Flokkur: Fiskifréttir

Vill komast í viskubrunn sjómanna

Síðan 2008 hefur Filipa Samarra stundað háhyrningarannsóknir hér við land, upphaflega í tengslum við doktorsnám sitt við St. Andrews háskólann í Skotlandi en síðan á Hafrannsóknarstofnun. Aðeins tvö ár hefur gagnaöflun að sumri fallið niður vegna skorts á fjármögnun, en það voru árin 2011 og 2012.

Furðar sig á framgöngu íslenskra stjórnvalda

Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, furðar sig á þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Íslands og Færeyja um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir, og ekki síður hvernig íslensk stjórnvöld hafa sagt frá gangi viðræðnanna. Hann mótmælir því fyrir hönd færeyskra stjórnvalda að fiskveiðisamningur þjóðanna hafi verið felldur úr gildi.

Hyggja aftur á þorskveiðar eftir algjört hrun

Nýfundlendingar skoða um þessar mundir möguleika sína til að auka þorskveiðar. Tveggja daga vinnufundur í bænum Gander á Nýfundnalandi var haldinn í nóvember á síðasta ári þar sem til umfjöllunar var hvernig þeir geti best undirbúið sig fyrir auknar þorskveiðar. Tilefni fundarins eru áætlanir um auknar veiðar sem koma til vegna væntinga um að þorskstofninn muni ná sér aftur á strik á allra næstu árum eftir algjört hrun hans vegna ofveiði.

Aflaverðmæti HB Granda dróst saman milli ára

Aflaverðmæti uppsjávarskipanna árið 2017 var tæpir 3,3 milljarðar króna. Það er rúmlega 446 milljónum króna minna en á árinu 2016. Aflaverðmæti frystitogara félagsins dróst á sama tíma saman um 852 milljónir króna eða um 14,5%. Aflasamdrátturinn var 9,3%. Verðmætin drógust hlutfallslega mest  saman hjá ísfisktogurunum eða um rúm 20% en aflasamdrátturinn á sama tíma var 4,5%.

Rúmlega 20% samdráttur aflaverðmætis

Aflaverðmæti íslenskra skipa í september var 11,1 milljarður króna sem er 12,5% minna en í september 2016. Heildaraflamagn í september nam tæpum 126 þúsund tonnum sem er 11% meiri afli en í september 2016.

Útgerðum heimilt að nota eftirlitsmyndavélar

 Ef farið er að viðeigandi lögum og reglum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, auk reglna um rafræna vöktun, er heimilt að notast við rafrænt eftirlit í eigna- og öryggisvörsluskyni um borð í íslenskum fiskiskipum. Slíkt er þegar gert hjá mörgum fyrirtækjum hérlendis.

Rannís veitir styrk til þróunar og smíði tvinnbáts

Áætla má að ný gerð umhverfisvæns fiskibáts leiði til allt að 50% orkusparnaðar með notkun tvinnaflrásar og aðalvélar sem brennir innlendu metanóli. Navis, Naust Marine, Rafnar og fleiri samstarfsfyrirtæki hafa fengið vilyrði fyrir allt að 50 milljóna króna styrk frá Rannís til að hanna, þróa og smíða bátinn sem hefur verið á teikniborðinu frá árinu 2015.  Innan tveggja ára verða skipin fullhönnuð og undirbúningur að smíði frumgerðar getur hafist.

Sala á Sjávarmáli til Nesfisks í burðarliðnum

Sala stendur yfir á útgerðarfyrirtækinu Sjávarmáli í Sandgerði, sem gerir út línubátinn Óla Gísla GK, til Nesfisks, með öllum aflaheimildum. Bátnum fylgja 450 tonn af aflaheimildum í þorskígildum. Söluverðið er rúmlega einn milljarður króna.

Mun minna unnið af bolfiski á Seyðisfirði

Fiskvinnslustöð Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði tók á móti 2.625 tonnum af bolfiski til vinnslu á nýliðnu ári, þar af var þorskur um 1.980 tonn og ufsi 491 tonn. Er þetta mun minna hráefni en unnið var á árinu 2016 en þá var tekið á móti um 3.500 tonnum.

Óvissa um kolmunnaveiðar vegna fiskveiðideilu

Ekki liggur fyrir hvenær uppsjávarskip Síldarvinnslunnar halda til veiða. Gert var ráð fyrir að þau héldu til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni í byrjun ársins en þar sem ekki hefur tekist að semja um gagnkvæmar veiðar í lögsögum Íslands og Færeyja ríkir óvissa um það.
Page 21 of 83« First...10«1920212223 » 304050...Last »