuttmyndir um konur í fiskvinnslu – myndband

Alls bárust 14 hágæða stuttmyndir inn í keppnina frá 12 löndum í fjórum heimsálfum. Myndirnar sýna velgengni og erfiðleika við framleiðslu og vinnslu sjávarafurða.

Makríllinn mættur

Barði NK kom til löndunar á Seyðisfirði í gærkvöldi með um 90 tonna afla. Steinþór Hálfdanarson skipstjóri á Barða NK, segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar að þorskveiði hafi verið treg á hinum hefðbundnu austfirsku togaramiðum og áberandi sé að fiskurinn sé farinn að gæða sér á makríl.

Akurey kemur í heimahöfn í fyrramálið – myndband

Nýsmíðin Akurey AK-10 kemur til heimahafnar á Akranesi í fyrramálið. Skipið er smíðað hjá skipasmíðastöðinni Celiktrans í Istanbul Tyrklandi. Áður hafði Celikstrans smíðað uppsjávarskipin Venus NS og Víking AK fyrir félagið.

Fjörur landsins eru matarkistur

Ekki er loku fyrir það skotið að rauðþörungar, þar á meðal söl, gætu reynst mikilvægur próteingjafi í framtíðinni. Á vettvangi þekkingarfyrirtækisins Matís var það sérstaklega rannsakað hvort mögulegt væri að einangra  prótein úr sölvum og niðurstaðan er sú að ekki einungis er það gerlegt, heldur inniheldur þessi sjávargróður mörg þau lífsnauðsynlegu efni sem mannslíkaminn hefur þörf fyrir og væri þess vegna hagkvæmur sem próteingjafi í fæðu.

Meðallaun starfsmanna Síldarvinnslunnar 10,9 milljónir

Rekstrartekjur Síldarvinnslusamstæðunnar voru á síðasta ári 22,4 milljarðar króna. Meðaltal heildarlauna starfsmanna á árinu var 10,9 milljónir króna. 

Niðursoðinn lax gengur í ferðamanninn

GUÐJÓN GUÐMUNDSSON

Óstjórn makrílveiða er ósvinna

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að það hafi verið fyrir frumkvæði Fídjí-eyja og Svíþjóðar að boðað til ráðstefnu þar sem einstök ríki gætu lýst eigin markmiðum og metnaði, en jafnframt samþykkt lokayfirlýsingu þar sem frekar er kveðið á um hvernig skuli ná markmiðum um verndun hafsins – í tæka tíð.

Stofn landsels í sögulegu lágmarki – aðgerða þörf

Stofn landsels er aðeins um 7.700 dýr, samkvæmt talningu sumarið 2016. Stofninn hefur því minnkað um tugi prósenta frá síðustu talningu árið 2011 – þá var stofninn metinn 11 til 12 þúsund dýr eða sami fjöldi og stjórnunarmarkmið stjórnvalda frá 2006 hljóðar upp á.

Nýtt Þórsnes til hafnar í Stykkishólmi

 Nýtt Þórsnes SH 109 kom til Stykkishólms í gær. Skipið leysir af eldra Þórsnes sem fer í niðurrif. Þórsnes er gerður út fyrir veiðar á línu og net og er næst stærsti línubátur landsins. Hann var smíðaður í Noregi árið 1996.
Page 20 of 35« First...10«1819202122 » 30...Last »